Prentarinn - 01.10.1999, Qupperneq 11

Prentarinn - 01.10.1999, Qupperneq 11
anna er að þau hafi fólk með sér- fræðikunnáttu á sviði tölvutækni og gagnavinnslu. Til dæmis starfar nú þegar á þessu sviði hér á Morgunblaðinu fólk úr ýmsum áttum; prentsmiðir, rafeindavirkj- ar og tölvunarfræðingar. Með því að Prenttæknistofnun og Rafiðn- aðarskólinn reki sameiginlega Margmiðlunarskólann, erum við að treysta stoðir undir rekstri þess Margmiðlunarskóla, sem Prent- tæknistofnun hefur hingað til rek- ið ein. Okkur er mikill fengur að því að rafiðnaðurinn komi þar til samstarfs og það sama viðhorf hafa þeir gagnvart prentiðnaði. Prenttæknistofnun mun áfrarn starfa, en auðvitað með nýjum áherslum. Stjórn Prenttæknistofn- unar er þessa dagana einmitt að endurskoða hlutverk hennar og verkefni. Meiri áhersla verður lögð á sértæka endurmenntun fyr- ir prentiðnaðinn, innflutning á er- lendum námskeiðum og verkefn- um á sviði grunnnámsins, sem eftir sem áður er mikil þörf á að leggja rækt við. Tölvunámskeiðin verða hins vegar flest rekin af Margmiðlunarskólanum og einnig á ég von á því að samningar tak- ist við Rafiðnaðarskólann um rekstur almennra og sértækra tölvunámskeiða, sem ekki teljast til margmiðlunar. Og vonandi verða slfkir samningar í höfn þeg- ar þetta viðtal birtist. Meirí og flóknari tœkni kall- ar á menntaðra starfsfólk. Hvernig finnst þér staðan í menntamálum vera? Staðan í menntamálum hefur lagast og þá fyrst og fremst með tilkomu Prenttæknistofnunar sem endurmenntunarstofnunar. Hún hefur einnig sinnt málefnum grunnnámsins frá stofnun. Það er jú verið að reyna að bæta og end- urskoða grunnnámið og það er mjög mikilvægt að prentiðnaðin- um hefur verið falin gerð námskráa. Sérstakur starfsmaður vinnur að því á vegum hins nýja Starfsgreinaráðs í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum. Tilvist Prent- tæknistofnunar hefur gert kleift að setja kraft í þá vinnu. Hún hef- ur fjármagnað þá vinnu, sem ráðuneytið á í raun að borga fyrir og mun sjálfsagt gera að lokum. Einnig fræðslunefndir og ráð sem er búið að stofna og maður bindur miklar vonir við. En eftir sem áður er knýjandi þörf á betur menntuðu fólki í prentiðnaði. Og prentiðnaðurinn verður að horfa til margra átta, sá tími er liðinn að einungis var um að ræða hinar hefðbundnu iðngreinar. Ég held að samstarfið við rafiðnaðinn um Margmiðlunarskóla muni einnig skila sér í sambandi við grunn- námið og samstarf starfsgreina- ráða þessara tveggja gróskumiklu starfsgreina, upplýsinga- og fjöl- miðlagreina annars vegar og raf- iðnaðar hins vegar. Einnig þarf fólk í prentiðnaði að vera duglegt við að sækja sér framhaldsmennt- un til útlanda. Og vonandi verða fleiri möguleikar hér heima á næstu árum til að sækja sér fram- haldsmenntun á háskólastigi. Það er ýmislegt að gerast á því sviði, t.d. er rætt um nýjan tæknihá- PRENTARINN ■ 11 skóla, ýmsar nýjungar eru nú í boði við Háskóla Islands og við Viðskiptaháskólann er einnig mikil gróska. Og síðan er líklegt að í tengslum við hinn nýja Marg- miðlunarskóla og samstarfið við rafiðnaðinn skapist nýir mögu- leikar í menntamálum. Er nóg framboð á nýnem- um, sœkir unga fólkið í prentverkið? Það mætti vera meira, en ég vek lfka athygli á þvf, að verið er að breyta uppbyggingu starfs- náms í veigamiklum atriðum, þannig að námið endurspegli þær breytingar sem eru að verða á starfsumhverfi fyrirtækjanna. Ég held að þegar þær tillögur koma til framkvæmda muni þeir sem koma úr starfsnámi í framtíðinni verða með miklu fjölbreyttari menntun en hingað til hefur verið í hinum hefðbundnu iðngreinum, sem eru allt of þröngt afmarkaðar. JVií eru öryggismál íprent- iðnaði stöðugt í umrœðunni.

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.