Prentarinn - 01.03.1996, Page 13

Prentarinn - 01.03.1996, Page 13
Miðdalur í Laugardal Fyrir um tveimur árum ákvað stjórn FBM að skipa 'tefnd til að láta gera heildar- skipulag orlofs- svœðis FBM í Miðdal. I nefndinni eru Fríða B. Aðalsteinsdóttir °g Pétur Ágústs- sonfrá FBM og Erlendur Björnsson og Jón S. Hermannsson frá Miðdals- félaginu. Oddur Þ. Hermannsson kuidslagsarkitekt var fenginn til að sjá um verkefnið. FBM hefur nú undir höndum skipulag þar sem ýmsum upp- lýsingum hefur verið safnað saman, upplýsingum sem áður voru á hendi margra aðila og ekki til á teikn- ingum. Með vinnu þessari eru einnig festar í sessi ákvarðanir sem FBM og félag sumarhúsaeigenda hafa verið að taka á undanförnum árum. Mikilvægast verður þó að telja að grunn þennan má nota við stýringu og ákvarðanatökur í náinni framtíð. I grein þessari eru dregin fram nokkur atriði úr greinargerðinni, en henni er skipt í 7 aðalflokka og fjölda undirflokka. 1. Forsendur skipulags og stefnumörkun Eftirtaldir undirflokkar fylgja mála- flokki þessum: Stefna í skipulags- og bygg- ingarmálum. Spá um fjölgun sumarbústaðabygginga. Stefna í umhverfismálum. Stefna í samgöngumálum. Örnefni og nafngiftir. Stefna í umhverfismálum Ahersla er lögð á tengingu úti- vistarsvæða svo að þau þjóni fbúum sem best. Lögð er áhersla á að vernda sérstæð náttúrufyrirbæri og menningarminjar. Upplýsingum um náttúru og umhverfi á að korna til sem flestra með því að útbúa göngukort, upplýsingaskilti og bæklinga fyrir þá sem dvelja á svæðinu. Stuðla á að almennri trjárækt sem taki mið af því gróðurfari sem fyrir er. Stefna skal að uppbyggingu sameiginlegra svæða svo sem tjald- og leiksvæða. Taka skal saman tæknilegar upplýsingar er varða svæðið, s.s. vatn, rafmagn o.fl. 2. Staðhættir og náttúrufar Eftirtaldir undirflokkar fylgja mála- flokki þessum: Stutt ágrip af sögu jarðarinnar Miðdals. Landslag og náttúrufar. 3. Opin svæði til sérstakra nota Eftirtaldir undirflokkar fylgja málaflokki þessum: Almenn lýsing á skipulagi opinna svæða. Tjaldsvæði. Skipulag og trjárækt á tjaldsvæði. Bolta- og íþróttaleikvellir, Tjaldstæði. Leiksvæði. Bflastæði. Bað- og þjónustuhús. Leiksvæði hverfanna. Golfvöllur. Varðeldur. Almenn lýsing á skipulagi opinna svœða Með skipulagi opinna svæða er leitast við að sameina land- og náttúrufræðilega sérstöðu þessa orlofs- og sumarhúsasvæðis. Er þetta gert í tengslum við þróun byggðar, framtíðar landnotkun og uppbyggingu á tjaldsvæði. Sjónum er beint að landslagi og gróðurfari, lögð áhersla á að draga fram og kortleggja fomar mann- vistarleifar og náttúruminjar. Stefnt er að því að gera Sakkar- hólma og Ljósámar að verndarlandi FBM og kynna þar gróðurfar og ýmis sérkenni lands. Áhersla er lögð á að skapa gangandi vegfarendum greiðfærar leiðir um áhugavert landslag og stuðla að ræktun hentugra trjáplantna á réttum stöðum. Á sumum stöðum er hvatt til ræktunar tijáa eins og á svæðinu milli Mið- og Neðrahverfis, en á öðrum stöðum er lagst gegn gróðursetningu trjáa, til dæmis í víðlendum birkikjarrbreiðum og í Sakkarhólma. Settar eru fram hugmyndir sem miða að því að nýta ýmsa möguleika svæðisins til aukinnar útivistar, um gerð leiksvæða og mótun á vistlegu umhverfi við tjaldsvæði. Golfvöllur Unnið er að uppbyggingu golfvallar á túnum Miðdals og miðar þeirri vinnu vel. Golfvöllur þessi er skipu- lagður af Hann- esi Þorsteinssyni og hefur hann verið leigður Golfklúbbn- um Dalbúum. Lagt er til að gerður verði göngustígur sunnan við Neðrahverfi, á brú yfir Ljósár og þaðan áfram að p golfvelli. Tjaldsvœði - Skipulag og trjárœkt á tjaldsvœði Lagt er til að tjaldsvæði verði skipulega byggt upp með hentugum tijáplöntum. Til dæmis ber að nota víði og ösp á blautustu svæðum og varast að nota barrvið þar sem landhalli er lítill og mikill raki í jörðu. Lagt er til að umferðarleiðir verði bættar á tjaldsvæði. Þannig mun svæðið betur þjóna þeim er þar gista. Tjaldsvæðinu er ætlað að þjóna óskum ólíkra hópa og mætti skipta því sem hér segir: Bolta- og íþróttaleikvellir Bolta- og íþrótta svæði eru tvö. Annað er á núver- andi olíumalar- klæddu plani, plani sem er vel undir- byggt en með lélegu yfirborðsefni. Völlurinn hentar því

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.