Prentarinn - 01.03.1996, Side 24

Prentarinn - 01.03.1996, Side 24
STARFSMANNAFÉLÖG Starfsmannafélagid SSG Jrentarinn fór á stúfana og hitti fyrir fulltrúa Starfsmannafélags Steindórsprents-Gutenbergs (SSG) og komst að raun um að þar er blómlegt félagslíf. Félagið var stofnað í kringum 1932 og er sennilega eitt elsta starfandi starfsmanna- félag í prentsmiðjum landsins. Starfsemin hefur verið nánast óslitin frá upphafi og vaxið stöðugt eftir því sem árin hafa liðið. Fjöldi starfsmanna er u.þ.b. 75 og stjóm starfsmannafélagsins skipa: Hörður Bjamason, Björgvin Pálsson og Stefán Hjaltalín. Helstu verkefni félagsins eru árshátíðarhald, gefið er út árshátíðarblað, staðið fyrir leikhúsferðum, ferðalögum, jólaglögg og mannfagnaði ef tilefni gefast til. Starfsmanna- félagið greiðir einnig hlut í Mætti fyrir félagsmenn sína og í leigu á íþróttasal yfir vetrarmánuðina. A árshátíðum standa starfsmenn gjarna fyrir skemmtiatriðum frekar en að fá aðkeypt efni. Þetta hefur frekar eflt félagsandann en hitt. Myndir frá ýmsum viðburðum tala sínu máli. Þátttakan í hinum ýmsu uppákomum félagsins hefur verið góð og hefur aukist jafnt og þétt eftir því sem starfsemin hefur aukist en reynt er að láta félagsstarfið höfða til sem flestra aldurshópa. Það gefur augaleið að eftir því sem fyrirtækin stækka eykst aldursdreifíng starfsmanna. Steindórsprent-Gutenberg tekur vemlegan þátt í kostnaði vegna árshátíðar og eins er matsalurinn gjarnan lánaður undir ýmsar uppákomur innan fyrirtækisins. Sömuleiðis hefur skilningur og velvild ráðamanna fyrirtækisins vaxið gagnvart öflugu félagsstarfi starfsmanna. • Steindórsprent-Gutenberg hf. \ j 20 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.