Prentarinn - 01.10.1999, Side 16
Sigtryggur Jónsson,
sálfræbingur:
Einelti er það kallað
þegar hópur einstak-
linga reynir ab útiloka
einn eba hugsanlega
fleiri úr hópnum meb
öllum mögulegum
hætti.
Þetta getur verib meb
stöbugri stríbni, gera
fórnarlambib ab ab-
hlátursefni, sýna því
vanþóknun, hæbast ab
því, bera út slúbur um
fórnarlambib, ein-
angra þab og útskúfa
og jafnvel getur verib
um líkamlega vald-
beitingu ab ræba.
Einelti felur það í sér að fómar-
lambið upplifir sig óvelkomið í
og útilokað af hóp, sem það getur
ekki annað en tilheyrt, t.d. vinnu-
hóp, skólabekk, fjölskyldu
o.s.frv. Til er að einstaklingar
leggist þannig á aðra einstaklinga,
án stuðnings annarra í hópnum,
en þá er ekki talað um einelti í
sama skilningi, þar sem fórnar-
lambið upplifir sig ekki einangrað
og útilokað á sama hátt og getur
varið sig með því að líta á of-
sækjandann sem veikan eða
vondan. Einelti felur í sér að fórn-
arlambið upplifir alla eða flestalla
í hópnum á móti sér, þó svo að í
langflestum tilvikum sé meirihlut-
inn óvirkur í stuðningi sínum við
eineltið. Aðeins lítill hluti hópsins
er yfirleitt virkur en nýtur stuðn-
ings hins hlutans í gegnum að-
gerðarleysi hans, en flestir þeirra
líta svo á að hættulegt sé að taka
upp hanskann fyrir fómarlambið.
Það gæti leitt til þess að þeir
sjálfir yrðu lagðir í einelti.
Einelti er þannig félagslegt fyr-
irbæri. Það tengist alltaf hópi
fólks og valdabaráttu einstaklinga
innan hópsins og óöryggi þeirra
um stöðu sína innan hópsins. Það
16 ■ PRENTARINN
er því ekki einangrað samspil á
milli tveggja einstaklinga. Slík
samskipti era ekki kölluð einelti.
Það er þvf nauðsynlegt að stjórn-
endur hópa, hvort sem það eru
stjómendur á vinnustað, kennarar,
skátaforingjar eða aðrir leiðtogar
hópa, geri sér grein fyrir því hvort
um er að ræða einelti, sem er fé-
lagslegt fyrirbæri innan hóps, eða
deilur og ágreining milli tveggja
einstaklinga. Viðbrögð þeirra eiga
að stjómast af því.
Einelti myndast aðeins í hóp,
þar sem einhvers konar vanlíðan
er til staðar. Líði öllum einstak-
lingum vel í hópnum, finnist allir
meira eða minna jafnir, finni að
allir njóti þokkalega jafnrar virð-
ingar, finni að allir hafi eitthvað
að segja og að hlustað sé jafnt á
alla, myndast ekki einelti í hópn-
um. Sé hins vegar ríkjandi ójöfn-
uður í hópnum, hlustað sé á suma
en aðra ekki og mikill munur á
virðingu milli einstaklinga,
myndast vanlíðan í hópnum. Fyrri
hópurinn hefur flatan valdapíra-
míta eða goggunarröð, þar sem
jöfnuður og vellíðan rtkir og sátt
er um forystuna. Síðari hópurinn
hefur brattan valdapíramíta eða
goggunarröð, þar sem ríkir ójöfn-
uður, vanlíðan og valdabarátta.
Það er einungis í síðari hópnum
sem einelti getur myndast og
alltaf sem hluti af valdabarátt-
unni, sem á sér stað í hópnum. Sú
valdabarátta er ekki einungis á
efstu þrepunum, vegna þess að í
slíkum hópi ríkir mikið óöryggi
einstaklinganna um stöðu sína
hvar sem er í goggunarröðinni og
því myndast þörf hjá öllum fyrir
að klifra ofar og þá gjarnan á
kostnað þeirra, sem neðar eru.
Sé ríkjandi vanlíðan og óöryggi
í hóp og valdapíramíti hans bratt-
ur leita allir einstaklingar hópsins
eftir einhvers konar stöðugleika
og öryggi. Það er hins vegar ekki
endilega leitað eftir vellíðan, því
vellíðan er aftar í forgangsröð
einstaklinga en öryggi. I slfkum
hóp lítur alltaf út fyrir að mesta
öryggið um stöðu sína sé á efstu
þrepum hans, sérstaklega vegna
þess að svo virðist sem þar sé
mesta virðingin, áhrifin og völd-
in. Þess vegna leita einstakling-
arnir upp goggunarröðina með
því að koma öðrum í henni niður
fyrir sig. Það er hægt að gera með
því að smjaðra fyrir forystunni,