Prentarinn - 01.09.1995, Blaðsíða 18

Prentarinn - 01.09.1995, Blaðsíða 18
- NORDISK FORUM - Norrænir karlmenn ÓLÍKIR EINSTAKLINGAR - ÁÞEKK REYNSLA Margrét Friðriksdóttir Þetta var yfirskrift kariaráðstefnu sem Norræna ráðherranefndin boðaði til þann 27.-28. apríl sl. í Stokkhólmi og var aðallega ætluð körlum, þar sem leitast var við að svara eftrirfarandi spumingum: • Hvemig eru norrænir karlar? • Hvernig þjóðfélag dreymir norræna karlmenn í framtíð- inni? • Hverjar eru óskir og kröfur karla á baráttunni fyrir rétt- læti í samskiptum kynjanna? • Hvaða ljón sjá karlar á þeim vegi? • Hvemig geta norrænir karl- menn beitt sér fyrir betra þjóðfélagi? Þessa ráðstefnu, sem haldin var í afar karlmannlegu umhverfi, þ.e. í gamalli bílaverksmiðju sem búið er að gera upp sem ráðstefnumið- stöð, sóttu um 500 manns. Þar af voru 70% karlar. Á fjórða tug ís- lendinga sátu ráðstefnuna og af þeim voru fjórir fulltrúar frá Félagi bókagerðarmanna. Líkt og á öðrum ráðstefnum af þessari stærðargráðu var yfir- gripsmikið efni í boði og þátt- takendur urðu að velja milli fyrirlestra og málþinga um ólík efni eins og stríð og karlmennsku, fæðingarorlof karla og feðra- fræðslu, uppvaxtarvandamál drengja og karlmannlega umönn- un, áfengisneyslu, kynvald karl- mannsins og ofbeldi. Það sem einkenndi þessa ráð- stefnu að mínu mati var hversu mikil einlægni ríkti meðal þátttak- enda og hversu áberandi var hvað mönnum var mikið niðri fyrir. Karlar eiga greinilega í erfiðleik- um með að staðsetja sig í tilver- unni í breyttu þjóðfélagi í kjölfar áratuga jafnréttisbaráttu kvenna. Það er þó Ijóst að á sama hátt og konur hafa verið að hasla sér völl úti í samfélaginu hafa karlar mikinn áhuga á að taka í auknum mæli þátt í heimilisstörfum og barnauppeldi. Þeir vilja koma inn á heimilin á sínum forsendum og berjast fyrir jafnrétti á við konur þegar kemur að heimilis- og fjöl- skyldumálum. Þessi mál eru í miklum ólestri hér heima, en allur réttur karla er afleiddur af rétti móður. Umræða um karlmennsku og karlmennskuímyndina var mjög áberandi á ráðstefnunni. Myndir af körlum í auglýsingum var mjög athyglisverð skoðun á markaðs- setningu karlmennskunnar og fyrirlestur sem Ástþór Ragnarsson flutti vakti mikla og almenna athygli. Yfirskriftin var „Gjald karlmennskunnar" en í erindinu sýndi hann fram á með tölfræði- legum.upplýsingum hve mjög karlkyninu er hættara í tilverunni en kvenkyninu. Frá vöggu til graf- ar er mun meira brottfall karla en kvenna af völdum ótímabærs dauða, vegna slysa, sjálfsvíga og sjúkdóma. Ástæður þessa liggja m.a. í að lífsmynstur karla er hættulegra en kvemia, þeir stunda hættulegri störf, keyra meira, neita frekar áfengis í óhófi, reykja meira og eiga oftar en ekki í erfið- leikum með að tengjast tilfinn- ingalega við aðrar manneskjur. í lok ráðstefnunnar voru nokk- ur atriði fest á blað, punktar sem norrænir karlar vilja að hafi forgang til aukins jafnréttis. 1) Ógiftir foreldrar eiga sjálf- krafa að öðlast sameiginlegt forræði yfir börnum sínum. 2) Báðum foreldrum á að gefast kostur á launuðu fæðingar- orlofi og möguleikar á sveigj- anleika í töku þess eftir aðstæðum. 3) Bæði kyn eiga að sinna herskyldu. Ekkert land á að fangelsa þá sem neita að sinna herskyldu. 4) Ráða á fleiri karlmenn til starfa á leikskólum og í yngstu bekki grunnskóla. 5) Gera á samnorræna rann- sókn á hvers vegna strákum gengur verr í skólum. 6) Karla og ofbeldi ber að rannsaka frekar í samhengi og öllum körlum sem beita ofbeldi á Norðurlöndunum á að gefast kostur á meðferð vegna þess. 7) Karlar lenda frekar í slysum, ekki síst í tengslum við atvinnu. Það ber að rannsaka frekar. Sem áhugamanneskja um jafn- réttismál var mér það mikil og ánægjuleg reynsla að fá tækifæri til að sitja þessa ráðstefnu. Persónulega bind ég miklar vonir við þá vakningu sem hafin er meðal karia. Eg trúi því staðfast- lega að þegar kynin eru farin að vinna að sama markmiði, þ.e. jafnrétti, þá sjáum við fram á mannvænna og réttlátara sam- félag, fjölskylduvænt samfélag þar sem allir einstaklingar eiga jafna möguleika. Að lokum vil ég þakka sam- ferðamönnum mínum, Axel, Jóa og Birgi fyrir ánægjulega og inni- haldsríka samveru. Hér á eftir fylgja sjónarmið þeirra á ráðstefn- unni. Með jafnréttiskveðju. BIRGIR RAGNARSSON \(ið fórum frá Islandi fjórir félagar frá FBM þann 26. apríl og komum aftur þann 30. Félagar okkar bókagerðarmenn í Svíþjóð útveguðu okkur mjög gott hótel fyrir lágt verð. Ráðstefnan sjálf fór fram á Nacka strand í gamalli bílaverk- smiðju sem hefur verið breytt í ráðstefnusvæði. Mona Sahlin varaforsætis- og jafnréttismálaráðherra Svía setti ráðstefnuna, mjög athyglisverð kona sem hefur verið nefnd sem arftaki Ingvars Carlssonar. Þá var sýnd nokkuð sérstök heimilda- mynd um karla á Norðurlöndum, „Karlmenn - hvað er það?" Eftir hádegisverð flutti Ástþór Ragnarsson erindi sitt sem hann nefnir „Gjald karlmennskunnar", nokkuð nöturlegar staðreyndir um hvað það kostar að vera karlmað- ur. Þetta vakti nokkra athygli og fóru fram umræður á eftir. Málþingin fóru nokkuð fyrir ofan garð og neðan hjá mér vegna þess að ég skildi ekki vel sænsk- una. Sérstaklega var Finninn Juha Siltala svæfandi. Á föstudagskvöldið bauð Sig- ríður Snævarr sendiherra okkur í íslenska sendiráðið, þar var mjög vel tekið á móti okkur og þaðan fórum við f kvöldverð á góðum veitingastað. Á sunnudeginum flugum við síðan heim reynslunni ríkari, eftir mjög skemmtilega daga í Stokk- hólmi. 18 PRENTARIUN 3/95

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.