Prentarinn - 01.10.1999, Page 5

Prentarinn - 01.10.1999, Page 5
Mal tyrir kærunefnd Tildrög málsins voru þau að við sameiningu Lífeyrissjóðs bóka- gerðarinanna og Sameinaða líf- eyrissjóðsins árið 1995 var þáver- andi framkvæmdastjóra Lífeyris- sjóðs bókagerðarmanna sagt upp störfum. Hún var síðan ráðin til starfa hjá Sameinaða lífeyris- sjóðnum. Við þessa breytingu lækkuðu mánaðarlaun hennar um 55.000 krónur. Sameinaði lífeyr- issjóðurinn tók til starfa 1. júní 1992 og var karlmaður ráðinn innheimtustjóri. Við sameiningu Lífeyrissjóðs bókagerðarmanna og Sameinaða lífeyrissjóðsins varð breyting á störfum inn- heimtustjórans. Hann hélt þó þeim launum áfram sem hann hafði haft áður sem innheimtu- stjóri. Eftir breytinguna gegndu fyrrverandi framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs bókagerðarmanna og fyrrverandi innheimtustjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins ná- kvæmlega sömu störfum hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum. Vinnutími var sá sami og unnu þau hlið við hlið og leystu hvort annað af í leyfum. Launamunur þeirra var um 30.000 á mánuði auk þess sem maðurinn var með bílastyrk sem nam kr. 16.600 á mánuði. Konan hafði ekki bfla- styrk. Kæranda varð ekki ljós þessi launamunur fyrr en sumarið 1997, þar sem henni var ekki skýrt frá því að samstarfsmaður- inn væri með mun hærri laun en hún. Þá óskaði hún eftir leiðréttingu á sínum launum en beiðninni var synjað. Vísaði hún málinu því til Kæru- nefndar jafnréttis- mála. Hún lagði á það áherslu að enda þótt fyrir lægi af hálfu lífeyrissjóðs- ins skýring á launa- muninum yrði at- vinnurekandi að gæta jafnréttislaga og greiða þeim konum sem kunna að vinna sömu störf sömu laun. Þótt það sé frjálst val at- vinnurekanda að greiða manni áfram sömu laun og hann áður hafði verði atvinnurekandi að virða ákvæði jafnréttislaga. Lífeyrissjóðurinn hélt því fram að ákvæði jafnréttislaga yrði að skýra þannig að séu launakjör karls og konu ekki jöfn þá verði atvinnurekandi að geta sýnt fram á að kjaramunurinn byggist á öðr- um ástæðum en kynferði og að þær ástæður séu málefnalegar. Maðurinn hafí verið ráðinn til yf- irmannsstarfa við innheimtu hjá sjóðnum, en konan ekki, og líf- eyrissjóðnum hafi ekki verið skylt við breytinguna að lækka laun mannsins til samræmis við laun konunnar eða hækka laun hennar eða annarra almennra starfsmanna til jafns við laun mannsins. Mál- efnalegar forsendur sem ekki tengist kynferði hafi verið fyrir þessum launamun. Kærunefnd jafnréttismála fjall- aði fyrst um það hvort heimilt væri að færa starfsmann til í lægri stöðu án þess að skerða launakjör hans og/eða breyta launakjörum annarra starfsmanna til samræmis. Nefndin taldi að slíkt gæti verið heimilt ef sú ákvörðun væri ekki almennt séð öðru kyninu óhag- stæð og fæli þannig í sér kyn- bundna mismunun. Nefndin taldi að ekki lægi nægjanlega ljóst fyr- ir að slfkar tilfærslur starfsmanna án launaskerðingar væru fremur viðhafðar þegar karlar ættu í hlut en konur og taldi ekki rétt að leggja sönnunarbyrði á Samein- aða lífeyrissjóðinn hvað þetta at- riði varðaði. Því næst fjallaði nefndin um það hvort Sameinaði lífeyrissjóð- urinn hefði brotið gegn jafnrétt- islögum með því að gefa kæranda ekki, eins og manninum, kost á að halda fyrri launum sínum. Með vísan til þess að Lífeyrissjóður bókagerðarntanna var lagður nið- ur, sem óhjákvæmilega leiddi til starfsloka kæranda, en Sameinaði lífeyrissjóðurinn, sem maðurinn hafði starfað hjá, var efldur hefði staða Sameinaða lífeyrissjóðsins gagnvart manninum og konunni ekki verið sambærileg. Þótt nefndin teldi að sanngirnisrök hefðu mælt með því að bjóða kæranda söntu launakjör og mað- urinn hafði var það álit nefndar- innar að forsendur fyrir ákvörð- unum um laun þeirra hefðu verið svo ólíkar að ekki hefði hvflt á sjóðnum skylda til að jafna launa- kjör þeirra. Kærunefnd jafnréttismála gerði athugasemd við það gagnvart Sameinaða lffeyrissjóðnum að konan hefði ekki verið upplýst um að laun hennar yrðu lægri en laun mannsins og taldi að lífeyris- sjóðurinn hefði átt að veita henni upplýsingar þar um og lagði áherslu á að launaleynd gæti ekki réttlætt skort á upplýsingum við kringumstæður sem þessar. Kæru- nefndin sagði ennfremur að í fyr- irtækjum þar sem Iaunaleynd ríkti og launakerfið væri algerlega ógagnsætt legðu jafnréttislög at- vinnurekendum þá skyldu á herð- ar að taka laun starfsmanna reglu- lega til endurskoðunar með hlið- sjón af jafnrétti kynja. Kærunefnd jafnréttismála taldi því ekki vera nægt tilefni í þessu máli til að telja að Lífeyrissjóður- inn hefði brotið gegn ákvæðum jafnréttislaga með því að greiða aðilum mishá laun. Lára V. Júlíusdóttir hrl. PRENTARINN ■ 5

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.