Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.02.2011, Blaðsíða 51

Fréttatíminn - 18.02.2011, Blaðsíða 51
 Plötuhorn Dr. Gunna let Me Be there  Ellen Kristjánsdóttir Pétur Hallgrímsson var í rokkbandinu Ex á árum áður, svo í popptríóinu Lhooq. Síðan hefur hann mest unnið sem verktaki, meðal annars með Emilíönu Torrini og Lay Low, en er nú loks í aðal- hlutverki ásamt Ellen, semur öll lög og texta (stundum með Ellen) og spilar á gítara. Ellen er frábær söngkona og er hér á kunnuglegum slóðum, músíklega. Yfirbragð plötunnar er angurvært og „kaffihúsa- legt“. Sum lögin góð, önnur full lítið áberandi, velflest í poppuðum kántrígalla og slæd-gítarinn sjaldan langt undan. Þessi plata er af- slappandi eins og klukkutími í snarpheitum potti. Ballið á Bessastöðum  Lög úr samnefndu leikriti Ballið á Bessastöðum er hresst og skemmtilegt leikrit eftir Gerði Kristnýju og gengur nú í Þjóðleikhúsinu. Bragi Valdimar Skúlason henti í níu lög við söngtexta sem hann samdi með Gerði. Lögin eru sum alveg frábær, eins og titillagið, og bæði er boðið upp á grallara-stuð og ballöður. Lögin eru líka ósungin fyrir heima-karókí- ið. Memfismafían var kölluð út, leikararnir syngja, auk Valdimars Guðmundssonar (úr hljómsveitinni Valdimar), Siggu Toll og Sigga Gumm. Þetta er ágætis diskur, frábær minjagripur fyrir unga leikhúsgesti og stendur jafnvel einn og sér. James Blake  James Blake Allmikið „hæp“ hefur verið í kringum þennan rúmlega tvítuga Breta, enda er þessi fyrsta plata hans í fullri lengd nokkuð lunkin. Hann syngur með tilfinn- ingu og flytur píanódrifnar geimaldar soul-ballöður, sem eru fullar af merkingar- þrungnum þögnum og tor- kennilegum aukahljóðum. Hann hefur nefnt enska bandið The XX sem áhrifa- vald og það kveikir áhuga því fyrsta plata The XX er frábær. Þetta er ung og fersk tónlist, nokkuð poppuð og aðgengileg, en líka leyndardómsfull og svöl. Ég heyri þetta fyrir mér hljóma á auglýsingastofum og í framsæknum tískubúðum. Þetta er þannig stöff. Töff. dægurmál 51Helgin 18.-20. febrúar 2011  kvikMynDir Fegurð Carmenar slær unga hermanninn alveg út af laginu. S ambíóin bjóða upp á nokkr-ar sýningar á hinni vinsælu óperu Georges Bizet um Carmen í mars. Sýningarnar sem fólki gefst kostur á að sjá í bíó eru í þrívídd og eru samstarfsverkefni Konunglega óperuhússins í London og RealD. Þrívíddinni er ætlað að hafa þau áhrif að áhorfendur í bíó- sal á Íslandi geti látið sér líða eins og þeir séu í bestu sætum óperu- hússins. Óperan verður frumsýnd í kvik- myndahúsum um víða veröld kl. 17 hinn 5. mars og þá sýna Sambíóin hana í Kringlunni og á Akureyri. Næstu sýningar verða síðan í Sam- bíóinu í Kringlunni 9. mars kl. 18, 12. mars kl. 17 og 26. mars kl. 17. Carmen var tekið heldur fálega þegar óperan var frumsýnd í París í mars 1875 en varð síðar ein dáð- asta og vinsælasta ópera sem sögur fara af. Söguþráðinn þekkja flestir en í óperunni segir af eldheitum ástríðum, afbrýðisemi og svikum. Óperan gerist í Sevilla á Spáni í kringum 1820 og hverfist um sí- gaunastúlkuna blóðheitu og gullfal- legu, Carmen. Hún dregur reynslu- lítinn liðsforingja, Don José, á tálar og samband þeirra kemur allri hans tilveru í uppnám. Hann snýr baki við unnustu sinni, gerir uppreisn gegn yfirboðurum sínum og geng- ur til liðs við smyglaragengi. Þegar Carmen lætur hann svo róa fyrir nautabanann Escamillo tryllist hann úr afbrýðisemi með skelfilegum af- leiðingum. Christine Rice syngur hlutverk Carmenar, Bryan Hymel er í hlut- verki Don José og Aris Argiris leik- ur Escamillo. Carmen verður sýnd með enskum texta í Sambíóunum. Ástríðurnar eru eldheitar í óperu Bizets. Þrjár víddir Carmenar Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is TVEGGJA TÍMA HLÁTURSKAST... MEÐ HLÉI Opal – bætir andrúmslo�ið Fáðu þér frískandi Opal og skelltu þér á Nei ráðherra! – fjörlegan og sprenghlægilegan gamanleik – í Borgarleikhúsinu. F í t o n / S Í A Tilvalið fyrir fundinn eða starfsmannapartýið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.