Prentarinn - 01.03.1996, Page 17

Prentarinn - 01.03.1996, Page 17
TÓMSTUNDIR ■ ■ ■ Golfmót FBM 1996 Eins og öllum félagsmönnum er kunnugt var gerður samningur við Dalbúa um að gera golfvöll á túnunum í Miðdal og lagði félagið til land undir völlinn en Dalbúar hafa allan veg og vanda af gerð hans. Nú er komin upp allþokkaleg aðstaða til golfiðkunar í Miðdal og þótti því stjórninni tímabært að bæta keppni í golfi inn á dagskrá félagslífsins við hliðina á knattspyrnu, skák og brids og vonum við að þama geti orðið um árlegan viðburð að ræða. Golfmeistari FBM árið 1996 varð Sigurdór Stefánsson, Hjá GuðjónÓ, í öðm sæti varð Gunnar Már Gíslason, Félagsbókbandinu Bókfelli, og í þriðja sæti Rúnar Þór Vilhjálmsson, Prentsmiðjunni Odda. Ólafur Hannesson varð jafn Rúnari í þriðja sæti en Rúnari var dæmdur sigur eftir úrskurð dómara. Þá vom sérstök verðlaun fyrir fæst högg og þau hlaut Gunnar Már. Fyrir högg næst holu á 3. og 5. braut voru viðurkenningar, þær fengu Gunnar Már og Rúnar Þór. Guðný Steinþórsdóttir hlaut kvennaverðlaun. Félagið var með veitingar meðan á keppni stóð og einnig í mótslok. Mótið tókst í alla staði mjög vel og mótsins á næsta ári er beðið með eftirvæntingu. • Skógrækt í Miðdal Laugardaginn 8. júní sl. var skipulagður vinnudagur í sam- vinnu við Miðdalsfélagið. Unnið var við gróðursetningu á tjaldsvæðinu eftir skipulagi sem kynnt er hér í opnu blaðsins. ^•þ.b. 100 manns gróðursettu 800 tré á vinnudeginum auk þess sem orlofssvæðið var hreinsað. Blíðskaparveður var til vinnu og þegar plöntun lauk passaði rétt mátulega að vökva allt sanian og lögðu veðurguðirnir okkur til eitt stykki hellidembu. Að sjálfsögðu stytti síðan upp þegar grillað var ofan í vinnufúsan mannskapinn. FBM þakkar þeim sem tóku þátt í gróðursetningunni. • Erlendur Björnsson og sá gamli standa fyrir sínu. Ma 'gar h verk. e"dur vinna létt, PRENTARINN ■ 13

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.