Prentarinn - 01.09.1995, Blaðsíða 17

Prentarinn - 01.09.1995, Blaðsíða 17
menntasetrið verður fullbúið mun félögum FBM gefast kostur á að skoða það. Með því að koma upp menntasetri iðnaðar- ins er verið að reyna að samhæfa kraftana í menntamálum og samnýta ýmsa þjónustu. Mörg ný námskeid Meðal nýjunga hjá Prenttæknistofnun í haust eru námskeið sem varða Alnetið, eða Intemet- ið. Sérstakt námskeið verður um gerð heima- síðna og annað um upplýsingaleit á Alnetinu. Gríðarleg þróun á sér stað um þessar mundir á Alnetinu og þar felast örugglega tækifæri fyrir prentsmiðjur við hönnun heimasíðna. Ekki síð- ur mun möguleikum fjölga við hönnun ýmis- konar tölvu- og margmiðlunargagna og verður sérstakt námskeið í gerð margmiðlunarefnis með Director forritinu. Þar er hægt að hanna útgáfuefni með texta, hljóði, ljósmyndum, teikningum og myndbandsupptökum. Af öðrum nýjungum má nefna sérhæfð Word ritvinnslunámskeið, eitt fyrir félagsmálafólk og annað um frágang ritgerða og skýrslna. A dagskrá er nýtt námskeið um lita- og ljós- fræði, þar sem aðalkennari verður Gísli Jónsson prófessor við Háskóla íslands. Það er langþráð námskeið fyrir þá sem hafa verið að þreifa sig áfram varðandi litrófsmælingar, en Gísli hefur stundað rannsóknir á því sviði, þótt þær tengist ekki prentiðnaði beint. Á því námskeiði mun Haraldur Blöndal einnig leiðbeina um þá þætti ljósfræðinnar sem snerta prentvinnsluna beint. Auk þess er boðið upp á námskeið í gæða- stýringu í prentun 1, en það hefur áður verið haldið nokkrum sinnum við góðar undirtektir. Gæðastýring í prentun 2 verður haldið eftir áramót. Námskeið um brot og brotvélar verður á dagskrá að nýju. Það er sérstaklega ætlað bók- bindurum en þó ekki síður þeim sem vinna við móttöku verkefna og framleiðsluskipulagn- ingu. Námskeið urn rippatækni og PostScript verður sömuleiðis haldið. Haft var á orði hjá þátttakendum á því námskeiði í vor að þar væri á ferðinni námskeið sem prentsmiðir þyrftu helst allir að fara á. Sölvi Olafsson telur rippanámskeiðið eitt besta námskeið Prent- tæknistofnunar, en hann hefur verið ötull að sækja námskeiðin. Kristinn Kristinsson er leið- beinandi. Að sjálfsögðu verður haldið áfram með vin- sæl tölvunámskeið varðandi notkun Quark- XPress, FreeHand og Photoshop forritanna. Loks má nefna að áfram er í boði grunnnám- skeið í Macintosh tölvunotkun og einnig stutt upprifjunamámskeið i Macintosh skjalavistun. Fyrr í haust var haldið námskeið á Akureyri í tölvuumbroti og tölvuteiknun. Prenttæknistofnun á Alnetinu Prenttæknistofnun hefur um nokkurt skeið ver- ið með heimasíðu á Alnetinu, þar sem hægt hefur verið að fá ýmsar upplýsingar um stofn- unina og námskeið á hennar vegum. Heimasíð- an hefur nú verið endurbætt og miklum upp- lýsingum bætt þar við. Nú er hægt að skrá sig á námskeið á Alnetinu, kaupa námsbækur og lesa fréttir og skýrslur varðandi prentiðnað. Þama er hægt að fá upplýsingar um iðnnám og nám til meistaraprófs. Ekki síst er hægt að tengja sig við aðrar heimasíður tengdar prent- iðnaði og útgáfu vítt um heim. Þar á meðal er hægt að komast á heimasíður sem fjalla um for- rit á borð við QuarkXPress, FreeHand og Photoshop og fylgjast þar með umræðum, sækja sér viðbætur og uppfærslur á forritunum og leita lausna á vandamálum. Einnig eru teng- ingar við prenttæknistofnanir, tölvutímarit og sérstakar tengingar em varðandi fréttir og blaðamennsku. Apple umboðið hefur sýnt Prenttæknistofn- un þann stuðning, að hýsa heimasíðuna. Slóðin er: http://www.appie.is/thjonusta. Hægt er að senda Prenttæknistofnun tölvupóst frá heima- síðunni, en einnig með sérstökum tölvupóst- forritum. Netfangið er prent@centrum.is. Starfsmenntafélagið Undanfama mánuði hefur verið unnið að því að mynda víðtækt samstarf félaga og samtaka atvinnulífs, skóla og annarra menntastofnana, sem vinna að starfsmenntamálum eða vilja láta starfsmenntamál sig varða. Ákveðið hefur ver- ið að stofna Starfsmenntafélag þessara aðila. Tilgangur félagsins er að stuðla að framfömm í starfsmenntamálum með aukinni samvinnu fé- lagsmanna. Starfsmenntafélagið mun starfa á gmndvelli einstakra verkefna, þannig að þeir félagar sem vilja vinna að ákveðnu máli taka sig saman og mynda um það formlegt verkefni með verkefn- isstjórn. Starfsmenntafélagið mun einu sinni á ári halda starfsmenntaþing og fulltrúaráðsfundi a.m.k. fjórum sinnum á ári. Á starfsmennta- þingi hefur hver félagi eitt atkvæði, en fjöldi fulltrúa frá hverjum félaga er ekki takmarkað- ur. Þessir fundir og þing eru ekki síst til að kanna möguleika á samstarfi félaga um mis- munandi verkefni og auka gagnkvæman skiln- ing þeirra á þörfum og aðstæðum. Eðlileg sam- skipti eru forsenda þess að gott samstarf sé á milli manna úr ólíkum greinum starfsmennta- kerfisins. Margir hafa þegar tekið ákvörðun um að gerast félagar í Starfsmenntafélaginu, þar á meðal er Prenttæknistofnun, Félag bókagerðar- manna, Samtök iðnaðarins, Samband iðn- menntaskóla og fjölmargir starfsmenntaskólar. Auk þess verður Samment aðili að félaginu, en þannig munu skapast tengsl við t.d. Leónardó áætlun Evrópusambandsins. Því miður hafa forystumenn í Alþýðusambandinu sýnt þessu frumkvæði tortryggni og jafnvel algjöra and- stöðu. Eftir að hafa kynnst vinnuaðferðum og viðhorfum á þeim bæ get ég með góðri sam- visku lýst yfir fullkominni andstöðu minni við þær hugmyndir að FBM gangi til liðs við ASÍ. Með því að FBM og Prenttæknistofnun hasli sér völl innan Starfsmenntafélagsins munu áhrif félagsins varðandi menntamál verða margfalt meiri og víðtækari heldur en nokkru sinni með aðild að ASÍ. Kynning á iðnnámi I samstarfi samtaka atvinnulífs, nokkurra iðn- greina, fræðsluskrifstofu Reykjavíkur og menntamálaráðuneytis er unnið að kynningu á iðnnámi í grunnskólum landsins. Gengur þessi áætlun undir heitinu INN, iðnaður, nýsköpun, nemendur. I fyrstu verður dreift 10-12 bækling- um um jafn margar iðngreinar í alla grunn- skóla landsins. Af bókiðngreinum var ákveðið að bókband skyldi verða fyrir valinu og kynnt sérstaklega, vegna þess að þar vantar helst nemendur. Ef INN verkefnið fær hljómgrunn verður haldið áfram á næstu árum og fleiri iðn- greinar kynntar. Markmiðið er að vekja áhuga fleiri nemenda á iðnnámi. PRENTARINN 3/95 17

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.