Prentarinn - 01.10.1999, Síða 20

Prentarinn - 01.10.1999, Síða 20
Kirkja hefur sjálfsagt risið í Mið- dal fljótlega eftir kristnitöku árið 1000. Elsta heimild um guðshús þar er kirknatal Páls biskups Jónssonar frá því um aldamótin 1200. Með vissu er verið að end- urreisa kirkju í Miðdal skömmu fyrir 1397, en ekki er vitað hvem- ig hún hefur litið út. Elsta heimild er lýsir sjálfu húsinu er frá 1623. Það er þá lítil torfkirkja, sex staf- gólfa, með timburstöfnum, óþilj- uð með öllu að innan og fátæk- lega búin. Frá árinu 1623 og fram að því að núverandi kirkja var reist, 1869, stóðu 9 torfkirkjur í Miðdal. Þeirri seinustu var breytt í timburhús árið 1855. Með tím- anum urðu þær stöðugt vandaðri og betur búnar. Kirkju þá er nú stendur í Miðdal lét síðasti staðar- haldari, séra Páll Sigurðsson, reisa árið 1869. Forsmiður var Guðmundur Þórðarson. Hún kost- aði nýbyggð 643 rikisdali og 23 skildinga. Kirkjan er timburhús, 7,68 m að lengd og 5,10 m að breidd. Hæð undir bita er 2,15 m, undir hvelfingu 3,53 m, full hæð 6,30 m, en í tumburst 7,20 m. Loft er á bitum í fremstu stafgólf- um og gengt í það úr stiga í norð- vesturhomi. Hún er klædd lista- súð utan á veggjum en spjaldsúð innan með tveimur sexrúðuglugg- um á hlið, prýddum útsniðnum bjórum, og einum af svipaðri gerð á vesturstafni. Spjaldahurð er fyr- ir kirkjunni með haglega gerðum dyraumbúnaði. Framan á turni er spjaldgluggi. Að fyrri tíma hætti er kór skilinn frá kirkju með hálf- þili. Hann er með bekkjum um- hverfis og altari með gráðu og grindum. Framan við hálfþilið sunnan megin er prédikunarstóll 20 ■ PRENTARINN og gengt í hann úr kór. Þar utan við í framkirkju eru sæti með bríkum á langslám í gólfi, bekkj- arfjölum og langslám. Kirkjan var í upphafi bikuð, með hvítum gluggum og ómáluð innan. Hún var fyrst almáluð 1902.1 tímans rás voru gerðar nokkrar breyting- ar á húsinu. Pappaþak var lagt á kirkjuna 1893 og bárujám um 1906, cn alklædd jámi virðist hún ekki vera fyrr en 1929. Um það leyti var sennilega gluggum og dyraumbúnaði breytt. A henni fór fram gagnger viðgerð á ámnum 1948 til 1950 og þá var gluggum á hliðum og turni enn breytt. Arið 1982 fól safnaðarfundur sóknar- nefnd að vinna að viðgerð kirkj- unnar þar sem hún var farin að láta á sjá. I samráði og með sam- þykki Þórs Magnússonar þjóð- minjavarðar og húsfriðunamefnd- ar var Hörður Ágústsson ráðinn til að stjórna viðgerðinni. Leitast var við að færa kirkjuna í upphaf- legt horf að svo miklu leyti sem unnt var. Til þess að svo mætti verða var húsið mælt upp og gagnskoðað jafnframt því sem skjallegar heimildir um bygging- arsögu þess voru rannsakaðar. Verklegar framkvæmdir hófust 1984 og var þeim að fullu lokið haustið 1988. Yfirumsjón með því verki hafði Tómas Tryggva- son en Herbert Grans sá um málningarvinnu innanhúss. Fjöl- margir aðilar lögðu fram fé, m.a. Félag bókagerðarmanna. Miðdals kirkja er þriðja elsta dæmi sunn- anlands um fmmgerð þeirra timb- urkirkna er leystu torfkirkjumar af hólmi upp úr miðri 19. öld. Hún er framlag hinna líttþekktu smiða til endurreisnar íslenskrar

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.