Prentarinn - 01.01.1987, Side 13

Prentarinn - 01.01.1987, Side 13
I I Hér má sjá Heidelbergvél í notkun, en því miður eru margar sllkar ónothæfar vegna þess að varahluti og/eða pappír vantar. settur í blý á Linotype setn- ingarvélar eða handsettur. Þegar um offsetprentun er að ræða er tekið afþrykk af blýsátrinu og síðan ljós- myndað. Á ljósmyndasvið- inu ber mest á stórum amer- ískum ljósmyndatækjum. Vinnuumhverfi Almennt er vinnuum- hverfismálum lítið sinnt. Hvergi sáum við notaða hanska, eyrnahlífar and- litsgrímur, loftræstikerfi; svo mörgu var semsagt ábótavant á þessum sviðum. Hervæðing- Herkvaðning Með hliðsjón af stuðningi Bandaríkjanna við „contra“ hryðjuverkamenn í landa- mærahéruðum við Hond- uras og Costa Rica er um auknar herkvaðningar að ræða. í flestum þeim prent- smiðjum sem við komum í vantaði fólk vegna tíma- bundinnar herkvaðningar. Efnahagsþvinganir Bandaríkjanna (USA) Þó stjórn landsins, Sand- inistarnir, hafi yfirtökin á hernaðarsviðinu í barátt- unni við hefndarverkamenn kostar það sitt og ekki eru efnahagsþvinganir Reagan- stjórnarinnar til að bæta ástandið. Þær efnahags- þvinganir ásamt því mikla fjármagni sem fer í að verja landið (u. þ. b. 57% af þjóðarframleiðslu) hefur haft í för með sér skort á vörum og varahlutum. Hvað prentiðnaðinn snertir er stöðug vöntun á pappír, prentlitum, filmum og varahlutum. Sem dæmi um þetta urðu 3 dagblöð að halda sig við 36 síður á viku frá því í febrúar til og með apríl, eftir það fjölgaði þeim í 60 síður á viku. Bóka- smiðjurnar fá oftast ekki annað en dagblaðapappír á rúllum sem skorinn er niður með hjólsögum. Fjöldi prentvéla er ekki notaður vegna þess að varahluti vantar. Svo alvarlegt er þetta að háskólaprentsmiðj- an í Leon hefur staðið hljóð í tvö ár vegna vöntunar á vatnsvölsum. Menntunarmálin Mikill skortur er á menntuðum bókagerðar- mönnum í Nicaragua. Hrikalegasta dæmið um þetta upplifðum við í ríkisprentsmiðjunni „Natio- nal“. Þar vantaði a. m. k. 24 útlærða bókagerðar- menn, það voru einungis 6 útlærðir bókagerðarmenn af 100 manna starfsliði. Á nær öllum stöðum virtist vanta menntað fólk og kunnáttu við stjórnun véla. I landinu er einn prent- skóli og er hann í Leon (Næststærstu borginni í Nic- aragua). Skólinn er í einka- rekstri, en er studdur af rík- inu. eigandi skólans er hins vegar afar andsnúinn stjórn- völdum svo samstarfið er stirt. Skólinn er rekinn langt undir þeirri getu sem hann gæti haft, þar eru fáir nem- endur, auk þess sem dýrt er að ganga í skólann, náms- gjöld afar há. Bókagerðarfélagið telur að höfuðvandamálið sé hversu erfitt það er að verða sér út um menntun og hin lágu laun sem viðgangast í landinu. Það er álit þeirra að hin lágu laun verði á viss- an hátt rakin til þess hve menntunin er takmörkuð og möguleikar til menntunar litlir. í stuttu máli má segja að mikilvægasta hagsmuna- málið sé að koma á fót fag- skóla. Til þess skortir hins vegar fjármagn í Nicaragua, svo miklar vonir eru bundn- ar við þá hjálp sem hugsan- legt er að Nordisk Grafisk Union láti í té í þessu sam- bandi. Alls staðar sem við komum var spurt um þetta mál og þá samstöðu sem í því felst. Vonin við þessa lausn og samstöðu verka- fólks er afar mikil. Við svöruðum þessum vonum félaga okkar í Nicar- agua í hvert skipti á þann veg að hvað við best vissum væri ætlunin að fylgja þessu verkefni eftir innan NGU og að við sem félagar í DTF vonuðum að svo yrði, enda þörfin mikil. Uppbygging verka- lyðshreyf ingarinnar í Nicaragua eru 7-8 sambönd verkafólks og skiptast þau nokkuð eftir pólitískum skoðunum. Kjara- og launamal Mánaðarlaunin í ríkisprentsmiðjum í Nicaragua eru sem hér segir: Offsetljósmyndarar .................. 47.700 Cordobas 2 lita offsetprentvélar ............. 33.450 — 1 lita offset- og hæðaprentun ....... 30.600 - Vélsetjarar ......................... 30.600 — Handsetjarar ........................ 27.750 - Bókbindarar.......................... 24.900 - 100 Cordobas eru u. þ. b. 4,50 ísl kr. í þeim fyrirtækjum sem rekin eru af einkaaðilum eru launin að jafnaði hærri en á móti kemur að í ríkisfyrirtækj- um fylgja tvær máltíðar á dag og greidd eru tvö sérstök mánaðarlaun í desember og 2ja vikna orlof. PRENTARINN 1.7. '87 13

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.