Prentarinn - 01.10.1999, Síða 18

Prentarinn - 01.10.1999, Síða 18
Ársæll Árnason var fæddur í Narfakoti í Njarðvíkum 20. des. 1886. Foreldrar hans voru Árni Pálsson bóndi og barnakennari og kona hans Sigríður Magnúsdóttir. Systkinin voru tíu en meðal þeirra voru Ásta málari og Magnús Ár- sæll listmálari. Ársæll ólst upp hjá foreldrum sínum til 12 ára aldurs. Eftir það var hann í vinnumennsku í grenndinni til þess er hann flutti til Reykjavíkur. I Reykjavík lagði Ársæll fyrst stund á ýmiss konar erfiðisvinnu þar til hann tók að nema bókband árið 1905 hjá Guðmundi Gamalíelssyni, sem þá var lærðastur bókbindara hér. Lauk hann því námi á þrem árum, var ráðinn til fjögurra ára en var geftð eitt ár eftir. Þessi ár stundaði Ársæll nám í Iðnskólanum og með meðmæli þaðan fékk hann iðnnemastyrk úr landssjóði til framhaldsnáms í Berlín í Þýskalandi. Ársæll vildi ekki fara til Dan- merkur í framhaldsnám, bæði af því að hann taldi aðrar þjóðir vera lil sem stæðu framar á þessu sviði en danskir og vildi brjóta upp þann sið að fara til Kaupmanna- hafnar til menntunar, en sennilega fyrst og fremst vegna þjóðemis- hyggju sinnar því það bjó dana- hatur í honum sem mörgum öðr- um á þessum tíma. Hann vildi að íslendingar sneiddu hjá „hólmun- um við Eyrarsund, sem íslending- ar almennt hafa sótt iðnaðar- menntun sína til, þjóð vorri til skammar og iðnaði landsins til hnekkis", eins og hann orðaði það sjálfur. Það var um haustið 1908 að Ársæll hélt af landi brott. Tók ferðin til Berlínar tvær vikur og eftir að hafa fundið húsnæði var fyrsta verkið að leita uppi vinnu, því ekkert af iðnnemastyrknum hafði hann enn fengið og reiðufé átti hann lítið. Fékk hann fyrst starf á bókbandsvinnustofu í mán- aðartíma og síðan annarri stærri í einn til tvo mánuði. Það hefur verið í ársbyrjun 1909 er Ársæll hóf nám í bók- bandsskóla er hét „Kunstklasse der Berliner-Fachschule". Var það Arsœll Árnason í Berlín 1909. sex mánaða námskeið, en iðn- nemastyrkurinn entist í þrjá mán- uði og hafði Ársæll sótt um nýjan styrk, sem hann fékk, til að geta lokið náminu. Frá Berlín fór hann í vinnu til Frankfurt am Main og tók þar þátt í bókbandskeppni sem aðal- tímarit bókbindara í Þýskalandi hélt og hlaut fjórðu verðlaun af fjórtán er veitt voru, en 72 bækur komu til dóms. Bókin sem hann batt inn var Islándische Dichter eftir Poestion. Samkvæmt ummælum dómnefnd- arinnar var bandið „ágætlega unn- ið og meðferðin á skinninu góð. Hin mjög vandasama og fyrir- hafnarmikla gylling á einnig lof skilið. Sömuleiðis hið handsaum- aða endabindi. Sniðgyllingin hefði getað heppnast betur. Teikn- ingin er fyrirtak og í ágætu sam- ræmi við efni bókarinnar“. I Frankfurt var Ársæll fimm mánuði og síðan í vinnu í einn mánuð í Ziirich í Sviss. 1 ársbyrj- un 1910 fór hann til Stokkhólms og var þar í eitt ár og síðan þrjá mánuði í Osló en hélt þá aftur til Islands og í Félagsbókbandið. Hann kom heim rétt fyrir iðn- sýninguna 1911, sendi þangað bækur og fékk fyrstu verðlaun. Fyrir utan Ársæl sýndu þar bundnar bækur Félagsbókbandið og Einar Metusalemsson. Bækur Ársæls voru sagðar mjög smekk- legar en þeir iðnaðarfrömuðir er sáu um uppsetningu sýningarinn- ar höfðu ekki meira vit á bók- bandi en það að telja þessar handunnu og handskreyttu bækur frá Ársæli og Félagsbókbandinu vera kompóneraðar, þ.e. settar í vélgyllt bindi og nokkrar af bók- um Ársæls þar að auki í útlend bindi. Ári síðar fór Ársæll aftur til Stokkhólms og starfaði þar í eitt ár í viðbót og hlaut þar gullpen- ing á bókbandssýningu, en hann tók miklu ástfóstri við borgina og taldi að hann myndi hvergi geta unað sér eins annars staðar er- lendis. Næstu tvö árin starfaði hann í Landsbókasafni Islands og bjó fyrst um sinn hjá Ástu systur sinni á Grundarstíg 15 og tók þar að sér þýskukennslu og kenndi eitthvað bókband hjá Heimilisiðn- aðarfélaginu, en það hafði nám- skeið í bókbandi að vori árin 1914-1916. I desember 1915 opnaði hann eigin vinnustofu í Kirkjustræti 10, bóksölu hafði hann stofnað þar í október en fór í millitíðinni til Svíþjóðar til að kaupa áhöld í nýju vinnustofuna. Þar var hann til septemberloka næsta ár er hann flutti starfsemina á Lauga- veg 14 og aftur þaðan á Laugaveg 4 er hann keypti það húsnæði af Halldóri Þórðarsyni bókbindara, þann 2. janúar 1918. Bókbandsstarfssemin efldist fljótt að mannafla og síðar tækj- um, en Ársæll er talinn hafa flutt inn til landsins fyrstu brotvélina en saumavél hefur hann fyrst fengið árið 1921, sem sjá má þeg- ar forlagsbækur frá hans vinnu- stofu eru skoðaðar. Hjá Ársæli lærði m.a. Steinunn systir hans og þar starfaði um tíma Pétur G. Guðmundsson, eig- inmaður Steinunnar. Á iðnsýningunni 1924 var Ár- sæll með bækur ásamt Félagsbók- bandinu og notaði hann hákarls- skráp utan um eitthvað af verkun- um en hann notaði það efni oft. Á sýningunni var m.a. sýnd Islend- ingabók hin nýja eða Selskinna eins og hún var kölluð. Rituðu í bókina nöfn sín 30 þúsund Islend- ingar til minningar fullveldisins og til stuðnings stúdentagarðinum en að fá að pára nafn sitt kostaði eina krónu sem rann í stúdenta- garðssjóðinn. Var bókin bundin af Ársæli í selskinn en gullsmiður smíðaði skildi, hom og spennur. Einnig tók Ársæll þátt í iðnsýn- ingunni sem haldin var árið 1932 og var þar með Guðbrandarbiblíu er hann hafði bundið í skrautband fyrir Frímúrararegluna. Bókband sýndu einnig Félagsbókbandið, Acta og Isafold og Landssmiðjan var með bókbandsáhöld. Ársæll var í tuttugu ár mikilvirkur bóka- útgefandi og var hann forleggjari Halldórs Laxness þótt Halldór segist hafa fengið einungis einn 18 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.