Prentarinn - 01.03.1996, Blaðsíða 6

Prentarinn - 01.03.1996, Blaðsíða 6
■ ■■ FÉLAGSMÁL Aðalfundur FBM 1996 Tímasetningin í lagi!!! Aðalfundur FBM var haldinn þriðjudaginn 30. apríl sl. á Graitd Hótel Reykjavík. Fundinn sóttu 40 félagsmenn. Fundarstjóri var Stefán Olafsson. Sú nýbreytni var viðhöfð að aug- lýsa fundinn með tímasetningu í báða enda, þ.e. hvenær hann hæfist og hvenær honum myndi ljúka. Þetta mæltist vel fyrir og vonandi eykur þetta fundarsókn á komandi aðalfundum. Því miður hefur mæting á fundi verið með minnsta móti þegar ekki er von á átökum. Skýrsla stjórnar Formaður flutti skýrslu stjórnar sem jafnframt birtist í Prentaranum 2. tbl.1996. Hann stiklaði á stóru í gegnum skýrsluna og gerði grein fyrir einstökum liðum. Litlar umræður urðu um störf stjórnar. Reikningar Georg Páll Skúlason, starfandi gjaldkeri félagsins, las reikninga félagsins og svaraði fyrirspumum. Reikningar FBM voru bornir upp og samþykktir samhljóða. Lagabreytingar Ein lagabreyting var samþykkt á fundinum. Grein 9.1. Aðalfund skal halda í mars eða apríl ár hvert, ... síðan óbreytt. Sæmundur Árnason. Stjómarkjör fór fram í mars og vom sjálfkjörin þau Svanur Jóhannesson, Margrét Friðriksdóttir og Georg Páll Skúla- son. I varastjórn voru kjörin María Kristinsdóttir, Guðjón B. Sverrisson og Sigrún Leifsdóttir. Kosningar Nú var komið að kosningum í embætti og nefndir félagsins næsta starfsárið. Endurskoðendur Kosning endurskoðenda félagsins að tillögu stjórnar var eftirfarandi: Hallgrímur P. Helgason og Tryggvi Þór Agnarsson og til vara Jason Steinþórsson og Stefán Svein- björnsson. Fræðslunefnd Eftirtaldir voru kosnir í Fræðslu- nefnd: Eggert ísólfsson, Grétar Sigurðsson, Helgi Jón Jónsson, Jón Trausti Harðarson, Pétur Ágústsson og Tryggvi Þór Agnarsson. GEORG PÁLL SKÚLASON Stjórnarskipti Formaður lýsti kjöri sem fram fór í janúar sl. Formaður var sjálfkjörinn Prentarinn Georg Páll Skúlason var kjörinn ritstjóri Prentarans. Fulltrúaráð Sameinaða lífeyrissjóðsins Aðalmenn til næstu tveggja ára: Grétar Sigurðsson, Olafur Bjömsson og Sæmundur Ámason. Varamenn: Fríða B. Aðalsteinsdóttir, Jóhann Freyr Ásgeirsson og Þorkell S. Hilmarsson. Nefndakosningar I bókasafnsnefnd var kosin Bergljót Stefánsdóttir til tveggja ára. 1 ritnefnd voru kosin Sölvi Olafsson, Margrét Friðriks- dóttir, Páll Olafsson og Pétur Ágústsson. I laganefnd vom kosnir Grétar Sigurðsson, Ólafur Bjömsson, Sæmundur Ámason og Svanur Jóhannesson. I stjórn Prenttæknistofnunar: Sæmundur Árnason og Pétur Ágústsson. Varamenn: Stefán Ólafsson og Georg Páll Skúlason. Önnur mál Nokkrar umræður urðu um lífeyris- sjóðsmál o.fl. undirþessum lið. Fundarstjóri þakkaði fundar- mönnum fundarsetuna og sleit fundi kl. 20.00. • Menntun er œviverk Vilt þú vera samkeppnisfær og auka verðmæti þitt á atvinnumarkaðnum? Ert þú tilbúin(n) að takast á við nýjungar í prentiðnaðinum? Námskeið í litprentun er ekki bara fyrir prentara. Þurfa ekki umbrotsmenn að vita hvað fer fram í prentvéiinni eða í bókbandi? Er ekki gott fyrir bókbindara að kynnast umbrotsforritinu sem mest er notað í prentiðnaðinum? Öll námskeiðin eru fyrir alla. Skráið ykkur í síma 562 0720 Prenttæknistofnun 6 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.