Prentarinn - 01.03.1996, Blaðsíða 23

Prentarinn - 01.03.1996, Blaðsíða 23
TÆ K N frjálsu sniði. Þetta leiðir hugann að Verkflæði {litstýringu. Að minnsta kosti þegar um umfangsmikið vinnslukerfi er að ræða, er mælt með að lokaumskráning í CMYK frri fram mjög seint í vinnsluferlinu, rett áður en keyrt er út. Æskilegt er að geta geymt litagögnin í tækja- frjálsu litrúmi, svo að hægt sé að taka próförk og skjápróförk (eftirlík- mgu af CMYK prentun) hvenær og var sem er í vinnsluferlinu en um- skrá í CMYK eins seint og mögu- e§t er. Og það þýðir að miðlarinn eða rippinn ega bagjr þyrfm að styðja litamátun (colour matching). ^erlið frá ílagi til frálags e>nni dagur námstefnunnar hófst á Urnfjöllun um fyrirmyndir. Hvernig e,ga endurkastsfyrirmyndir og skyggnur, sem á að skanna, að líta ut? Helstu niðurstöður voru þessar: *' Útlit fyrirmyndanna veltur mjög á Því, hvemig á að prenta þær. Þeg- ar um dagblaðaprentun er að ræða, þarf tónsvið þeirra að vera hóflegt. Andhverfur þurfa að vera sterkar og skerpa góð, þar sem vitað er að þessir eiginleikar láta sjálfkrafa á sjá í prentuninni. ' Starfsfólk, sem vinnur að sama vtnnsluferli, verður að tala saman trl að átta sig á hvers konar vtnnubrögð mismunandi vinnslu- stlg útheimta. Ljósmyndarar ættu að skilja hvernig myndir þeirra eru unnar. Prentarar ættu að skilja vernig prentsmiðir litgreina CMYK gögn. Ef ekki ríkir gagn- væmur skilningur að þessu leyti, rembast allir aðilar við að ná sem bestri útkomu á eigin vinnslustigi án tillits til þarfa hinna. Dæmi um þetta er ljósmyndari, sem skilar frábærri skyggnu með 3,6 D tónsviði til prentunar í dagblaði, sem ekki er hægt að prenta á víð- ara tónsviði en 1,2 D. Utkoman verður litdauf mynd, sem skortir alla skerpu í smærri atriðum. Það er ekki aðeins, að brottnám und- irlitar (UCR) og gráþáttaruppbót (GCR) geti gert grávægið stöðugra í öllu upplaginu, heldur leiða þessar vinnsluaðferðir einnig til spamaðar á lituðum förfum, sem eru um það bil helmingi dýrari en svartur farfi. Þar að auki gefur gráþáttaruppbót betri farfaloðun, nákvæmara litasamfall og minna úrkast við innstillingu. Ókostunum er hægt að stjórna og halda í lágmarki: Stundum dregur úr mettun lita og svolítið er hættara við móra og að rósettur verði sýnilegar. Rannsóknarefni: Austurrískt dagblað Vorarlberger Nachrichten (VN) er nafn á dæmigerðu austurrísku lands- málablaði. Sérgrein þess er umfangs- mikil hágæðalitprentun. Fjórlitur (CMYK) er notaður á allar síður blaðsins, jafnvel svart-hvítar myndir eru prentaðar með íjómm litum. Innbyggð gæðastýring í stað þess að setja upp flókið gæða- stýringarkerfi, hafa þeir hjá VN fellt mæliborða og litareiti inn í hönnun blaðsins. Þvert yfir síðumar að ofan liggja grátónaborðar prentaðir með fjórum litum til að stjórna grávægi F.v. Hjörtur Guðnason, Manfred Werfel og Jóhann Freyr Ásgeirsson bera saman bœkur sínar. og stöðugleika í farfagjöf. Misrnun- andi litahausar eru fremst í hverjum ritstjómarhluta blaðsins svo að unnt sé að mæla farfaþekju. Þar eru u.þ.b. 10 mm breið merki í fjórlit með ör- smáu nekatífu letri. Þessi merki em notuð til að stjórna litasamfalli með auðveldum hætti. Einföldun vinnslunnar Auk þessarar aðferðar við litgæða- stýringu - að fella „ósýnilega" mæliþætti inn í hönnun blaðsins - er önnur aðferð við að tryggja gæðalit- prentun að einfalda allt vinnsluferl- ið, reyna í sífellu að fækka vinnslu- stigum hvar sem færi gefst. Dæmi um það er að sífellt fleiri síður VN eru keyrðar beint út á plötu. Plötu- setningarkerfi blaðsins hefur gert nánast alla filmuútkeyrslu óþarfa. Teknar eru skjáprófarkir af myndum á kvarðaða skjái, þær eru settar á síður í umbrotsforritum, síðumar eru síðan fluttar á stafrænu sniði til prentsmiðjunnar og fyrsta frálagið, sem ekki er stafrænt, er platan sjálf. Innbyggðir mæliþættir, sem neyða prentarana til að fínstilla prentferlið, og einföldun alls vinnsluferlisins hafa reynst þessu austurríska blaði vel við að tryggja stöðugleika og gæði litprentunar frá degi til dags. Með þessari skoðun á VN lauk tveggja daga námstefnu um með- höndlun stafrænna mynda. Lokaum- ræður þátttakenda snemst m.a. um skönnun, hagnýtingu litstýringar- kerfa, tilhneigingar í raunlitaprentun (sex og sjö lita prentun), nýjungar í rippatækni, ljóssetningarvélar til litaútkeyrslu og aðferðir við slembiröstun. • Námsstefnan var vel sótt og þótti áhugaverð. PRENTARINN ■ 19

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.