Prentarinn - 01.09.1995, Blaðsíða 3

Prentarinn - 01.09.1995, Blaðsíða 3
Látnir félagar Jóna Guðrún Einarsdóttir, fædd 31. ágúst 1927. Jóna varð félagi í Bókbindarafélagi Reykjavíkur 2. janúar 1942. Hún hóf störf í bókbandsstofu Þorvald- ar Sigurðssonar og seinna hjá Bók- felli hf. og seinustu árin á bók- bandsstofu Landsbókasafnsins. Jóna var fyrsti formaður Kvenna- deildar Bókbindarafélags íslands 1952 og var formaður til 1957 og þar með meðstjómandi í stjóm Bókbindarafélags íslands 1952-57. Jóna starfaði líka í Félagi bóka- gerðarmanna og var í samninga- nefnd þess félags stuttu eftir stofn- un þess. Jóna lést 8. júlí 1995. Stefán Jónsson, fæddur 6. júní 1918. Stefán varð félagi 9. nóvember 1970. Hann starfaði sem lagermað- ur hjá Prentstofu GuðjónÓ, þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Stefán lést 13. september 1995. Landflótti vegna lágra launa Sæmundur Árnason Félag bókagerðarmanna fer ekki varhluta af þeirri umræðu sem nú fer fram í landinu um Iág laun og landflótta. Eins og ég hef áður minnst á í leiðara em laun á íslandi orðin hættulega lág miðað við nálæg lönd. Og þegar saman fara lág laun, hátt verð á nauðsynjum, óhófleg skattheimta og einnig að hér á landi er ekki hægt að treysta því, að það sem sett er í lög eitt árið (vaxtabætur, bama- bætur, skattafrádráttur) sé ekki gjörbreytt á því næsta, er ekki von á góðu. Þannig vita launamenn aldrei hverju þingmenn breyta næst, engu er að treysta. Það voru uppi stór orð og miklar heitstreng- ingar um hvað „GATT" myndi gera okkur Iífið léttara. Nú er það orðið að algjörri öfugmælavísu og allt hefur snúist við. Það sem búið var að telja okkur trú um að myndi lækka, hækkaði. Landflótti dugandi fólks er orðinn staðreynd. Hver láir launamanni þótt hann fari til útlanda í vinnu þegar grunnlaun prentara hér á landi em kr. 65.152 á mánuði en á Norður- löndum kr. 130.000? Það eina sem kemur frá stjórnvöldum er hvem- ig hægt sé að hækka skatta eða þjónustugjöld og stefnan virðist vera sú að einangra ísland og girða það tollmúrum, vegna þess að allt sem kemur frá útlöndum sé hættulegt. Fyrir hverja? Þetta rennir stoðum undir þá kenningu sem miklu írafári olli hér á landi, að hér væri þjóð í hlekkjum hugar- farsins. Er það svo að eignastéttin, þeir sem eiga kvótann og verð- bréfin og greiða enga skatta en fá endurgreiddar stórar upphæðir ár- lega, kæri sig ekkert um neinar breytingar því hér sé allt svo gott? Fyrir hverja? fslenskir launamenn virðast aðeins geta svarað þessu á einn hátt, að fara burt. Nei, sú lág- launastefna sem rekin er hér af VSÍ og stjórnvöldum og verkalýðs- hreyfingunni hefur ekki tekist að brjóta á bak aftur, getur aðeins orðið til þess að hinn venjulegi launamaður hverfi á brott en eftir sitji smákóngar með öreigafólk í landinu. Sept. 1995. jakob Bíddu við, fimm kóngar. Ég segi sjö hjörtu. Eda erum við ekki í sama slag? Fundur í stjórn og trúnaðarráði Félags bókagerðarmanna 18. september 1995 samþykkti eftirfarandi ályktun: Jafnlaunastefnan er almennu verkalýðsfélögin lögðu upp með í samningunum í febrúar sl. og byggðist á krónutölu hefur verið brotin á bak aftur. Þingmenn og ráðherrar fá nú skattfríðindi kr. 40.000 á mánuði, sem er einsdæmi og taka sér nú margfalt meiri kauphækkun en aðrir fengu. Þetta sýnir að þeir telja að jafnlaunastefnan sé röng. Á þessari forsendu lítur FBM svo á að grundvöllur síð- ustu kjarasamninga sé brostinn. PRENTARINN 3/95 3

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.