Prentarinn - 01.10.1999, Qupperneq 14
SlllOS
Rafidnadarsai
F.v Kalman le sage de Fontenay formaður FGT, Guðmundur Gunnarsson formaður RSl, Magnús L.
Sveinsson formaður VR, Scemundur Arnason formaður FBM, Lúðvík Geirsson fyrrv. formaður B1 og Jón
Asgeir Sigurðsson formaður SSR.
Þann 23. október sl. var haldið
þing Fjölmiðlasambandsins.
Georg Páll Skúlason var kjörinn
þingforseti og ritari þingsins var
Helgi Gunnarsson.
Skýrsla stjórnar
Lúðvík Geirsson form. fór yfir
aðdragandann að stofnun sam-
bandsins sem telur á þriðja þús-
und félagsmanna og það starf sem
stjóm hefði innt af hendi á þessu
fyrsta starfsári sínu, en fram kom
hjá Lúðvík að endurmenntunar-
málin hafa verið stærstu mál
stjórnar og sú vinna hefur skilað
því að náðst hefur samkomulag
um að veita öllum félagsmönnum
FMS góðan afslátt af öllum lykil-
námskeiðum sem þær eftirmennt-
unarstofnanir bjóða upp á sem til-
heyra félögum í FMS, en þær eru
Prenttæknistofnun og Rafiðnaðar-
skólinn. Þá gat hann þess að gerð
hefði verið sérstök þarfagreining
vegna námskeiða og á grundvelli
hennar munu væntanlega Rafiðn-
aðarskólinn, Prenttæknistofnun og
fleiri aðilar s.s. Háskólinn í sam-
vinnu við FMS leggjast á eitt um
að bjóða upp á fjölbreytt nám í
hagnýtri fjölmiðlun.
Lúðvík gat þess einnig að sam-
starf hefði verið með fe'lögunum
varðandi orlofshúsamál, en frek-
ari umræður þyrfti til og að skýr-
ari reglur væru um úthlutanir og
bókunartíma, sérstaklega yfir
vetrartímann.
Sambundið hefur verið að fóta
sig og reyna að festa rætur á
þessu fyrsta starfsári, en Lúðvík
sér fyrir sér meira og nánara sam-
starf t.d. hvað varðar kjarasamn-
inga, sem jú eru lausir eftir
nokkra mánuði. Að lokum þakk-
aði Lúðvík samstarfsmönnum í
stjórn fyrir ánægjulegt samstarf
með ósk um enn öflugra starf á
nýju starfsári.
Reikningar FMS
og árgjald
Georg fór yfir reikninga sam-
bandsins sem voru einfaldir í
sniðum þetta fyrsta starfsár. Efna-
hagsreikningur sambandsins eftir
fyrsta starfsár sýnir inneign upp á
um 143.000 kr. Reikningarnir
voru samþykktir án frekari um-
ræðu. Tillaga kom frá fráfarandi
stjóm um óbreytt árgjald kr.
30.000 per félag og var það sam-
þykkt.
Kosningar í samræmi vib
lög FMS
Georg kynnti tilnefningar félag-
anna í stjórn Fjölmiðlasambands-
ins, en skv. lögum þess eru stjóm-
14 ■ PRENTARINN
armenn tilnefndir af félögunum,
en ekki kosnir á þinginu. Tilnefn-
ingar voru svohljóðandi:
Aðalmenn: Lúðvík Geirsson
BÍ, Hafliði Sívertsen RSÍ, Sæ-
mundur Ámason FBM, Pétur A.
Maack VR, Jón Ásgeir Sigurðs-
son SSR, Kalman le Sage de
Fontenay FGT.
Til vara: Hjálmar Jónsson BI,
Guðmundur Gunnarsson RSI, Ge-
org Páll Skúlason FBM, Jóhanna
Vilhelmsdóttir VR, Jóhanna Mar-
grét Einarsdóttir SSR.
Skoðunarmenn voru kosin:
Ástvaldur E. Kristinsson Rafiðn-
aðarsambandi íslands og Sigríður
Hafdís Benediktsdóttir Verzlunar-
mannafélagi Reykjavíkur.
Umræbur málefna
a) framtíð og staða FMS:
Lúðvík hafði framsögu um
þetta mál og fór í upphafi yfir
hlutverk sambandsins sam-
kvæmt lögum þess. Hann
sagði að þrátt fyrir ágæta sam-
vinnu á þessu fyrsta ári væri
mikið óunnið og mörg mark-
mið ófyllt af þeim sem við
höfum sett okkur.
Varðandi framtíðina sér Lúð-
vík fyrir sér virkt og skipulegt
samstarf trúnaðarmanna félag-
anna á stórum vinnustöðum,
sameiginlega fundi forystu-
manna félaganna með starfs-
fólki á öllum helstu vinnustöð-
um.
Einnig telur hann brýnt að
FMS leggi línur sameiginlega
nú í undirbúningi komandi
kjarasamninga, móti drög að
starfsmannastefnu og grunn að
vinnustaðasamningum.
Nú reyni á það í vetur hver
staða FMS er og hvort vilji sé
til að sýna samstarf og sam-
stöðu með ríkari hætti en verið
hefur. FMS hefur alla burði og
getu til að sækja í sig veðrið
og gera sig meira gildandi.
Stofnun sambandsins vakti
verulega athygli bæði hér
heima og erlendis.
Skipulag verkalýðshreyfingar-
innar mun taka miklum breyt-
ingum á næstu árum, félög
sameinast og taka breytingum.
Mikilvægt er að við höldum
okkar striki og sýnum fram á
gildi þess að starfa saman á
þessu sértæka vinnustaðasviði.
Hvort kemur að því fyrr eða
sfðar að einstök félög í okkar
röðum, fleiri eða færri, sam-
eini krafta sína verður tíminn
að leiða í ljós.
Nokkur umræða varð um þetta
málefni meðal fundarmanna.
b) samruni sjónvarps, tölvu og
sírna - Stefna FMS
Kynnt var ályktun í sambandi
við þetta málefni og var henni
vísað til frekari útfærslu hjá
stjórn.