Prentarinn - 01.09.1995, Blaðsíða 23

Prentarinn - 01.09.1995, Blaðsíða 23
félagsins þ. 1. þ.m. Mér er það ómögulegt, að vera í félagi, sem leyfir meðlimum sínum að koma fram á fundi eins og gerðist á síðasta fundi. Með því að raddir heyrðust samþykkja það, sem þó var svo gagnstætt rétti og sann- sýni, á þessum fundi, og félagið enga yfirlýs- ingu hefir samþykt á móti árásunum gegn mér, frá þeim eina fundarmanni, sem um er að ræða, þá get ég enn ekki skoðað það öðru- vísi en að félagið í heild sinni sé honum sam- dóma. Skyldi það koma nægilega í ljós, að svo sé ekki, þá væri auðvitað öðru máli að gegna. En undir þessum kringumstæðum segi ég svo skilið við félagið, óskandi því góðs gengis og heilla. Reykjavík, 4. apríl 1900. Davíd 0stlund. P.S. Ef svo er, að ég skulda nokkuð félaginu, geri gjaldkeri svo vel að láta mig vita, og skal pað í pví tilfelli verða borgað. D.0. [Eigi er mér kunnugt um hvers vegna Davíð ritar nafn sitt að dönskum hætti - IRE] FÉLAG ÍSLENZKRA FRENTSMIÐJUEIGENDA PRENTVERÐSKRA öILDIR FRÁ í. JÚLl 1934 Er formaður félagsins hafði lokið lestri bréfs- ins barst honum eftirfarandi tillaga frá Guðjóni Einarssyni: „Hið íslenzka prentarafélag lætur í ljósi óánægju sína yfir þeim ummælum hr. Gunnlaugs O. Bjarnasonar á síðasta fundi um hr. D. Ostlund, að hann hafi verið félaginu óþarfur maður. Það skoðar þessi ummæli töluð í fljótfærni, og krefst þess af viðkomanda, hr. D. Ostlund, að hann láti eigi félagið gjalda þeirra, þar eð það álítur sér óviðkomandi orð ein- stakra manna á fundum eða utan þeirra, og skoðar sig ekki með þögninni eiga neinn þátt í þeim." Var tillaga þessi síðan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum en fundarmenn voru 10 alls. Davíð Östlund þurfti því ekki að segja sig úr félaginu. Að því búnu hófust allmiklar umræður um áhrif undirboða verka á störf prentara. Þorvarður Þorvarðarson, er síðar varð for- stjóri Gutenbergsprentsmiðju er prentarar stofnuðu 1904, áleit að niðurfærsla Östlunds væri ekki meiri en svo, að aðrar prentsmiðjur gætu sér að skaðlausu prentað fyrir sama verð og hann. Östlund léti sér aðeins nægja minni ágóða en hinir. Þórður Sigurðsson áleit að mikil undirboð á verkum hefðu illar afleiðingar í för með sér fyr- ir prentara. Miklar líkur taldi hann á því að laun prentara yrðu sett niður í kjölfarið. Fleiri prentarar tóku til máls. Hölluðust flest- ir að þeirri skoðun, að niðurfærsla mundi verða prenturum fremur til ills en góðs. Frjáls samkeppni Fleiri prentsmiðjueigendur en Östlund gripu til þess ráðs að lækka prentverð til að laða að við- skiptavini. Prentsmiðjueigendur reyndu að spyma við fæti, en það reyndist örðugt þegar þeir höfðu engin samtök með sér. Félag ís- lenskra prentsmiðju-eigenda var stofnað 9. október 1920. Eitt helsta takmark samtakanna var að hindra undirboð. 12. gr. félagslaga segir: „Tilgangur félagsins er að vinna á móti allri ósæmilegri samkeppni og koma á samstarfi meðal allra prentsmiðja landsins ..." Felst það m.a. í því „að koma á samræmi í rekstri prent- smiðjanna út á við, bæði verðlagi á prentun og öðm, og vinna á móti því, að nýjar prentsmiðj- ur séu settar á stofn á óheilbrigðum grundvelli og að nokkur verk séu leyst af hendi án hæfi- legs hagnaðar." í því skyni gaf félagið út Prentverðskrá, er prentsmiðjueigendur tóku mið af við verðút- reikninga. Var hún í fullu gildi allt til ársins 1989 er hún var afnumin af stjóm Félags ís- lenska prentiðnaðarins. Þrátt fyrir samtök prentsmiðjueigenda og prentverðskrána tíðkuðust undirboð á verkum allar götur til okkar daga. Hvemig má annað vera því undirboðin em kennileiti frjálsrar samkeppni. Skriðu er hrundið af stað með því að einn prentsmiðjueigandi býður viðskiptavinum lægra verð fyrir þjónustu sína um stundarsakir til að bæta samkeppnisstöðuna. - En hannbýr ekki á eyðieyju. Því fylgja aðrir prentsmiðju- eigendur á eftir og verðið þokast niður á við, eða þá að það hækkar ekki í samræmi við hækkun ýmissa framleiðsluþátta. Af þessu leiðir að brýn þörf er á að hagræða í rekstri: af- kastaaukandi tækninýjungar em teknar í notk- un, starfsmönnum er fækkað til að draga úr launakostnaði, sérhver þáttur framleiðslunnar er endurskipulagður o.s.frv. Dansinn heldur áfram eins og í Hmna forð- um þar til svo mörg fyrirtæki verða gjaldþrota að nokkur öflug fyrirtæki ná svo styrktri stöðu á markaðnum að þau geta þokað verði prent- verka upp á ný. Eða þá að efnahagslífið verði svo blómlegt að verðlag hækki. Ólíklegt tel ég að slík þróun eigi sér stað á íslandi í náinni framtíð, þannig að umræðan um undirboð mun lifa enn um sinn. Stuðningsrit: l.fundargerð Hins íslenzka prentarafélags, 4. apríl 1897-17. september 1905. Ingi Rúnar Eðvarðsson: Prent eflir mennt: Saga bókagerðar frá upphafi til síðari hluta 20. aldar. Hið íslenska bókmenntafélag, 1994. PRENTARINN 3/95 23

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.