Prentarinn - 01.03.1996, Blaðsíða 27

Prentarinn - 01.03.1996, Blaðsíða 27
FRÉTTI R ■ ■ ■ Hlutverk frjálsra félagasamtaka Dagaua 13.-15, júrtí var haldin í Reykjavík, að frumkvœði Mannréttinda- skrifstofu Islands, ráðstefna um hlutverk frjálsra félagasamtaka í lýðrœðis- samfélagi, - en þau eru einnig oft nefnd óopinber félagasamtök, 1 (óþjóðastarfi Non govern- mental organ- Kations - NGO 's. Georg Páll Skúlason var fnlltrúi FBM á ráðstefnunni. Aðalerindi ráðstefnunnar fluttu Birgit Lindsnæs, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Mannréttindaskrif- stofu Danmerkur, og Ásmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri Islandsbanka. Meginstarf ráðstefn- unnar fór fram í hóp- vinnu. Var unnið í fjórum hópum þar sem fjallað var um hlutverk frjálsra félaga- samtaka sem vinna að mannúðarmálum, málefnum hópa, málefnum einstaklinga og hlutverk verkalýðshreyfingar sem frjálsra félagasamtaka og stöðu stjómmála- flokka. Gerð var grein fyrir niður- stöðum hópanna á síðasta degi ráðstefnunnar og samþykkt eftir- farandi niðurstaða: Allt frá lokum seinni heims- styrjaldarinnar hefur starf frjálsra félagasamtaka verið talið mikil- vægur þáttur í lýðræðislegu samfélagi og var þeim ætlað sérstakt hlutverk í stofnskrá Sameinuðu þjóðanna. Fjöldi frjálsra félagasamtaka hefur ráð- gefandi stöðu hjá Efnahags- og félagsmálaráði Sameinuðu þjóðanna, sem byggir mjög á upplýsingum frá slíkum sam- tökum. Þá er í ýmsum alþjóða- samningum lögð áhersla á mikil- vægi þeirra. Frjálsum félagasamtökum hafa verið fundnir þrír sameiginlegir þættir: • Þau eru ekki hluti af ríkisvaldinu og lagalega og skipulagslega óháð því. Mörg þeirra reyna hinsvegar að hafa áhrif á opinbera stefnumótun og eru einnig í mörgum tilvikum háð fjárhagslegum stuðningi opinberra IfpB* \ aðila. 4 • Þau eru frábrugðin einkafyrir- tækjum að þvi leyti, að þau eru ekki stofnun með það að markmiði að stunda viðskipti og skila hagnaði; markmið þeirra er að framfylgja ákveðnum hug- myndum og/eða vinna að úrbót- um á ákveðnum sviðum þjóðfélagsins. • Aðild að þeim er frjáls og þau eru skipulögð af einstaklingum sem starfa að sameiginlegum hagsmunum, enda þótt þau geti haft ákveðið stjómkerfi. Frjáls félagasamtök eru því oft málsvarar minnihlutans í samfélag- inu gagnvart fulltrúum þjóðþinga sem kosnir eru af meirihlutanum. Þau setja fram kröfur borgaranna, stuðla að útbreiðslu ólfkra skoðana og em fulltrúar fyrir samstöðu fólks um einstök mál. Lítið hefur verið fjallað um hlutverk og stöðu frjálsra félaga- samtaka á íslandi, en mikilvægt er að bæði þau sjálf og þjóðin öll geri sér grein fyrir því að lýðræðið er í stöðugri þróun og tekur mið af samfélaginu á hverjum tíma; stöðugt þarf að hlúa að því með því að tryggja virkni almennings, jafnræði þegnanna og jöfn áhrif kvenna og karla. Því er nauðsynlegt að stjórn- völd geri frjálsum félagsamtökum kleift að starfa og veiti þeim stuðning með ýmsum hætti, svo og að sótt sé til þeirra upplýsingar, þekking og reynsla. Þátttakendur ráðstefnunnar komust að þeirri niðurstöðu, að í þróuðu lýðræðissamfélagi væru náin tengsl á milli opins borgara- legs samfélags og virðingar fyrir mannréttindum. Störf frjálsra félagasamtaka gegna því mikil- vægu hlutverki, bæði sem forsenda heilbrigðrar þróunar í stjórnmálum og sem viðbót við stofnanir ríkisins. Það er í sjálfu sér til marks um gróskumikið lýðræði að frjáls félagasamtök fái þrifíst og dafnað. Á íslandi eiga þau að geta starfað óheft á grundvelli ákvæða stjórnar- skrárinnar um félagafrelsi, funda- frelsi og tjáningarfrelsi. Eina skilyrðið fyrir starfsemi þeirra er að tilgangur þeirra og starf- semi brjóti ekki í bága við lög. Almenn lagasetning er ekki fyrir hendi um starfsemi og innri málefni frjálsra félagasamtaka og er það í góðu samræmi við það sem tfðkast í þeim lýðræðisríkjum sem við viljum bera okkur saman við. í hugtakinu félagafrelsi felst því að ríkisvaldið, löggjafarvaldið og framkvæmdavaldið, láti starfsemi frjálsra félagasamtaka með öllu afskiptalausa. Lagasetning sem tekur til innra skipulags verkalýðs- félaga er því andstæð þessu mark- miði og vinnur gegn hlutverki frjálsra félagasamtaka í samfélag- inu. Ýmislegt bendir til þess að skilningur íslenskra stjórnvalda á eðli og mikilvægi frjálsra félagasam- taka sé ekki jafn mikill og í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Fulltrúar á ráðstefnunni voru sammála um að brýnt væri að auka fræðslu um hlutverk fíjálsra félagasamtaka í samfélaginu og ræða frekar um samskipti þeirra og ríkisvaldsins. Markmið slíkrar umræðu væri að tryggja sjálfstæði frjálsra félaga- samtaka jafnframt því sem viður- kennd væri nauðsyn þess að ríkisvaldið styðji við starf þeirra. Ennfremur væri nauðsynlegt að huga að því hlutverki frjálsra félaga- samtaka að þjálfa fólk í lýðræðisleg- um vinnubrögðum. Samþykkt var að hefja undirbún- ing að þjóðfundi frjálsra félaga- samtaka sem haldinn verði fyrir árslok 1997. • PRENTARINN ■ 2 3

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.