Prentarinn - 01.10.1999, Síða 10

Prentarinn - 01.10.1999, Síða 10
JAKOB VIÐAR GUÐMUNDSSON RÆÐIR VIÐ ÖRN JÓHANNSSON Maður er nefndur Örn Jóhanns- son. Hann hefur um árabil verið í forsvari fyrir atvinnurekendur í prentiðnaði. Formaður FÍP, Félags íslenskra prentsmiðjueigenda, til margra ára og er nú varaformaður Samtaka iðnaðarins. Hann hefur beitt sér mjög í ýmsum veigamiklum málum hvað varðar prentiðnaðinn, svo sem í öryggis- og menntamálum. Dags daglega er hann skrifstofustjóri Árvakurs, útgáfufélags Morgun- blaðsins. Til að forvitnast aðeins meira um FÍP, Samtök iðnaðarins og prentiðnaðinn almennt, heim- sótti ég Örn og hann tók mér einkar ljúfmannlega og var hinn ræðnasti, er ég lét spurningarnar dynja á honum. Nú hefur FÍP gengið í Satn- tök iðnaðarítis, hefur það gagnast prentiðnaðinum eitthvað settt slíkutn? Þá á ég við: eitthvað öðruvísi en að hér er um hagsmuna- samtök atvinnurekenda að rœða? Það hefur gagnast prentiðnað- inum mjög vel. Það er náttúrulega ekki hvað síst fólgið í því að í staðinn fyrir að standa einir, þó svo að við höfum að sjálfsögðu verið í Vinnuveitendasambandinu, þá varð til við samruna þessara félaga, sem standa að Samtökum iðnaðarins, miklu sterkara afl, sem er meðal annars miklu færara um að þjóna prentiðnaðinum og öðrum starfsgreinum á faglegum grundvelli. Þar má nefna sem dæmi faglega vinnu varðandi spilliefnagjald og umhverfismál. Samtök iðnaðarins hafa að miklu leyti stýrt þeirri vinnu. Eftir sem áður hefur Vinnuveitendasam- bandið séð um samningamál. Þá vil ég benda á að Samtök iðnaðarins hafa sett upp öflugan frétta- og þjónustuvef á Netinu sem gefur góða mynd af umfangi starfseminnar. Slóðin er www.si.is. Nú hefur tœkninni íprent- iðnaðinum fleygt stöðugt fram og hún verður alltaf 10 ■ PRENTARINN fullkomnari og fullkomnari. Þetta hefur leitt til upp- sagtta. Hvernig sérðu fram- tíðina fyrir þér í þeim efn- utn? Við hér á Morgunblaðinu höf- um ekki þurft að segja mörgum upp vegna tæknibreytinga, en það er ekki spurning að tækninni fleygir það hratt fram að það eru alltaf að verða óljósari skilin á milli þess að vera, eins og áður var, bókagerðarmaður eða tölvu- sérfræðingur eða einhver sem er flinkur við vinnu á tölvur og ég held að það sýni sig nú best í því sem fram fer í Prenttæknistofnun. Þar er verið stöðugt að leggja aukna áherslu á kennslu í þeim þáttum sem eru að breytast og framfarimar eru það hraðar að menn eru m.a. farnir að sjá sér hag í því að fara í samvinnu við Rafiðnaðarskólann, því mörkin eru að verða svo óljós. Eru Prenttœknistofnun og Rafiðnaðarskólinn að sam- einast? Efsvo er, hvettœr má búast við að það verði? Prenttæknistofnun og Rafiðn- aðarskólinn eru alls ekki að sam- einast. Aftur á móti em þessar tvær menntastofnanir að huga að sameiginlegum rekstri Margmiðl- unarskólans. Ef samkomulag næst má búast við að starfsemin geti hafist í byrjun næsta árs. Ástæðan fyrir þessu er einfaldlega að þró- un og tæknibreytingar í starfsum- hverfi prentiðnaðar og rafeinda- iðnaðar hafa leitt til þess að þess- ar tvær greinar skarast miklu meira en áður og þarna eiga rnenn æ meiri samleið. Mörg fyrirtæki í útgáfu- og prentiðnaði standa nú frammi fyr- ir því að breyta starfsemi sinni til að geta sinnt samhliða útgáfu sama efnisinnihalds fyrir marga miðla; prentmiðla, net, diska o.s.frv. Þetta gerir miklar og sí- auknar kröfur um búnað og verk- ferli. Hið nýja tæknilega umhverfi lætur sig engu skipta gömul starfsgreinamörk. Forsenda fyrir áframhaldandi þróun fyrirtækj-

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.