Prentarinn - 01.03.1996, Blaðsíða 20

Prentarinn - 01.03.1996, Blaðsíða 20
■ ■■ BÓKBINDARAR í HEILA ÖLD Einn rekinn, annar hættir... Fyrstu stéttarfélög bókbindara íslenskir bókindarar stofnuðu þrjú stéttarfélög áður en þeir sameinuðust öðrum bóka- gerðarmönnum í Félagi bóka- gerðarmanna árið 1980. INGI R. EÐVARÐSSON Hinn 11. febrúar síðastliðinn voru liðin 90 ár síðan bókbind- arar stofnuðu Hið ísienzka bókbind- arafélag. Bókbandssveinafélag Reykjavíkur var stofnað 1915 og starfaði til ársins 1922 og loks var Bókbindarafélag Reykjavíkur stofn- að árið 1934. Nafni þess var breytt í Bókbindarafélag Islands árið 1951. Hér verður haldið áfram að kynna væntanlega sögu samtaka íslenskra bókagerðarmanna og drepið niður í sögu bókbands- sveinafélaga á fyrstu ára- tugum aldarinnar. Hið íslenzka bókbindarafélag fslensk verkalýðshreyfing efldist mjög árið 1906. Hinn 26. janúar stofnuðu 384 verkamenn í Reykjavík Verkamannafélagið Dags- brún. Stofnun Dagsbrúnar markaði þáttaskil í sögu verkalýðshreyfingarinnar því hún hefur verið eitt öfl- ugasta verkalýðsfélagið um langt skeið. Skammt var stórra högga á milli í verkalýðsmál- unum því sunnudaginn 11. febrúar komu þrettán bókindarar saman á heimili Pjeturs G. Guðmundssonar á Laugavegi 18 til að stofna með sér félag. Degi var tekið að haila þegar bók- bindarar komu til fundar. Vindur stóð af norðri, himinn var heiður og úti var brunagaddur - liðlega tíu stiga frost. Það var mikill hugur í mönnum og ákváðu þeir að stofna stéttarfélag. Félagsskap sinn nefndu þeir Hið íslenzka bókbindarafélag. Lúðvík Jakobsson var kjörinn for- maður hins nýja félags, Gísli Guð- mundsson skrifari og Þórður Magn- ússon gjaldkeri. Lúðvík og Þórður höfðu báðir stundað nám í Kaup- mannahöfn og dvalið víðar ytra þegar þeir stofnuðu félagið. Aðrir stofnfélagar en þeir sem þegar eru nefndir voru þessir: Gísli Gíslason, er síðar nefndi sig Hauk- land, Guðbjörn Guðbrandsson, Ingvar Þorsteinsson, Jónas P. Magnússon, Jónas Sveinsson, Karel Sveinsson Kjarval (bróðir Jóhann- esar Kjarvals), Páll Steingrímsson, Pjetur G. Guðmundsson, Runólfur Guðjónsson og Tómas Jóhannsson. Þetta voru ungir og dugmiklir menn. Karel S. Kjarval var yngstur, á nítjánda ári, níu þeirra voru undir þrítugu. Leiðtoginn, Lúðvík Jak- obsson, var elstur, 36 ára að aldri. Bókbindarar í Félagsbók- bandinu í Reykjavik 1911. Taliðf.v.: Guðbjörn Guð- brandsson, Guðgeir Jónsson, Björn Bogason og Ingvar Þorsteinsson. Aðeins fjórir þeirra voru kvæntir árið 1906 en hinir voru barnlausir og ókvæntir. A fyrsta fundi sínum samþykktu þessir bókbindarar félagslög sem bera þess glögg merki að þeir tóku mjög mið af starfí Prentarafélagsins. I 2. grein laganna segir: „Tilgangur félagsins er að efla og styrkja sam- heldni meðal bókbindara í Reykja- vík að koma í veg fyrir, að réttur vor sé fyrir borð borinn af vinnuveitend- um, að styðja að öilu því er til fram- fara horfir, í iðn vorri og að svo miklu leyti sem hægt er tryggja vel- megun vora í framtíðinni." Hin merku tíðindi sem hér hafa verið nefnd fóru fyrir ofan garð og neðan hjá landsmönnum. Helstu blöð landsins, svo sem Lögrétta, Reykjavík, Isafold og Þjóðólfur, greina vart frá þessum sögulegu at- burðum. Þess í stað segja þau fréttir af því sem athygli manna beindist helst að um þær mundir - sam- bandsmálum Islands og Danmerk- ur, bæjarstjórnarkosningum í Reykjavík, andláti Kristjáns níunda Danakonungs og lagningu ritsím- ans sem þá þótti mikil tækninýjung. Frumkvöðlar Guðgeir Jónsson bókbindari ritaði svo í 1. tölublað Bókbindarans unt upphafs- menn Bókbindarafélagsins: Ég hygg að þeir Lúðvík Jakobsson og Pjetur G. Guðmundsson hafi haft aðalforgönguna að þessari félagsstofnun. Þeir höfðu báðir kynnzt nokkuð baráttu verkalýðsins fyrir bættum kjörum. Lúðvfk hafði verið í Danmörku nokkur ár og unnið þar „til sjós og lands“, hann hafði unnið þar ýmist við bókband eða verið sjómaður í millilandasiglingum, og því kynnzt nokkuð verkalýðs- hreyfingunni þar í landi. Pjetur hafði aftur á móti kynnt sér þessi mál af erlendum bókum og blöð- um og jafnvel bréfaskriftum við erlenda sósíalista, þar á meðal Bebel hinn þýzka. Þess er einnig að geta að Pjetur G- vann að hvalskurði vestur í Önund- arfirði og Mjóafírði sumrin 1899 og 1900. Þar kynntist hann Norð- mönnum og Svíum, sem stóðu að hvalaútgerðinni. Fljótlega lærði hann norsku og sænsku og meðal þessara norrænu manna hafði hann fyrst spumir af verkalýðsfélögum. Af þessu má ráða að erlend áhrif hvöttu fmmkvöðla íslenskra bók- bindara til dáða og svo var einnig um fleiri stéttarfélög hér á landi. 16 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.