Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.02.2011, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 18.02.2011, Blaðsíða 6
GOLF KORT IÐ VEI TIR 40% A FSLÁT T AF GO LFVÖ LLUM UMHV ERFIS ÍSLAN D AUK A NNAR RA GL ÆSILE GRA F RÍÐIN DA GOLF KORT IÐ FY LGIR M EÐ ÁR SÁSK RIFT TRYG GÐU Þ ÉR ÁS KRIFT Í SÍM A 595 6000 EÐA Á SKJA RGOL F.IS NORTHERN TRUST OPEN FIMMTUDAG – SUNNUDAG KL. 20:00 – 23:00 Í BEINNI UM HELGINA EINVÍGIÐ Á RIVIERA! „Höfði Kópavogsbúa“ Húsafriðunarnefnd fer yfir varðveislugildi hússins sem Guðjón Samúelsson teiknaði og reist var 1925-26. Bæjaryfirvöld hafa ekki tekið ákvörðun um eign eða sölu en skipulagsstjóri segir safn sóma sér vel í húsinu, sem og gamla Kópavogsbænum. V ið höfum reynt að passa að húsið skemmist ekki meira en orðið er og m.a. byrgt glugga svo að ekki sé hægt að komast inn í það,“ segir Birgir H. Sigurðsson, sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs Kópavogs, um gamla Kópavogshælið sem staðið hefur autt í aldarfjórðung. Húsið er tvímælalaust eitt hið merkasta í Kópavogi, „Höfði Kópavogsbúa“ eins og Birgir segir, teiknað af Guðjóni Samúelssyni, þekktasta húsameist- ara Íslendinga, og reist á árunum 1925-26. Niðurníðsla þessa merka húss er þyrnir í margra augum og í Kópavogsblaðinu Vogum, sem kom út í vikunni, er spurt hvort eigi að varðveita það eða brjóta niður. Afdrif hússins hafa verið til um- ræðu árum saman. Fyrir átta árum sagði forstöðumaður húsafriðunar- nefndar það til skammar að ekkert hefði verið gert í málum hússins, það hefði einhvern veginn lent á milli. Ríkið átti landið á Kópavogs- túni og húsið eins og aðrar bygg- ingar sem tengdust Kópavogshæli en það komst í eigu Kópavogsbæj- ar árið 2003 þegar bærinn keypti hluta túnsins. Birgir segir að fyrir um ári hefði verið ákveðið að óska eftir því að húsafriðunarnefnd skoð- aði varðveislugildi hússins en ekki fer á milli mála að það er hátt. „Við erum að biðja menn að fara yfir frið- lýsingarmálin og líka hvað varðar gamla Kópavogsbæinn á þessu sama svæði en hann er elsta hús í Kópa- vogi, byggður 1903.“ Birgir segir að bæjaryfirvöld í Kópavogi hafi enn ekki tekið ákvörð- un um hvort selja skuli eða eiga þetta merka hús. Sala hússins til Ingunn- ar Wernersdóttur hafi verið langt komin fyrir nokkrum árum en þeg- ar til kom fannst henni nýja byggðin komin of nálægt því og kaupin gengu ekki eftir. „Við höfum núna lagt fram breytta tillögu í skipulagsnefnd um aukið rými umhverfis húsið og síðan hafa komið fram frekari hugmyndir um uppbyggingu á ákveðnu safna- svæði kringum þetta fallega hús og gamla bæinn. Þar sjá menn fyrir sér ýmsa hluti, m.a. að gera alþýðu- menningunni í Kópavogi ákveðin skil, sýna hvernig við bjuggum fyrir árið 1950. Síðan hafa komið fram hugmyndir um náttúrufræðistofu og safnahús, nýja byggingu, sem yrði eins konar sögubygging fyrir Kópavog,“ segir Birgir. Hann bætir því við að lóðin umhverfis húsið hafi ekki verið skilgreind samkvæmt þessum nýju tillögum en hann telur að það þurfi að standa á opnu svæði með möguleika á garði umhverfis og góðri sýn út á hafið. „Þetta hús hefur merka sögu að geyma. Í því myndi sóma sér vel einhvers konar upprifjun á því sem þarna fór fram. Það gæti líka verið íbúðarhús en ég hugsa að saga húss- ins sé sterkari en svo að við förum að breyta notkun þess. Það er þess vegna ekki ólíklegt að þarna verði eitthvað á vegum bæjarins,“ segir Birgir, „en ákvörðun um það hefur ekki verið tekin enn.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is  KópaVogshæli NiðurNítt eN merKilegt Húsið þarf að standa á opnu svæði með möguleika á garði umhverfis og góðri sýn út á hafið. Kópavogshæli. Húsið var teiknað af Guðjóni Samúelssyni og reist á árunum 1925-26. Húsið hefur staðið autt í aldarfjórðung. Ljósmyndir/Hari  sagaN NotKuN frá 1926-1985 Athvarf berklasjúkra, holdsveikra og þroskaheftra Guðjón Samúelsson húsameistari teiknaði Kópavogshælið en það var tekið í notkun 14. nóvember 1926. Hælið var rekið af kvenfélaginu Hringnum og var fyrir berklasjúklinga sem voru að ná sér eftir veikindi. Þessir sjúklingar komu frá Vífilsstaðaspítalanum. Gert var ráð fyrir því að hælið gæti tekið 26 vistmenn. Hringurinn afhenti ríkinu hælið endur- gjaldslaust um áramótin 1939-40 og sumarið 1940, að því er fram kemur í samantekt Björns Þorsteinssonar. Þá voru berklasjúklingarnir látnir rýma húsið og holdsveikisjúklingar, sem verið höfðu á Laugarnesspítalanum, fluttir þangað. Hernámslið Breta hafði yfirtekið hann. Árið 1952 var hælið gert að vistheimili fyrir þroskahefta og var svo allt til ársins 1975. Um tíma fór fram kennsla þroska- þjálfanema í húsinu og eldhús hælisins var þar til 1985. Frá þeim tíma hefur húsið staðið autt. jonas@frettatiminn.is Gamli Kópavogsbærinn, elsta hús Kópavogs. Bærinn var byggður 1903. Helgin 18.-20. febrúar 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.