Prentarinn - 01.09.1995, Blaðsíða 24

Prentarinn - 01.09.1995, Blaðsíða 24
Sigurþór Sigurðsson Til fróöleiks fyrir bókbindara og þá er hyggja á nám erlendis, aetla ég aö fara nokkrum oröum um bókbandsnám íEnglandi, eöa nánar tiltekiö í Guildford í Surrey, áttatíu þúsund manna bæ, þar sem ég var síðastliðiö ár. Kenndar eru ýmsar aðrar iðngreinar í skólanum, t.d. prentun. Námiö er tvö ár, en ég kom inn á annað árið. Fyrra árinu fékk ég að sleppa vegna fyrri menntunar og reynslu. Það eru tvær kennslustofur fyrir bókbandið, önnur fyrir fyrsta árs nema, hin fyrir annars árs nema, átta til tíu nemendur á hvoru árinu. Þær eru búnar einföldum verkfærum, eina raf- knúna verkfærið er skurðarhrúfur sem bann er þó við að nemendur noti og sjá kennaramir al- farið um allan skurð, nema þær bækur sem skornar eru með plóg. Engin gyllingarvél er eða þynningarvél, hvað þá heldur stórar vélar eins og brotvél, saumavél eða þrískeri, enda tengist námið ekki iðnaðarþjálfun eins og í Iðn- Kennt er fjóra daga vikunnar, september til júlí, en kennsluna sjá fjórir fagmenn um. Ætlast er til að hver nemandi hafi sín eigin handverkfæri og ekki bara hníf og skæri. Til dæmis er kennd notkun blaðgulls og þarf nem- inn, bara í tengslum við það: gyllingarpúða, gyllingarhníf, blaðgull, gyllingarvökva, edik, bómull, barnapúður, kalk, bensín, sniðglattara, bólux, sandpappír, stífelsi, pensla, skóbursta, svamp, o.fl. Lítið af verkfærum og efnum er hægt að fá í Guildford og þarf því strax í byrj- Sýnishorn at verkum nemenda. skólanum. Handbandsnám er sér fag, aðskilið frá prentiðnaðinum. Það er kennt meira sem listgrein. Ymis verkfæri em ólík frá því sem hér er og vinnsluaðferðir öðruvísi, en aðal verkfærið er stór trépressa, notuð til að plógskera, berja úr stig, falsberja, sniðskreyta og stundum til fleiri nota. En óþægileg em vinnuborðin. Undir þeim öllum eru skápar eða skúffur og er því ekki hægt að sitja á hefðbundinn hátt við þau, heldur til hliðar og á trékollum. un námsins að fara til London í verslunarerind- um. Ég get ekki upplýst mikið um fyrsta árs kennsluna, en það er byrjunamám og því fyrst tekið fyrir einfalt band í buckram, sem er sterkara og betra efni en rexin, japanskt band, hálf skinnband (skinn á kjöl og hom), kvart skinnband (skinn á kjöl eingöngu) o.fl. En á öðm árinu var byrjað á upprifjun frá fyrsta árinu. Þess vegna þurfti ég að setja bindi utan um tvær bækur og tvo bæklinga. Síðan 24 PRENTARINN 3/95

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.