Prentarinn - 01.03.1996, Blaðsíða 18

Prentarinn - 01.03.1996, Blaðsíða 18
FELAGSMAL Hvers vegna er ég í Félagi bókagerðar- manna? Hvað gerir félag- ið fyrir mig? I þessum stutta pistli verður reynt að upplýsa þig um liver réttur þinn er sem félagsmaður í Félagi bókagerðar- manna og félagið kynnt. GEORG PÁLL SKÚLASON - félagið þittl Félag bókagerðarmanna Hinn 2. nóvember 1980 sameinuðust Hið íslenzka prentarafélag, stofnað 1897, Bókbindarafélag íslands, 1906, og Grafíska sveinafélagið, 1973, í Félag bókagerðarmanna (FBM). Saga félagsins nær þvf allt aftur til ársins 1897. Við sameininguna var brotið blað í sögunni og tengsl tveggja stofnfélaga roftn við Alþýðu- samband Islands. Hið íslenzka prentarafélag og Bókbindarafélag íslands voru á meðal stofnfélaga ASÍ. Við sameininguna fór fram atkvæða- greiðsla um aðild að ASI sem var hafnað. Enn í dag stendur FBM utan við heildarsamtökin. FBM hefur u.þ.b. 1.000 félagsmenn sem allir starfa að bókagerð. Innan okkar raða eru bókbindarar, prentarar, prent- smiðir, bókagerðarnemar, grafískir teiknarar, hönnuðir og aðstoðarfólk. Tekjur Hver félagsmaður greiðir félags- gjald kr. 1.689 (þeir sem fá laun skv. sveinatöxtum), 1.386 (aðstoðar- fólk) eða 1.126 (nemar) mánaðar- lega skv. aðalfundarsamþykkt. Þar að auki greiðir atvinnurekandi 1% ofan á laun viðkomandi í sjúkra- sjóð, 0,25% í orlofssjóð og 277 krónur á mánuði í fræðslusjóð skv. kjarasamningi. Þjónustuskrifstofa Félagið er með þjónustuskrifstofu í félagsheimilinu á Hverfisgötu 21 og hefur þrjá starfsmenn. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 9-17, sími 552 8755. Lögfræðingur félagsins, Lára V. Júlíusdóttir, er með viðtalstíma á skrifstofu félagsins einu sinni í mánuði. Helsta þjónusta sem félagið veitir er eftirfarandi: Sjúkrastyrkir, styrkir í vinnudeilum, fræðslumál, endurmenntun, kjarasamningar, lögfræðiaðstoð, atvinnuleysisbætur, útgáfa, orlofshús, sumarhúsalóðir, félagsmál, skyndilán og bókasafn. Sjúkrasjóður Hlutverk sjúkrasjóðs er að tryggja sjóðfélögum lágmarkstekjur ef tekjumissir verður vegna sjúkdóma eða slysa, taka þátt í útfararkostnaði og stuðla að forvamarstarfi í heilsu- vemd. Þegar greiðsluskyldu atvinnurekanda lýkur í veikindum starfsmanns getur löglegur og skuldlaus félagsmaður sótt skriflega um styrk til sjóðsins. Styrkur greið- ist í allt að tvö ár, 80% af meðaltals- tekjum síðustu sex mánaða fyrstu 26 vikurnar og 50% næstu 78 vikur. Dæmi: Meðaltekjur sl. sex mánuði kr. 600.000 / 26 = 23.077 x 80% = 18.462 x 4,33= 79.940 á mánuði. Sjóðurinn veitir styrki til heilsu- ræktar í Mætti og nema þeir frá 25% og upp í 50% niðurgreiðslu auk 10% afsláttar félagsmanna vegna eignaraðildar FBM í stöðinni. 50% niðurgreiðsla er vegna sjúkra- þjálfunar að læknisráði. Dvelji félagsmaður á viðurkenndu endurhæfíngarhæli vegna ofneyslu áfengis eða fíkniefna veitir sjóður- inn styrk þann tíma sem endur- hæfingin tók. Utfararstyrkir eru kr. 105.000. Að öðra leyti vísast til reglu- gerðar sjúkrasjóðs. Styrktar- og tryggingasjóður Helsti tilgangur sjóðsins er að veita fjárhagslegan stuðning í vinnu- deilum. Það á við verkföll og verk- bönn eða þegar félagsmenn leggja niður vinnu að boði félagsins. Fræöslumál Tilgangur Fræðslusjóðs er að stuðla að endur- og viðbótarmenntun félagsmanna, svo og námsgagna- gerð og námskeiðahaldi. Haldin eru trúnaðarmanna-, öryggistrúnaðar- manna- og félagsmálanámskeið. Sjóðurinn veitir styrk til nám- skeiða hjá Tómstundaskólanum sem nemur 50% af kostnaði, þó að hámarki kr. 8.000. Námsstyrkir era veittir til framhaldsnáms erlendis og innanlands, námskeiða o.fl. Félagsmenn sem greitt hefur verið af í tvö ár geta sótt skriflega um styrk til sjóðsins. Endurmenntun FBM og Samtök iðnaðarins reka Prenttæknistofnun, sem sér um endurmenntun í prentiðnaði. Prenttæknistofnun er fjármögnuð með andvirði 1% af launum félags- manna sem gáfu eftir 0,5% kauphækkun við stofhun hennar jafnframt því að atvinnurekendur lögðu til 0,5% á móti. Félagsmenn hafa forgang á námskeið gegn vægu verði. Full ástæða er til að nýta sér stofnunina til hlítar í harðnandi samkeppni. Upplýsingabæklingur um hvaða námskeið eru í boði er gefínn út fyrir hvert misseri. Prenttæknistoftiun er til húsa á Hallveigarstíg 1, sími 562 0720. Kjarasamningur Upplýsingar um innihald kjarasamn- ings gefa starfsmenn félagsins, auk trúnaðarmanna á vinnustöðum. Ef vafi leikur á um túlkun samningsins gefur lögfræðingur félagsins álit og veitir aðstoð í málum sem upp koma. Sameinaöi lífeyrissjóðurinn Lífeyrissjóður bókagerðarmanna sameinaðist Sameinaða lífeyris- sjóðnum árið 1995. Allir félagsmenn FBM eru aðilar að sjóðnum. Sjóðs- félagar öðlast rétt til ellilífeyris, örorkulífeyris og makalífeyris, auk þess sem þeir eiga rétt á lánum hjá sjóðnum. Reglugerð sjóðsins kveður nákvæmlega á um réttindin. Aðsetur sjóðsins er á Suðurlandsbraut 30, sími 510 5000. Atvinnuleysisbætur Félagsmönnum sem verða fyrir atvinnumissi er bent á að hafa samband við FBM og fá upplýsingar um hvernig bregðast skuli við. (Umsjón afgreiðslu atvinnuleysis- 1 4 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.