Prentarinn - 01.10.1999, Page 3
Stjóm Prenttœknistofnunar f.v. Guðmundur Kristjánsson, Georg Páll
Skúlason, Sœmundur Arnason og Guðbrandur Magnússon, Guð-
mundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambands íslands og Ómar
Hannesson formaður Samtaka atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði við
undirritun samnings um hinn nýja Margmiðlunarskóla.
Prenttæknistofnun og Rafiðnaðar-
skólinn hafa stofnað nýjan skóla,
Margmiðlunarskólann, þar sem
kennd verður margmiðlun. Samn-
ingur þess efnis var undirritaður
14. desember 1999.
Þó að stuttur tími sé liðinn síð-
an Prenttæknistofnun og Rafiðn-
aðarskólinn fóru að bjóða upp á
sérstakt margmiðlunarnám hafa
orðið gífurlegar breytingar á bún-
aði, jafnt vélbúnaði og hugbúnaði
í margmiðlunarumhverfmu. Há-
tæknileg þekking og skilningur á
vélbúnaði eru að verða sífellt
veigameiri þættir í umhverfi
margmiðlunar. Ekki síður eru að
verða umfangsmiklar breytingar á
útgáfuiðnaði; útgáfa á netinu og
geisladiskum fer ört vaxandi og
mörg tækifæri til nýsköpunar í
augsýn. Mörg fyrirtæki í útgáfu-
iðnaði standa nú frammi fyrir því
að sinna samhliða útgáfu sams-
konar efnis fyrir marga miðla;
prentmiðla, net, diska o.s.frv.
Þetta gerir miklar og síauknar
kröfur urn búnað og verkferli.
Hið nýja tæknilega umhverfi læt-
ur sig engu skipta gömul starfs-
greinamörk, forsenda fyrir áfram-
haldandi þróun fyrirtækjanna er
að þau hafi fólk með sérfræði-
kunnáttu á sviði upplýsinga-,
tölvutækni og gagnavinnslu.
Tilgangur Prenttæknistofnunar
og Rafiðnaðarskólans með stofn-
un Margmiðlunarskólans er að
svara þessari þörf og örva með
því nýsköpun í atvinnulífinu.
Eigendur Prenttæknistofnunar
og Rafiðnaðarskólans töldu rétt
að nýta sér þá sérþekkingu og
þann árangur sem skólarnir hafa á
markaðnum, hvor á sínu sviði, til
þess að byggja upp nýjan Marg-
miðlunarskóla í samvinnu.
Markmið skólans eru:
• Að vera ávallt í forystu í ný-
sköpun náms og námskeiða á
margmiðlunarsviði fyrir ein-
staklinga og fyrirtæki.
• Að kennsla, námsgögn og að-
búnaður nemenda verði eins
og best verður á kosið.
• Að nám í skólanum svari ætíð
þörfum atvinnulífsins fyrir
menntun á sviði margmiðlun-
ar, þannig að atvinnutækifæri
nemenda að loknu námi séu
góð.
Boðið verður upp á tveggja ára
metnaðarfullt nám í margmiðlun
og ýmis námskeið sem tengjast
margmiðlun; upplýsinga- og
tölvutækni og gagnavinnslu.
Kennsla hefst 31. janúar 2000.
Stjóm skólans skipa átta full-
trúar Prenttæknistofnunar og Raf-
iðnaðarskólans.
Fulltrúar Prenttæknistofnunar í
stjórn em Georg Páll Skúlason,
Sæmundur Arnason, Guðmundur
Kristjánsson og Guðbrandur
Magnússon sem jafnframt er for-
maður stjórnar.
Skólastjóri Margmiðlunarskól-
ans verður Jón Arni Rúnarsson.
Samhliða þessum breytingum
mun Prenttæknistofnun flytja að-
setur sitt í nýtt húsnæði Marg-
miðlunarskólans að Faxafeni 10,
1. hæð, eftir áramót.
Um þessar mundir vinnur
stjóm Prenttæknistofnunar að því
að endurskipuleggja starfsemi
stofnunarinnar í ljósi breytinga
sem að ofan eru kynntar.
Við væntum mikils af þessu
samstarfi við Rafiðnaðarskólann.
Jafnframt þessum samningi hefur
verið gerður samningur um að-
gang og afslátt af námskeiðum
sem era á vegum Rafiðnaðarskól-
ans og skóla í eigu þeirra s.s. Við-
skipta- og tölvuskólans ofl. og
verður það kynnt nánar síðar.
Georg Páll Skúlason
PRENTARINN ■ 3
prentarinn
■ MÁLGAGN félags bókagerðarmanna
Ritnefnd Prentarans:
Georg Páll Skúlason,
ritstjóri og ábyrgðarmaður.
Jakob Viðar Guðmundsson,
Kristín Helgadóttir,
Sævar Hólm Pétursson,
Þorkell S. Hilmarsson.
Ábendingar og óskir
lesenda um efni í blaðið
eru vel þegnar.
Leturger&ir í
Prentaranum eru:
Helvitica Ultra Compress,
Stone, Times, Garamond o.ll
Blaðið er prentað á 135 g
Ikonofix silk.
Prentvinnsla:
Filmuútkeyrsla: Scitex
Dolev 4press, Slembirasti
100 Iwres, kúrfa normal.
Prentvél: Heidelberg
Speedmaster 4ra lita.
Svansprent ehf.
Forsíban
Sæmundur Haraldsson
bókagerðarmaður í Hvítu
Örkinni er hönnuður
forsíðunnar sem hann nefnir
10110. Forsíðan er hans
framlag í forsiðukeppni
Prentarans og var meðal
fjögurra verka sem valin voru
af dómnefnd til birtingar.