Prentarinn - 01.01.1987, Síða 8
Vaxvélar, hafa
sína galla
Undanfarin ár hefur oft veriö
benf á ýmsar hættur, sem eru sam-
fara vinnu í prentiðnaði, t. d. lífræn
leysiefni og ýmiss konar mengun
af þeim, hávaða og slæmar vinnu-
stöður o. fl. Allt eru þetta atriði sem
eru víðar í þjóðfélaginu og á fleiri
vinnustöðum en í bókagerð.
Vegna nýrrar tækni eru samt allt-
af að koma í Ijós nýir áhættuþættir,
sem manni sýndust áður kanski
sárasaklausir. Eða svo þótti mér
þegar ég rakst nýlega á þátt í
danska blaðinu „Dansk Grafia" nr.
25 á þessu ári. Þar er fjallað um
vaxvélar, sem notaðar eru í papp-
írs-umbroti. Þetta er t. d. algengt í
umbroti á dagblöðum og eins í
venjulegu umbroti texta og mynda,
bóka og tímarita. Pappírs-sátrið er
þá sett í vélarnar og bakhlið þess
vaxborin, sem gerir það að verkum
að hægt er að festa það lauslega
þar sem það á að vera í forminum,
en hægt er að hreyfa það til ef
nauðsynlegt er.
Þessi umfjöllun í „Dansk Grafia"
eru raunar upplýsingar frá Det
grafiske Branchesikkerhedsrád
(BSR 3), sem við höfum oft fengið
upplýsingar frá áður og höfum við
birtingarrétt á öllum þeirra niður-
stöðum.
Hér á eftir er lausleg endursögn
á þessum upplýsingum:
Vegna gruns danskra prentara
um að vax innihaldi ýms hættuleg
efni fóru fram rannsóknir hjá ekki
minna en 4 rannsóknarstofnunum í
Danmörku, um hvaða efni væri
þarna að ræða.
Niðurstöðurnar voru þannig:
1. Heilsufræðileg-vandamál
2. Vinnuverndar-vandamál
1. Heilsufræðilega
vandamálið.
Samkvæmt upplýsingum fram-
leiðenda er uppistaðan í skeyting-
arvaxi þrenns konar:
1) „fyllingarefni" - venjulega para-
fínvax.
2) „mýkingarefni" - venjulega
parafínolía.
3) „límefni" - gervi - eða náttúru-
legt harpix (trjákvoða).
Parafínvax og parafínolía
Það er mælt með því að í vaxi,
sem notað er í skeytingu, sé
hreinsað (rafineret) parafín og
parafínolía. Þetta er grundvöllur
þess að PAH: Polycykliske aromat-
iske hydrocarboner sé sem minnst
í efninu. í nefndum efnaflokki getur
verið um að ræða efni eins og t. d.
benzpyren. Hættan á myndun
aukaefna við upphitun er mjög lítil
ef parafínið inniheldur ekki „ómett-
að alafatiske carbonhydrider".
Með því að krefjast þess af fram-
leiðendum og innflytjendum, að
parafínið sé sérmeðhöndlað og
parfínolían sé hreinsuð, getur mað-
ur verið öruggari um að innihaldið
sé ekki:
1) PAH (polycykliske aromatiske
kulbrinter)
2) ómettað kolvetni (ath. að joð-
innihaldið á helst að vera 0)
Gervi- eða natturlegt
harpix
Gerviharpix er plastefni. Þegar
plast storknar (herðist) við fram-
leiðsluna bindast smá sameindir
(einliða) saman á efnafræðilegan
hátt sem líkja má við keðju eða neti
(polymere=fjölliða). Afgangurinn
af einliðunum sem ekki bindast
saman geta virkað ertandi á húð
og slímhimnu. Venjulega er ein-
liða-innihaldið svo lítið (fá ppm), að
gerviharpix er tekinn fram yfir nátt-
úrulegan harpix, sem er í mörgum
tilfellum ofnæmisvaldandi.
2. Vinnuverndar-
vandamálið
Heitt vaxbað getur myndað
óþægilegar gufur. Þetta orsakast
oftast af vitlaust stilltum eða biluð-
um hitastillum. Það verður að vera
tryggt með öryggishitastilli, að vax-
baðið sé ekki hitað meira en 80 -
90° C. Þegar vax er sett í karið
verður að gæta þess, að ekkert fari
útfyrir það, vegna þess að snerting
þess við heitan líkamann getur or-
sakað magnaða gufu og reyk. Það
ber að hreinsa vaxkörin reglulega.
Gamalt botnsfalls-vax getur mynd-
að slæmt loft eins og af gamalli
óhreinni olíu. Þetta þýðir að skipta
verður reglulega um nýtt vax, en
ekki bara að bæta á karið.
Ef þessar einföldu reglur bæta
ekki ástandið verulega, verður að
setja útsog við vaxkarið sem get-
ur fjarlægt hugsanlegan reyk og
gufu.
Svanur Jóhannesson
8
PRENTARINN 1.7. ’87