Prentarinn - 01.10.1999, Qupperneq 12
Prentiönaöurinn verö-
ur ab horfa til margra
átta, sá tími er libinn
ab einungis var um ab
ræba hinar hefb-
bundnu ibngreinar.
Þú hefur verid í öryggisnefud
prentiðnadarins. Hvernig er
staðan í þeim efnum?
Öryggisnefnd í prentiðnaði er
eina nefndin sem starfað hefur
óslitið frá því að lög voru sett þar
um. Eg veit ekki til að það hafi
starfað öryggisnefndir hjá öðrum
iðngreinum svo lengi. Það hafa
verið sett í gang ýmis verkefni,
sem ég held að hafi stuðlað að
mun betra upplýsingaflæði til fyr-
irtækja og bókagerðarmanna og
ég vona, að okkur takist að halda
því starfi áfram, því ef eitthvað er
þá þarf stöðugt að vera að bæta
um betur.
Nú hafa jurtahreinsiefni
mikið rutt sér til rúins við
hreinsun á prentvélum. Not-
ið þið hér á Morgunblaðinu
slík efni?
Nei, við getum ekki notað slík
efni á prentvélina. Það er fyrst og
fremst vegna þess að framleið-
andinn hefur ráðlagt okkur að
gera það ekki. Það er ekki alveg
hægt að bera saman þessa vél hjá
okkur og þær prentvélar sem al-
mennt eru hér á landi. Það er allt
önnur uppbygging á vélinni og
menn eru mjög hræddir við að
jurtahreinsirinn sem byggist mik-
ið upp á sojaolíum eða jurtaolí-
um, geti komist inn í legur og
gíra í vélinni og skaðað þannig.
En við höfum fylgst mjög náið
með hreinsiefnum og fáum alltaf
það nýjasta sem fæst og eru nán-
ast öll hreinsiefni sem við notum
merkt þannig að þau eiga að vera
nánast hættulaus. Núna er í gangi
hérna hjá okkur á Morgunblaðinu
undirbúningur að því að fara í út-
tekt á staðli ISO 14001, sem er
umhverfisstaðallinn, og fá vottun
á allt fyrirtækið, þannig að þar í
kemur sjálfkrafa mjög strangt og
mikið eftirlit með allri efnanotkun
og öllum öryggisþáttum í fyrir-
tækinu.
/ nýútkominni fréttatilkynn-
ingu frá Bókasambandi ís-
lands kemur m.a. fram að
10% afþeim bókum sem
koma út núna fyrir jólin eru
12 ■ PRENTARINN
prentuð í Danmörku þar
sem laun eru 20-25% hœrri
en hér. Hvernig stendur á
þessu, skila Danimir svona
miklu betri vinnu en við eða
hvað?
Eg held nú að þetta með launin
sé að verða mikill misskilningur.
Þær kannanir sem hafa verið
gerðar undanfarið, og þegar búið
er að taka tillit til skatta o.fl.,
sýna að mikið hefur áunnist,
þannig að ég held að launin séu
ekki orsökin. Raunverulega ætti
þetta að vera öfugt, því ef laun
eru svona há í Danmörku, eða í
Evrópu, þá ætti verkið að vera
miklu dýrara, þannig að sam-
keppnisstaða okkar ætti þá að
vera miklu betri, en það hefur hún
ekki verið. Þegar menn hafa verið
spurðir að þessu hefur svarið oft-
ast verið að framleiðnin væri
miklu meiri erlendis. Samkeppni í
prentiðnaði er ekkert öðru vísi en
sú samkeppni sem annar iðnaður
þarf að horfast í augu við. Frjáls
samkeppni er sem betur fer orðin
að veruleika hér á landi og við
Tæknilega er í sjálfu
sér ekkert erfitt ab
framkvæma þab, en ef
97 þúsund króna laun-
in yrbu færb upp í 147
þúsund þá hefbi ég nú
gaman af því ab heyra
í þeim sem eru meb
147 þúsund króna
launin. Þar held ég nú
ab hnífurinn standi í
kúnni.
verðum að horfast í augu við það
eins og allir aðrir.
Nú eru samningar lausir í
mars n.k. Hvernig leggst það
í þig?
Eg veit ekki hvað ég á að segja
um það. Eg held að það sé ekki
hægt að svara þvx öðru vísi en
þannig, að maður vonar í lengstu
lög, að menn beri gæfu til þess að
láta kaupmáttinn halda sér og
sprengi ekki allt í loft upp þannig
að verðbólgan fari af stað. Ef
hver lítur sér næst, þá þurfa menn
ekki annað en að gá að því hvað
þeir skulda mikið og hvað skuld-
imar hækka ef verðbólgan fer í
gang.
Verða atvinnurekendur með
einhverjar sérstakar áhersl-
ur í komandi samningum?
Eg get ekki svarað því hér, sú
vinna er ekki komin það langt.
Eru engar kröfur komnar
fram frá FBM ennþá?