Prentarinn - 01.03.1996, Blaðsíða 9

Prentarinn - 01.03.1996, Blaðsíða 9
BÓKAGERÐARMENN ■■■ innri heima sem búa í hverjum manni hefur heillað mig um langan tíma. Ég hef lagt stund á hugleiðslu í nokkuð mörg ár og er á braut sem kennir sig við Sri Chinmoy.“ - Hver er Sri Chinmoy? »,Hann er indverskur gúrú eða andlegur leiðbeinandi og kennir hugleiðslu og ýmsa lífsspeki sem mér fellur vel og eykur mér víðsýni og auðveldar mér að henda reiður á hlutunum. Ég fæ skýringar þama á mörgu sem ég áður skildi ekki. Svo finnst mér þessi ástundun hugleiðslu hjálpa mér mikið við að losa streitu sem er orðin töluverð í dag. Það kannast nú líklega flestir við friðarhlaupin sem hlaupin eru nnnað hvert ár út um allan heim, þar a meðal hér, þau eru kennd við þennan mann, Sri Chinmoy." ~ Svo að við víkjum aftur að tón- hstinni þá hefég séð dóma eins og ••Ferðalög “ hjá Lísu Páls á Rás 2, "Hrífandi og tilfinningarík tónlist“ ' DV, „Plata fyrir sœlkera" í Plötu- 'iðindum. Þú hlýtur að vera svolítið stoltur. »Jú, jú, ég er svolítið stoltur. Já, ®ér fannst Lísa Páls lýsa disknum nokkuð vel, ferðalög. Það á við.“ ~ Ég óska þér til hamingju með utSáfuna, Leó, en hvarfœst svo áiskurinn? „Hann fæst í JAPIS sem einnig sér um dreifinguna." Þess má geta fyrir þá sem v'ija kynna sér diskinn betur að þeir geta flett upp á þHp://\Www.treknet.is/leo Þar hefur verið komið upp síðum Sem gera manni kleift að hlusta á úiskinn beint af svokölluðum i^ealAudio Server sem er hjá internet á íslandi. Það eina sem til Parf er RealAudio Player hug- únaður sem hægt er að nálgast á siðunum. • PRENTARINN ■ 9

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.