Prentarinn - 01.03.1996, Síða 15

Prentarinn - 01.03.1996, Síða 15
illa til þeirra nota sem hann var gerður fyrir, þ.e. tennis, badminton og boltaíþróttir. Lagt er til að planið verði malbikað í náinni framtíð og mun það stórbæta alla aðstöðu til íþróttaiðkana. Bætt aðstaða mun trúlega leiða til þess að aðsókn eykst að svæðinu. Annað íþróttasvæði verður í norðausturhorni tjaldsvæðis á stað þar sem gras- og boltavöllur er fyrir hendi. A nokkrum árum má bæta völlinn með því að jafna hann og slétta og einnig þarf að setja upp betri og öruggari mörk sem ekki geta oltið. Auk þess þarf að merkja völlinn með línum. Á svæðinu skal koma fyrir minigolfi sem félagið hefur fengið. Um er að ræða 9 brautir og koma þær rétt utan við aðal- leik- svæðið. Tjaldstœði Lagt er til að tjaldsvæði það sem er næst þjónustuhúsi og austur af leiksvæði verði notað fyrir fjölskyldufólk. Þegar hefur verið hafist handa við að auka trjágróður á þessu svæði og eru notaðar víði- og asparplöntur sem henta landsvæðinu. Lagt er til að hópar og starfs- mannafélög gisti syðst á tjald- svæðinu og að útbúið verði samkomusvæði með grillaðstöðu þar sem reisa mætti stórt tjald og annað sem ætla má að komi að notum við hátíðahöld fjölmennra hópa. Þegar er búið að útbúa aðstöðu fyrir húsbfla og húsvagna suðaustur af Neðrahverfi. Þar mætti gróður- setja meira af plöntum, útbúa einfalda hreinlætisaðstöðu og leggja rafmagn fyrir húsbíla. Leiksvœði Leiksvæði er á miðju tjaldsvæði og þar má halda áfram uppbyggingu ýmissa leiktækja. Leiktæki þessi mættu gjaman vera dálítið „hrá“ eða búin til sem hluti af umhverf- inu. Til dæmis má nota ýmsan þann efnivið sem til fellur við grisjun úr hverfum en þar eru víða stór tré sem þurfa brátt að víkja. í utanverðar grasmanir í kringum leiksvæðið hafa þegar verið gróður- sett aspartré en þeirri vinnu er þó ekki lokið að fullu þar sem víðir á einnig eftir að koma. Útsýnishóll helst óbreyttur en falli til jarðvegur á svæðinu má gjarnan nota hann til að stækka hólinn. Á svæðinu skal koma fyrir minigolfi sem félagið hefur fengið. Um er að ræða 9 brautir og koma þær rétt utan við aðalleiksvæðið. Bílastœði Tvö meginbflastæði verða á tjald- svæðinu. Eitt lítið verði við aðkomu þjónustuhúss þar sem núverandi innkeyrsla er að húsinu. Ný innkeyrsla verði gerð sunnar og opnaður möguleiki á hringakstri á milli beggja innkeyrslna. Auðveldar þetta akstur um svæðið. Annað bílastæði verði við tjald- svæðið og keyrt að því frá núver- andi aðkomu. Frá bflastæði þessu má gera akfæran göngustíg að syðsta hluta svæðisins þar sem hópar og starfsmannafélög gista. Þennan stíg má nota þegar tjöldum og viðlegubúnaði er komið fyrir á tjaldstæði en bflum er ætlað að standa ábflastæði. Bað- og þjónustuhús í kringum bað- og þjónustuhús þarf að gróðursetja fleiri plöntur og gera umhverfið gróskumeira. Þar þarf að koma fyrir upplýsingum sem lýsa heildarsvæðinu, helstu gönguleiðum og umgengnisreglunt um svæðið. 4. Vernduð svæði Eftirtaldir undirflokkar fylgja málaflokki þessum: Helstu menning- arminjar og náttúru- minjar. Litlistekkur. Kúaiaut. Þorleifstóft. „Og þar vex kúmen“. Uppi á Vörðunni. Sakkarhólmi. Sakkar- foss. Ljósár. Birkikjarrlendi. Vatnsvernd. Dýrahald. Sakkarhólmi er ægifagur hólmi í Skillandsá. Hlaup nefnist þröngt og djúpt gljúfur sem skilur að hólmann mót vestri. Hlaup eru hrikaleg á að líta og ætti fólk að varast að fara fram á brún þeirra. Sakkarhólmi er að mörgu leyti einstæð náttúruperla. Á árhólma sem er tæpur hektari að stærð má finna óvenju margar tegundir plantna. Á ekki stærra landsvæði vaxa t.d. mýrarstör, hrossanál, hárdepla, mjaðjurt, krækiberjalyng, holtasóley, krossmaðra, bláberja- lyng, beitilyng, sortulyng, aðalbláberjalyng, hvönn, blágresi og íslenskur einir í stórum breiðum. Gera má ráð fyrir að staður þessi hafi verið varinn ágangi dýra frá ómunatíð sökum sérstæðrar Iegu sinnar. Vegna þess hve staðurinn er óspjallaður þyrfti að fjarlægja þær alaskaaspir og greni sem gróðursett hafa verið úti í hólmanum. Lagt er til að göngustígur verði lagður um hólmann og hann brúaður léttum færanlegum brúm á tveimur stöðum. Annars vegar fyrir neðan Sakkarfoss eða við svokall- aða Sökk þar sem þegar er búið að smíða litla brú. Hins vegar að lagður verði brúarpallur yfir lækinn við syðsta odda hólmans. Stígur verði síðan lagður norður og upp með ánni og upp með Sakkarfossi að sunnanverðu. Brúarpallar þessir verði síðan fjarlægðir yfir vetrartímann.

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.