Prentarinn - 01.03.1996, Blaðsíða 26
FRÉTTIR
Adalfundur NGU 10.-13. júní 1996
Nordisk
Grafisk Union
hélt sitt 20. þing í
Gautaborg,
Svíþjóð, dagana
10. til 13.júní
1996, fulltrúar
FBM voru
Sœmundur Arna-
son og Svanur
Jóhannesson.
Túlkur var
Magnús Eiitar
Sigurðsson.
SÆMUIMDUR
ÁRNASON
Aðalmálefni þessa þings auk
venjubundinna aðalfundar-
starfa voru jafnréttismál, margmiðl-
un, rafeindaprentun og sjálfstæðara
Evrópusamband. Þar sem þetta var
jafnframt 20 ára afmælisþing voru
nokkrir góðir gestir á þinginu úr
fyrstu stjórn NGU, þeir Kjell
Christofferssen, Ake Rosenqvist og
Henning Bjerg. Frá síðasta aðal-
fundi hafa starfað nefndir um
jafnréttismál og rafeindaprentun og
skiluðu skýrslum til aðalfund-
ar. I skýrslu um jafnrétt-
ismál var m.a.
tillaga um að
stofna
tenginet
kvenna á
Norður-
löndum.
Sú hug-
mynd fékk
ekki hljóm-
grunn á þinginu,
en ákveðið var að
vinna skýrsluna áfram og
afla frekari gagna um stöðu kvenna
innan félaganna, jafnframt var lagt
til að halda ráðstefnu um jafnréttis-
mál á næsta ári. Viðamikil skýrsla
um rafeindaprentun lá fyrir þinginu,
en í henni var fjallað um stöðu og
þróun þessarar nýju prenttækni.
I skýrslunni kom fram að hröð
þróun er í rafeindaprentun í
Danmörku, lögð er áhersla á að
þetta sé ný prentaðferð sem sé eðli-
legt framhald í örri þróun í prentiðn
og huga þurfi vel að endurmenntun-
arþættinum og að þeir sem vinna við
rafeindaprentun séu grafískir félag-
ar. Margmiðlun ryður sér til rúms á
prentmarkaði og þar eru margir
starfshópar sem gera tilkall.
Brýnasta verkefni aðildarfélaga
NGU er að mennta félagsntenn til
nýrra verkefna. Innan EGF verður
myndaður starfshópur um marg-
miðlun og var samþykkt að Anders
Skattkjær frá Noregi verði fulltrúi
NGU í því starfi. NGU hefur haft
forgöngu í því að leysa þann ágrein-
ing er varð milli EGF og IGF og frá
síðasta þingi EGF hefur starfað
nefnd undir forystu Finn Eriks
formanns NGU er lagði fram
skýrslu um gang mála. Miklar
umræður urðu um skýrsluna og taldi
þingið að rétt væri að styrkja stöðu
EGF með því að hafa sér skrifstofu
óháða IGF með eigin aðalritara.
Endanleg skýrsla þessa starfshóps
verður lögð fyrir ársfund EGF síðar
á þessu ári. Fjárhagur NGU er mjög
góður þrátt fyrir nokkra fækkun
félagsmanna. I sjóði NGU eru nú
um 15 milljónir s.kr. og tekju-
afgangur á árinu 1995 varð 291.000
s.kr. Fyrir þinginu lágu tvær
lagabreytingar, önnur
um lækkun félags-
gjalda, er var
vísað til
stjórnar, en
hin um að
veita
sérstaka
viðurkenn-
ingu til
vinnuvemdar
innan NGU.
NGU hafa verið einu
samtökin auk þýsku samtak-
anna sem hafa veitt fé í samstöðu-
sjóð IGF. Nú var ákveðið að við
sæjum sjálfir um að veita styrki til
alþjóðlegs hjálparstarfs og samþykkt
að setja 100.000 s.kr. í alþjóðlegt
hjálparstarf. Samþykkt var að halda
ráðstefnu síðar á árinu um hlutverk
NGU í evrópsku og alþjóðlegu sam-
starfi. Næsti aðalfundur NGU verð-
ur haldinn í Noregi í júní 1997. •
Frh afbls. 17.
Bókbandssveinafjel. Reykjav.
ályktar hjer með að segja sig úr Al-
þýðusambandi Islands af þeim
ástæðum, að samkvæmt Dagsbrún
9. júlí hefur verið samþykt ályktun
á fulltrúafundi sambandsins laug-
ard. 6. júlí, sem fjelagið álítur að
spilli fremur en bæli fyrir afdrifum
samninga þeirra er nú standa yfir
milli Islendinga og Dana og að
sambandsstjómin hefur sent hátt-
virtu Alþingi nefnda ályktun, án
þess að hún væri borin undir fjelög
þau sem eru í sambandinu, til um-
sagnar, áður en hún fór lengra.
Ekki voru allir fundarmenn sáttir
við þessi málalok. Guðgeir Jónsson,
formaður félagsins, vildi ekki una
þessum niðurstöðum og lét af
formennsku og sagði sig jafnframt úr
félaginu. Guðbjöm Guðbrandsson
tók þá við formannsstörfum. Guðgeir
gekk á ný í félagið á næsta félags-
fundi er haldinn var í októbermánuði
1918. Bókbandssveinafélagið sótti á
ný um aðild að ASÍ árið 1920 og var
tekið inn í sambandið í lok maí-
mánaðar það ár. Bókbindarar
störfuðu ötullega innan Alþýðusam-
bandsins upp frá því og allt þar til
félagið gerðist aðili að Félagi bóka-
gerðarmanna. Þá er þess að geta að
formaður Bókbindarafélagsins,
Guðgeir Jónsson, var kjörinn forseti
ASÍ haustið 1942. •
2 2 ■ PRENTARINN