Prentarinn - 01.09.1995, Blaðsíða 25

Prentarinn - 01.09.1995, Blaðsíða 25
kom pappaband með svo- kölluðum frönskum saum, ásamt límlausu bandi sem ætlað er fyrir t.d. handrit. Ein gerð þess kallast Limp Vellum, en Vellum er það heiti pergaments sem ætlað er fyrir bókband en Parch- ment til skriftar. Vellum er aðallega gert úr kálfskinni, einnig geitarskinni, en pergament úr sauðskinni. Hefðbundið Vellum- band var einnig tekið fyrir og bókasafnsband í buckram og önnur í hálf- skinn með stífum kili (skinnið límt beint á kjöl- inn). Eins og nafnið bendir til, var þessi gerð banda hönnuð fyrir bókasöfn og þá lögð einungis áhersla á styrkleika og endingu á kostnað útlitsins. Bækumar em því saumaðar á bendla sem enda á milli tveggja samlímdra spjalda. Sterk saurblöð em notuð og enginn kjölkragi, en innanbrotin á kjalarendum styrkt sérstaklega. Skinnbandsgerðin er gömul aðferð sem hentar ekki lengur þar sem erfitt er að ljósrita úr þeim. Nýrri gerð er alklædd buckram með svokölluðum bókasafnshomum. Fjórar bækur í alskinn þurfti að vinna, þrjár af þeim í geitarskinn eftir nútímahönnun. Þær vom saumaðar á bendla innfellda gegnum spjöldin, handsaumaða kjölkraga og með mál- uðum sniðum eða grófri gyllingu. Kjölur og hliðar skreytt eftir eigin teikningu með inn- felldu skinni og blaðgyllt. Fjórða alskinnsbókin var sett í kálfskinn eftir átjándu til nítjándu aldar stíl. Það var eina bókin þar sem sagað var fyrir uppi- stöðuböndum í kjölinn sem voru samt dregin gegnum spjöldin. Þessa bók þurfti að sniðgylla, handsauma kjölkraga og skreyta með mikilli blaðgyllingu. Ennfremur batt ég eina bók í springkjalar- band þótt það hafi ekki verið eitt verkefnanna. Aðeins eina bók gyllti ég með lausaletri, allar aðrar með handletri (einn staf í einu). Aldrei er notaður lauskjölur á venjulegt Guildíord skólinn. band, fyrir utan bindi, heldur er notaður kjal- hólkur sem bókbandsefnið er límt á. Veitt var kennsla í viðgerðum á shirtings- bandi og kálfskinnsbandi og pappírsviðgerð- um, sem var hreinsun, afsýring, styrking og nokkrar aðferðir við lagfæringu og uppfyll- ingu. Það eina sem hægt var að kalla bóklegt nám voru tveir tímar á viku í efnafræði, en þá var nákvæmlega (of nákvæmlega) farið í gegnum eðli pappírs, líms og annarra efna sem tengjast bókbandinu. Öllum verkefnunum þurfti að ljúka á viðun- andi hátt til að geta útskrifast með Diplom skír- teini. Einnig þurfti að skila ca 4-5.000 orða rit- gerð um einhverja hlið bókbandsins. Nokkrar ferðir voru farnar til fræðslu í verk- smiðjur. í skoðunarferð til Fine Cut, sem fram- leiðir gyllingarverkfæri, nefndi verkstjórinn ís- lenskt letur sem dæmi um það furðulega letur sem þeir þyrftu að gera. Hann roðnaði þegar honum var sagt að Islendingur væri viðstaddur. Einnig var farið til William Cowley, sem framleiðir pergament og til Harmatan, sem framleiðir Oasis skinn. Eftir að hafa skoðað síðamefndu verksmiðjuna og keypt nokkur skinn með góðum afslætti, tók eigandinn allan hópinn heim til sín í kaffi og kökur og tókst þannig að tryggja sér framtíðarviðskiptavini. Nokkrar bókbandssýningar sá ég í London og var ein þeirra á bókum sem bókbandsfélag (Designer Bookbinders) hafði sent til allra Evrópulanda og fengið bestu bókbindarana frá hverju landi til að setja í band og var ein frá Eggerti Isólfssyni í Odda. Við lok námsins voru verk nemendanna sett á opna sýningu í skólanum og voru þá afhent nokkur verðlaun, en aðalverðlaunin voru bikar ásamt £100 vöruúttekt hjá Fine Cut fyrir bestu gyllinguna. Að lokum flyt ég ósk frá Lester Capon, sem stjómar bókbandsdeildinni og er eini fasta- kennarinn, að fleiri Islendingar komi til náms í Guildford College. PREHTARINH 3/95 25

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.