Prentarinn - 01.09.1995, Blaðsíða 20

Prentarinn - 01.09.1995, Blaðsíða 20
öðrum, sem ég kynntist. Það er sænski karlafræðarinn Göran Wimmerström. Ég hlustaði á fyrir- lestur hans „Ólétti pabbinn" og varð yfir mig hrifinn af því hvem- ig og hvað hann er og hefur fram að færa. Ég vildi fá hann til íslands og það varð úr. Hann kom hingað á mínum vegum í sumar og heill- aðist upp úr skónum. Hann hélt fyrirlestur í karlahópnum sem ég er í og hann varð mjög hrifinn af því sem þar fer fram. Við Göran erum búnir að leggja grunn að vináttu og viðskiptasamstarfi sem ég trúi að endist út lífið. Ég er til dæmis ákveðinn í því að feðra- fræðslan sem hann hefur byggt upp í Svíþjóð verði einnig sett í gang hér á Islandi. Og þegar þetta er skrifað er Göran aftur kominn til landsins sem helsta skrautfjöðr- in í átaksviku karlanefndar jafn- réttisráðs „Karlar gegn ofbeldi". En hvað fékk ég persónulega út úr því að sækja karlaráðstefnuna Nordisk Fomm í Stokkhólmi? Ég fékk að kynnast Stokkhólmi í fyrsta sinn. Ég kynntist íslending- um sem hafa sama áhugasvið og ég. Vinátta mín við minn besta vin, Jóa, styrktist enn betur og ég lagði grunn að nýrri vináttu við bæði karla og konur sem ég hlakka til að rækta enn frekar. Eg áttaði mig á því að karlastarfið sem ég hef átt þátt í að byggja upp hér heima með vinum mínum er í fremstu röð á Norðurlöndum og þá vænt- anlega í heiminum öllum, en það styrkti sjáfsvirðingu mína mikið. Ég uppgötvað líka að þessir sömu hlutir eru að gerast meðal karla úti um allan heim og mér finnst frá- bært að vera hluti af þessari vakn- ingu. - Ég er að gera það sem ég vil! - Og reyndar er ég nýbúinn að uppgötva að það sem við karl- arnir erum nú loksins að gera, virðast konur hafa stundað um áratuga skeið. Margrét og Birgir í kaflihléi milli dagskrárlida. Ég vil að lokum þakka Margréti Friðriksdóttur í stjóm FBM fyrir að herja í gegn styrk til fararinnar. An þess hefði ég látið þessa ráðstefnu fara fram hjá mér. Og sömuleiðis fagna ég þeim skilningi sem stjóm FBM sýnir á jafnréttismálum, með- al annars með því að samþykkja þennan stuðning. JÓHANNES EGGERTSSON Afhverju karlarádstefna? Á síðustu áratugum hefur heimur- inn breyst mikið, mannlífið hefur færst úr sveitum í bæi og borgir. Hlutverkaskipting karla og kvenna hefur gerSreyst, með fullri þátttöku kvenna í atvinnulífinu. Staða karlmannsins hefur breyst mikið, frá því að hann sá um að afla aðfanga fyrir heimilið og kon- an að vinna úr þeim og sinna heimilishaldi. Karlmaðurinn tók virkan þátt í uppeldi bama eftir að þau höfðu aldur til að fylgja honum eftir við sveitarstörfin. Segja má að þjóðfélagið sé rétt að fóta sig í breyttum heimi. Kon- ur krefjast jafnréttis til fulls á við karlmenn, en þrátt fyrir fögur fyr- irheit karla virðist einhver tregða vera þar fyrir hendi. Vita karl- menn almennt hvað það er sem þeir vilja? Það hefur í það minnsta ekki farið mikið fyrir umræðu um það á opinberum vettvangi. Hvernig líta karlmenn á stöðu sína í nútíma þjóðfélagi? Hvað finnst körlum um það þegar kona er tek- in fram yfir þá í stöðuveitingum? Hvað finnst körlum um það að vinna undir stjóm konu? Hvað finnst körlum um það að taka þátt í heimilishaldi, vaska upp, skúra, skipta um bleyju á ungbami? Þetta eruþættir sem karlar eru nýbyrj- aðir að taka þátt í og læra það af konum. Er erfitt fyrir karlana að gera þetta, finnst þeim að þeir séu að brjóta odd af oflæti sínu? Er jafnréttið allt „á kostnað karla" eða er það leið til farsælla lífs? Þetta eru allt þættir sem tala verður um, draga tjöldin frá og fá umræðuna upp á yfirborðið. Norræna karlaráðstefnan í Stokkhólmi er stærsta skrefið sem stigið hefur verið til þess að opna umræðu um stöðu karla og var hún mjög fróðleg. Þar sýndi sig að karlar em að vakna til vitundar um þessi mál og unnið er fmm- herjastarf á þessum vettvangi á öllum Norðurlöndunum. Á ráðstefnunni vöknuðu margar spumingar. Hvað felst í jafnrétti milli kynja í ljósi þess hvað maður og kona eru ólík, ekki aðeins lík- amlega, heldur einnig hugarfars- lega? Hvaða áherslur hefur karl- maðurinn í sambandi við uppeld- ið, leggur hann meiri áherslu á að að sýna bömunum umhverfið og leika við þau, heldur en að sýna þeim hreina umhyggju? Hvernig gengur karlmanninum að takast á við störf í fyrrum höfuðvígi kon- unnar, heimilinu? Vinnur hann þar undir verkstjóm konunnar, eða eftir eigin höfði? Á ráðstefnunni komu einnig fram þær staðreyndir að sjálfsmorðstíðni karla er marg- föld á við kvenna, ofdrykkja er mun meira vandamál hjá körlum og slysatíðni margfalt meiri. Bend- ir þetta ótvírætt til þess að karl- menn eigi erfiðara með að ná fót- festu í lífinu. Á ráðstefnunni sameinuðu menn reynslu sína og andinn sem þar ríkti benti til þess að þama hafi verið stigið fjTsta skrefið af mörgum og mikill hugur í mönn- um um áframhaldandi samstarf. Ég vil að endingu þakka FBM veittan stuðning til fararinnar. 20 PRENTARINN 3/95

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.