Prentarinn - 01.04.1985, Side 10

Prentarinn - 01.04.1985, Side 10
Laugardaginn 17. ágúst bauð Félag bókagerðar- manna félögum sínum 67 ára og eldri, ásamt mökum, í dagsferð um Borgarfjörð og á Þingvöll. Þátttakendur voru 42 og fararstjóri Jón Árnason skóla- stjóri eins og svo oft áður. Frá stjórn FBM voru með í ferð- inni þau Ásdís Jóhannesdótt- ir og Svanur Jóhannesson. Lagt var af stað snemma morguns og ekið um Hval- fjörð. Komið var við í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Kirkju- vörðurinn Vífill Búason sagði frá ýmsu merkilegu í sam- bandi við staðinn. Sérstaka athygli vakti altaristaflan, sem er mjög fögur freskó- mynd. Áfram var haldið og Jón fararstjóri sagði jafnóð- um frá sögu landsins og því sem fyrir augu bar. Meðal annars varð á vegi okkar Galtarholtslækurinn frægi, þar sem Sigurður Snorrason böðull drukknaði, en segja má að það sé upphafið að íslandsklukku Halldórs Lax- ness. Komið var við í Borgar- nesi og gerður stuttur stans í Skallagrímsgarði. Síðan var haldið í Bifröst og snædd gómsæt lambasteik. Þá var ekið til baka og orlofssvæði BSRB í Munaðarnesi skoðað. Stefnan var nú tekin á Kalda- dal, upp Hvítársíðu, Hraun- fossar skoðaðir, sem skört- uðu sínu fegursta. Á Kalda- dal var þoka og suddi svo ekki varð mikið um fjallasýn. Það lagaðist þó brátt þegar nær dró Þingvöllum, en þar átti að drekka kaffi. Þar skeði svolítið óvænt. Þegar félagarnir gengu í sal- inn tilkynnti hljómsveit Val- hallar „Hálft í hvoru“, að næsta lag væri tileinkað bókagerðarmönnum sérstak- lega. Var gerður góður rómur að leik þeirra og þeim klapp- að lof í lófa. Eftir kaffið var gengið til Þingvallakirkju og farið með Faðirvorið og sung- inn sálmur að beiðni leið- sögumannsins Carlos Ferrer. Þótti nú flestum nóg að gert og var haldið til Reykjavíkur eftir velheppnaðan dag. Sv. Jóh. 10

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.