Prentarinn - 01.09.1995, Blaðsíða 16

Prentarinn - 01.09.1995, Blaðsíða 16
Menntamál í brennidepli Guðbrandur Magnússon Starfsmönnum í prentiönaöi hefur oröiö sú staöreynd æ betur Ijós að eftirmenntun er nauðsynleg til að viðhalda þekkingu og tryggja starfs- öryggi. Par við bætist aö aöeins meö bættri grunn- menntun starfsmanna verður framtíðarhagsmunum prent- og útgáfuiðnaðarins borgið. Pær breytingar sem framundan eru krefjast þess að starfsfólk búiyfir nægjan- legri almennri kunnáttu sem gerir því kleift að aðlaga sig breytingunum og færa sér þær í nyt. Annars er hætt við því að breytingar boði útskúfun af markaði, hvort heldur um er að ræða einstaklinga eða heilu fyrirtækin. Með tilkomu Prenttæknistofn- unar fyrir fimm árum var brotið blað. Pá var ráðist gegn stöðnun og við tók framfara- og umbrotaskeið þar sem menntamál hafa verið í brennidepli. Framhald iðnnámstilraunar Nú í haust rann út tveggja ára samningur milli Félags bókagerðarmanna, Samtaka iðnaðarins (áður Félags íslenska prentiðnaðarins), Prent- tæknistofnunar, Iðnskólans í Reykjavík og menntamálaráðuneytisins um kennslu í bók- iðngreinum. Ákveðið hefur verið að framlengja samninginn með sérstakri bókun til áramóta, en þá taki gildi nýr samningur, sem unnið verður að á næstu vikum. Mikilvægt er að hagsmunir nemenda séu hafðir að leiðarljósi við framhald tilraunarinn- ar, þannig að þeir líði ekki á nokkurn hátt fyrir þær breytingar sem þarf að gera, miklu frekar verða þeir að hagnast á þeim, sérstaklega þarf að huga að framtíðarhagsmunum nemend- anna. í sumar vann hópur á vegum Félags bóka- gerðarmanna og Samtaka iðnaðarins að því að móta sameiginlega stefnu varðandi iðnnámið í framtíðinni. Það er sérstaklega eftirtektarvert hversu forystumenn félaganna eru samstiga í menntamálum og auðveldar það mjög mikið starfið á þessum vettvangi. Samkvæmt sameiginlegri stefnu Félags bókagerðarmanna og Samtaka iðnaðarins þarf að hafa eftirfarandi markmið að leiðarljósi í þeirri vinnu sem framundan er við gerð nýs samkomulags um nám í bókiðngreinum: • Auka hæfni þeirra sem vinna núna við prentiðnað og skyldar greinar (eftirmenntun). Beina þarf starfsfólki í skipulagða eftirmenntun þar sem því gefst færi á að efla kunnáttu sína á þeim sviðum sem mikilvægust eru fyrir þróun prentiðnaðarins og starfsmöguleika þess. Meistaraskólinn er þar mikilvægur en ekki síð- ur önnur eftirmenntun. Eftirmenntun þarf að ná bæði til hins hefðbundna prentiðnaðar og útgáfuiðnaðarins í heild. Mikilvægt er að starfsmenn sjálfir hafi frumkvæði að því að afla sér eftirmenntunar, en bíði ekki eftir því að verða ýtt af stað. • Fá hæfara fagfólk úr iðnnámi, sem getur glímt við stöðugar breytingar. Sérstaklega þarf að huga að forsendum nem- anna til að glíma við stöðugar breytingar á tækni og starfsumhverfi. Það getur aðeins falist í meiri almennri menntun. Það er því lagt til að almennt nám verði aukið verulega í náminu. Einnig þarf að tryggja að iðnnámið sé ekki blindgata, heldur sé skilgreint eins árs nám til stúdentsprófs að loknu sveinsprófi fyrir þá sem óska að fara í háskólanám að því loknu. Leggja ber áherslu á að verklegt fagnám fari fram á vinnustöðum. • Fá einnig fólk með meiri menntun (t.d. tölvu-, tækni- og verkfræðinga) og gefa því kost á að læra iðngreinarnar. Jafnframt því að bæta iðnnámskerfið á fram- haldsskólastigi þarf nauðsynlega að fá háskóla- menntað fólk inn í iðngreinina sem hefur frek- ari forsendur til að takast á við breytingar og miðla þekkingu til samstarfsmanna. Útbúa þarf námsskipulag sem gerir háskólafólki kleift að læra prentun, bókband og prentsmíð án þess að þurfa að setjast á skólabekk með nemendum sem koma beint úr grunnskóla. Slíkt fagnám gæti verið hluti af námi þess í Háskólanum, eða viðbótamám eftir það. Auk þess þarf að auka framleiðni og við- bragðsflýti með aukinni sjálfvirkni og skil- virkara framleiðsluskipulagi, en það verður vonandi afleiðing ef það sem að ofan er talið tekst. Menntasetur Prenttæknistofnun flytur starfsemi sína í haust í menntasetur iðnaðarins við Hallveigarstíg 1, sem er steinsnar frá skrifstofum FBM við Hverfisgötu. Frá því starfsemi Prenttæknistofn- unar hófst í lok árs 1991 hefur hún verið til húsa í húsnæði Samtaka iðnaðarins við Háa- leitisbraut 58-60. Menntasetur iðnaðarins verður á jarðhæð Húss iðnaðarins, sem einnig er í eigu Samtaka iðnaðarins. Þar hefur í sumar verið unnið að því að innrétta skrifstofur og kennslustofur fyr- ir Prenttæknistofnun, Fræðsluráð málmiðnað- arins og fleiri. Ætlunin er að menntasetur iðn- aðarins verði miðstöð eftirmenntunar- og ann- arra menntamála iðnaðarins. Meðal þeirra sem verða þar með aðsetur verður landsskrifstofa Leónardó áætlunar Evrópusambandsins. Þegar 16 PRENTARINN 3/95

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.