Prentarinn - 01.09.1995, Síða 8

Prentarinn - 01.09.1995, Síða 8
Internetið fyrir prentsmiði Arni Matthíasson Alnetið eða Internetið varð til um miðjan sjö- unda áratuginn þegar frammámenn í banda- ríska hernum og í menntakerfi lögðust á eitt um að búa til tölvunet sem lifað gæti afhörmungar eins og stríð og illviðri. Netið, sem fékk heitið Arpa- net, var þannig saman sett að hver tölva var sjálfstæð innan netsins og hafði ekki áhrifá hana þó aðrar dyttu út, upplýsingum var öllum skipt ípakka sem sendir voru þá leið sem var fær hverju sinni og ekki endilega allir sömu leiðina. Helsti kosturinn að mati hönnuða netsins var svo að þar var eng- in miðstöð eða móður- tölva sem stýrði öllu og því engin leið að hafa stjórn á netinu. Með tímanum breyttist Arpanet í Intemet, eða alnet, og varð smám saman helst verkfæri skóla og rannsóknarstofa. Fyrir fáum ámm var alnetið svo opnað fyrir alla og notendum hefur fjölgað með ógn- arhraða, svo ört reyndar að alnets- fræðingar spá því að um aldamót verði alnetsnotendur ríflega 200 milljónir. í takt við þessa öru þróun al- netsins hefur orðið til fyrirbæri sem kallast veraldarvefurinn, World Wide Web, og aukið hefur vinsældir alnetsins til muna. Ver- aldarvefurinn byggist á mynd- rænni framsetningu upplýsinga, þ.e. í stað þurrar upptalningar má sem hægast fella inn í textann myndir og teikningar, hljóð og hljóma og í seinni tíð hreyfimyndir og þrívíddarmyndir. Margir hafa mglað þessu tvennu saman, alneti og veraldarvef, en ef til vill mætti að- greina þetta sem svo að alnetið sé vegakerfi, en ver- aldarvefurinn umferðin á vega- kerfinu. Veraldar- vefurinn byggist meira og minna á svonefnd- um heimasíðum, þ.e. á tölvu úti í bæ er skjal sem í em upplýsingar, mynd eða hreyfi- mynd, hljóð eða eitthvað álíka sem viðkomandi getur lesið, skoðað eða heyrt á sinni tölvu. Á slíkri síðu er alvanalegt að efnistengsl séu við aðrar síður, þ.e. þar er slóð á aðra heimasíðu. Alnetinu má líkja við gríðarstórt bókasafn þar sem hvaðeina má finna, en þeir sem ekki þekkja flokkunarkerfið geta lent í hremm- ingum við að finna það sem þeir leita að. Þannig fer oft mikill tími, sérstaklega fyrir byrjendur, í að leita að upplýsingum á netinu, sér- staklega ef menn ekki vita að hverju þeir leita. Þó má finna fjölmörg leitartól til að auka sér leti, einna best er Yahoo miðstöðin, sem er einskonar söfnunar- og flokkunar- stöð fyrir heimasíður. Það hefur svo sjáfsagt ekki farið framhjá neinum að á alnetinu má finna klám, sé vel að gáð. Það var og vart komist hjá því að það kæmist þar inn eins og annað mannlegt og þrátt fyrir yfirlýsingar ráðamanna um að þetta verði stöðvað, er ein- faldlega ekki hægt að stöðva klám á alnetinu, frekar en einræðis- stjómir í fran eða Kína geta stöðv- að æsingaskrif stjómarandstæð- inga og lýðræðissinna. Eins og get- ið er í upphafi er aðal alnetsins að það lýtur * i P engri f stjóm, það er enginn sem getur lokað netinu. Við fyrstu sýn gæti virst sem alnetið sé ógnun við prentverk, því helstu alnetsspá- menn hafa verið iðnir við að boða að það muni leysa flesta aðra miðla af hólmi, þá helst dagblöð. Álíka spá- dómar hafa komið fram, til að mynda þegar útvarpið kom til sögunnar og síðan sjónvarpið, en ekki ræst enn. Allar kannanir und- anfarin misseri benda þó til þess að lestrarkunnáttu fari hrakandi meðal ungmenna, og þannig er svo til að mynda komið fyrir ung- mennum í Danmörku að full 10% þeirra eiga í verulegum lestrar- erfiðleikum þegar komið er í menntaskóla og önnur 10% eiga erfitt með að skilja samfelldan texta. Þetta birtist meðal annars í því að ungmenni lesa helst ekki dagblöð og þá er skammt í að bóklestur fari halloka nema þá á myndasögum. Þetta er þróun sem ekki er hægt að stöðva að fullu og alnetið á eftir að leggja sitt af mörkum í þeim at- gangi. Bókagerðarmenn geta fundið allmargt við sitt hæfi á netinu, ekki síst faglegt, og þannig má finna á alnetinu heimasíðu ís- lenska prentmiðlarans, en mark- mið hans er að sameina sem flest fyrirtæki í íslenskum prentiðnaði rrndir einn hatt á netínu, ásamt öðrum þeim aðilum sem tengjast prentun og prentverki á einhvem hátt, útgáfufyrirtæki, auglýsinga- stofur, hönnuði o.fl. Þar má einnig finna efnistengsl á ýmsa staði sem tengjast prentgeiranum. Slóðin þangað er http://www.print.is. Þá er Prenttæknistofnun einnig með heimasíðu með fjölmargar tengingar, þ. á m. við Quark (QuarkXPress), Macromedia (FreeHand) og Adobe (Photoshop). Slóðin er http://www.apple.is/tjhonusta. Líkt og önnur tölvutækni sem flutt er inn frá Bandaríkjunum eru helstu heiti sem snerta alnetíð á ensku, enn sem komið er að minnsta kosti. Mikið er um allskyns skammstafanir, til að mynda IP, sem þýðir Intemet Protocol, eða Intemet samskipta- reglumar, en einnig er iðulega nefnt TCP, eða Transmission Control Protocol, sendingarstjóm- arreglur, og svo er allt hitt, URL, FTP, Telnet, ELM, FAQ og svo mætti lengi telja. Islensk orð eru smám saman að vinna sér sess, og þannig hafa komið fram ýmsar tíl- lögur um svo framandleg fyrir- bæri sem virtual money eða hvað kalla megi peninga sem séu í raun 8 PRENTARINN 3/95

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.