Prentarinn - 01.09.1995, Blaðsíða 26

Prentarinn - 01.09.1995, Blaðsíða 26
Málefni atvinnulausra í Danmörku Ásmundur Hilmarsson Atvinnuleysi hefur verið viðvarandi í Danmörku síðan 1974. íhverri hagsveiflu upp á við fá færri vinnu en misstu í niðursveiflunni á undan. Nú eru meira en 300.000 manns atvinnulausir eða milli 10-13% vinnufærra manna. í framleiðslu fækkar störfum hraðar en ný störf verða til í verslun, þjónustu og þekkingariðnaði. Framleiðsla styðst við flóknari tækni en áður. Verslun, þjónusta og þekkingariðnaður þarfnast annars hugarfars, fæmi og kunn- áttu en framleiðsla. Þekking og færni dugar skemur en áður. Grunnmenntun, endur- menntun, viðbótarmenntun, verk- menntun og umskólun er ekki lengur æskileg heldur nauðsynleg fyrir alla verkfæra hvort sem þeir em í starfi eða án starfs.. Atvinnulaus þarf sérsniðna úr- lausn. Atvinnuleysi er hópein- kenni en ástæðan fyrir því og leið- in út úr því hefur séreinkenni. Atvinnulaus þarf að fá verðug viðfangsefni sem fyrst. Atvinnu- leysi er slæmt en iðjuleysi afleitt. Því lengur sem það stendur því torleystara verður það. Atvinnuleysisbætur eiga ekki að vera framfærslueyrir í iðjuleysi heldur laun fyrir verðug viðfangs- efni. Atvinnuleysistryggingar í Danmörku I Danmörku eru 36 sjóðir launa- manna en 2 sjóðir sjálfstæðra at- vinnurekenda. Lágmarksfjöldi sjóðfélaga er 5.000. Formlega séð er ekki skylduaðild að atvinnu- leysistryggingum en þó eiga 2.300.000 aðild að þeim. Aðild að stéttarfélagi er ekki skilyrði fyrir tryggingu- Iðgjöld Launafólk greiðir 6,98 x 509 dkr. sem eru hámarksdagpeningar. Sam-tals 3.552 dkr. á ári. Sjálfstæð- ir atvinnurekendur greiða 8,11 x 509. Samtals 4.128 dkr. á ári. Mót- framlag kemur frá atvinnurekend- um og ríkissjóði. fíéttur til aðildar Allir á aldrinum 16-65 ára, em í starfi eða hafa lokið minnst 18 mánuða starfsnámi. Sjálfstæðir at- vinnurekendur svo og þeir sem stunda vinnu við sjálfstæðan rekstur maka síns eiga einnig rétt til aðildar að ahdnnuleysistrygg- ingum. Bótaréttur Réttur til bóta fæst eftir eins árs aðild og nær allt til 67 ára aldurs. Bótarétthafi verður að hafa unnið minnst 26 vikur á síðustu 3 ámm. Hann verður að vera skráður at- vinnulaus og í atvinnuleit hjá vinnumiðlun. Bótarétti er skipt í tvö tímabil, það fyrra 4 ár en það síðara 3 ár, eða samtals 7 ár. Bætur em 90% af tekjum sl. 3 mánaða þó að há- marki 509 kr./dag, 2.545 kr./viku eða 132.849 kr./ári. Ný vinnumarkaðsstefna Þrennt vekur einkum athygli í nýrri vinnumarkaðsstefnu Dana. Fyrst er að nýja vinnumarkaðs- stefnan beinist bæði að þeim sem em í vinnu og þeim sem eru í at- vinnuleit. Nám fyrir fólk í vinnu og fólk án vinnu er áberandi þátt- ur í nýrri vinnumarkaðsstefnu Dana. Langtímamarkmið er að fjölga „námssætum" í almennri menntun og í eftirmenntun um 60.000. Annað er að atvinnulausir em ekki lengur skilgreindir sem hópur með sömu aðaleinkenni heldur sem einstaklingar með sérein- kenni, sérþarfir og sérstakar óskir. I þriðja lagi er markmið að at- vinnuleysisbætur verði ekki ein- göngu framfærslueyrir lengur en í 3 ár. Aformað er að atvinnulausir hefji sem fyrst undirbúning að því að komast í vinnu. Atvinnuleysisbætur eru greidd- ar lengst í 7 ár. Eftir það á atvinnu- laus rétt á framfærslu sveitarfé- lags. Annars gefur launavinna í eitt ár rétt til atvinnuleysisbóta aft- ur. Bótatímabilinu er skipt í Nennt; fyrri hluti í 3 ár og seinni hluti í 4 ár. fíéttindi á fyrra bótatímabili (4 ár) Eftir 3 mánuði eiga atvinnulausir rétt á sérsniðinni áætlun sem hent- ar getu þeirra, vilja og óskum. Samningur er gerður milli þeirra og vinnumiðlunar. Hann felur í sér það sem hvomm samningsaðila um sig ber að gera til þess að reyna að forðast iðjuleysið. Nám og vinna er meðal þess sem getur verið í samningnum. Ef vinnu- miðlun finnur vinnu við hæfi ber viðkomandi að taka hana. Eftir 5 mánuði eiga atvinnu- lausir rétt á að reyna sig í sjálf- stæðum rekstri í 2,5 ár. Atvinnu- leysistryggingasjóður sjálfstæðra atvinnurekenda greiðir þeim 50% af atvinnuleysisbótum þeirra á meðan. A sama tíma og umsækj- andi reynir fyrir sér í atvinnu- rekstri er honum heimilt að hafa allt að 27.500 dkr. árstekjur fyrir launavinnu. Allar tekjur umfram það em dregnar krónu fyrir krónu af atvinnuleysisbótunum. Vinnu- miðlun býður honum ekki vinnu á meðan hann er að spreyta sig. Eftir 12 mánuði á atvinnulaus rétt á því að fé renni til atvinnu- rekanda sem sá atvinnulausi hefur gert árs samning við um starfs- þjálfun. Á meðan á starfsþjálfun- inni stendur fær sá atvinnulausi ekki atvinnutilboð frá vinnumiðl- uninni. Atvinnulaus getur gert samning til eins árs um svokallað „Mimi- orlof" þar sem hann fær ekki til- 26 PRENTARINN 3/95

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.