Prentarinn - 01.09.1995, Blaðsíða 9

Prentarinn - 01.09.1995, Blaðsíða 9
einungis til á netinu, til að mynda sýndarfé, eða einfaldlega netfé. Heimilisfang einhvers á netinu er aftur á móti almennt kallað net- fang, en það byggist yfirleitt upp á netheiti viðkomandi, þá at-merk- inu, @, og síðan staðsetningu. Þannig hefur höfundur þessarar greinar netfangið amim@centr- um.is. Til að tengjast alnetinu þarf netfang og hægt er að kaupa sér aðgang hjá allmörgum aðilum hér á landi. Kostnaður er almennt í kringum 1.500 til 2.000 krónur í stofngjald, þá 1.000 til 2.000 kr. á mánuði í áskrift, en mjög er mis- jafnt hvort krafist er gjalds fyrir tengitíma. Þessu til viðbótar þarf svo að greiða gjald fyrir símtalið, en það er alltaf innanbæjargjald, þó verið sé að sækja upplýsingar á tölvu í suðurhöfum. Ekki þarf öfl- uga tölvu til að fara inn á netið, en tii að nota sér möguleika þess út í æsar, þar á meðal myndræn not- endaskil, verður tölvan að vera öflug og mótaldið, þ.e. tæki sem snýr skilaboðum tölvunnar í hljóm sem senda má um síma. Þannig geta allir sem eiga tölvu með 80286 örgjörva, eða Macintosh Classic og 2.400 bauda mótald tengst netinu og sótt sér upplýs- ingar í textaformi með aðstoð sam- skiptaforrits, til að mynda Telix eða Procomm. Vilji menn aftur á móti notfæra sér myndræn not- endaskil veraldarvefsins verður tölvan að vera 66 Mhz 80386 PC- samhæfð tölva með 14.400 bauda mótaldi, eða Macintosh LC með 14.400 bauda mótaldi hið minnsta. Þegar inn er komið getur notand- inn sent og fengið tölvupóst hvaðanæva úr heiminum. Einnig má tengjast ráðstefnum, sem eru þannig að viðkomandi finnur sér áhugahóp, skráir sig inn á hann og getur skipst á skoðunum við aðra áhugasama og svarað jafnóðum. Póstlistar eru einnig mikið notaðir, en þeir byggjast á áhugahóp sem skiptist á upplýsingum í pósti, þ.e. allir eru með sameiginlegt póst- hólf. Ríflega 1.500 umræðuhópar eru starfandi og bætist sífellt við. Alnetið er eins og stórborg þar sem finna má hvaðeina sem hug- urinn girnist ef þú á annað borð ratar, því engin umferðarmerki er þar að finna og engin umferðarljós og þar er engin löggæsla. Þetta stjórnleysi, sem flýtt hefur út- breiðslu kerfisins, gæti líka orðið þróunimii fjötur um fót því í straumi notenda inn á netið fljóta oft með óprúttnir tölvuþrjótar. Því er mikil umræða um öryggismál á netinu og hvemig megi best tryggja að notandi geti óhræddur farið inn á netið í leit að skemmtun og/eða fróðleik og átt viðskipti við þá sem honum þóknast án þess að eiga á hættu að lenda í klóm fjárplógsmanna eða þá að einhver tölvuþrjóturinn brjótist inn á tölvuna hans og steli póstin- um, eða þaðan af verra. Öryggis- málum hefur fleygt fram undan- farið og komið er á markað öflugt algrím, sem ógjörningur er að greiða úr. Alnet framtíðarinnar verður því vonandi stórborg þar sem tugmilljónir notenda geta ferðast um vel lýstar breiðgötur, bmgðið sér í verslanir, hlustað á tónlist eða horft á sjónvarp, lesið fræðibækur eða skemmtirit og öll- um er sama um litarhátt, trúar- eða stjórnmálaskoðanir eða kyn. Eins og jafnan í stórborgum geta ævintýraþyrstir leitað uppi myrka kima og skuggahverfi þar sem lýs- ingin er lítil eða engin og fáar göt- ur merktar, sumar meira að segja vitlaust - en hvenær sem er slökkt á tölvunni og horfið heim. pR[mmn3/9s 9

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.