Prentarinn - 01.09.1995, Blaðsíða 7

Prentarinn - 01.09.1995, Blaðsíða 7
bókagerðarkvenna í nálægri framtíð. Fundar- konur ákváðu að gera slíka ráðstefnu að veru- leika með lifandi jafnréttisbaráttu innan félag- anna. Einnig liggur fyrir að virkja konur á hin- um Norðurlöndunum og sýna þeim fram á að samstarf eins og ísland og Noregur eru að hefja getur verið árangursríkt og af hinu góða. Þetta er áskoran til okkar allra innan FBM og ég vona að sem flestar taki henni og mæti á stofnfund íslenska kvennahópsins sem áform- að er að halda bráðlega. Islenskar bókagerðar- konur þurfa svo sannarlega á því að halda að standa saman og styðja hver aðra. Það er kom- inn tími til að við tökum málin í okkar eigin hendur. Verkalýðs- og jafnréttisbarátta er líka í verkahring okkar sem á gólfinu stöndum, hættum að láta toppana ákveða hvaða málefni era mikilvæg og hver ekki, á meðan er alveg víst að kvennamálin verða alltaf útundan! Lát- um orð Sæmundar formanns á mánudagsfund- inum verða okkur hvatning að öflugu jafnrétt- isstarfi innan FBM: „Ég lofafullum stuðningi FBM við petta starfog vona að pið virkið aðrar pjóðir til samstarfs." Um gestrisni landans... Við íslensku gestgjafamir reyndum að vera ekki eftirbátar formæðra okkar hvað varðar gestrisni og góða siði. Þess vegna lögðum við okkur allar fram um að láta gestum okkar ekki leiðast á meðan á vikudvöl þeirra stóð. Að loknum fundarsetum og erfiðu ráðstefnuhaldi var áríðandi að létta lundina og gefa þeim kost á að kynnast hinni víðfrægu eldfjallaeyju sem fæstar þeirra höfðu heimsótt fyrr. Innan borgar- markanna var margt að sjá; við gerðum innrás á skrifstofu Kvennalistans og þeim var kynnt bóka- og blaðamenning söguþjóðarinnar - þ.e. þær heimsóttu Morgunblaðið og Odda! Okkur skilst af risastórum innkaupapokum að þeim hafi einnig verið veitt góð þjónusta hjá Alafossi og Islenskum heimilisiðnaði. Einn bjartan dag í miðri viku vora þær lóðs- aðar á Nesjavelli og Þingvöll, troðfylltar af flat- kökum með hangikjöti og rjómafylltum pönnu- kökum „á la mamma" í Hafnarfirði og skrölt með þær fjallabaksleið í Reykholt til hins norskættaða Snorra Sturlusonar, sem tók þeim auðvitað opnum örmum. Islensk útreið var líka á dagskránni og um Mosfellsdalinn vora þær dregnar á íslenskum Fundur FBM um jafnréttismál. Frá kvennaráðstetnu í Miðdal. brokkbikkjum blautar og skjálfandi - líklega ógleymanleg lífsreynsla! Að lokum bauð ein FBM konan upp á nokk- uð sem sjaldan er á dagskrá hins almenna túr- hests, þ.e. heimsókn á íslenskt nútímaheimili. Með fordrykknum „Brjáluðu Bínu" var innsigluð ævilöng vinátta og íslenskt-norskt samstarf. Á eftir beið okkar gamaldags íslensk sunnudagssteik, með grænum baunum og brúnuðum kartöflum, framreidd af mjúkum, íslenskum nútímakarlmanni! Fyrir hönd íslensku kvennanna vil ég þakka norskum starfssystrum okkar ánægjulega og árangursríka heimsókn, sem við getum von- andi endurgoldið einhvern daginn. PREHTARIHH 3/95 7

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.