Prentarinn - 01.10.1999, Page 21

Prentarinn - 01.10.1999, Page 21
menningar á þjóðfrelsisöld og ber í látleysi sínu öll einkenni sannrar byggingarlistar. SKRÚÐI OC ÁHÖLD Liklega er elsti gripur Miðdals- kirkju patína úr silfri sem á er grafin dextra domini eða hægri hönd drottins ásamt krossi á barmi. Hún gæti verið frá miðöld- um. Ahöld kunna þó að vera um hvor er eldri, patínan eða önnur klukka í tumi. Hún er mjög fom- leg. Telja má víst að hún sé ein þeirra klukkna sem getið er 1623. Næstur að aldri er kaleikur úr silfri í renessansstíl frá 1633, merktur Kaupmannahafnar- stimpli, gefinn kirkjunni skömmu fyrir 1644 af staðarhaldaranum séra Gottskálk Oddssyni. Hin klukkan gæti verið næst í röðinni, komin í kirkjuna skömmu fyrir 1723. Altaristaflan sú minni, með mynd af kvöldmáltíðinni og inn- setningarorðum fyrir neðan, var gefín af séra Þorvarði Auðunssyni í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd skömmu fyrir 1770, sennilega danskt verk. Einn merkasti gripur kirkjunnar er prédikunarstóllinn. Hann var gefinn 1840 af séra Páli Tómassyni staðarhaldara í Miðdal en gerður og skreyttur af Ofeigi Jónssyni sem löngum var kenndur við Heiðarbæ í Þingvallasveit. Frá jólamessu í Miðdal árib 1995. Yfir verk Ófeigs var búið að margmála en litskreyti var sett til upprunalegs horfs. Söngtafla og númerakassi eru einnig eftir Ófeig, gerð um svipað leyti ásamt ljósbera sem nú er á byggðarsafn- inu á Selfossi. Árið 1852 gaf maddama Halla Ingvarsdótdr, kona séra Guðmundar Torfasonar er hélt Miðdal 1847 til 1860, pat- ínudúk úr flaueli með baldýruðu verki. Sóknarfólk gaf kirkjunni árið 1874, að frumkvæði Guð- mundar bónda Jónssonar í Mið- dal, ljósastjaka tvo úr silfurpletti og altarisklæði úr rauðu damaski. Þremur árum síðar gaf Guðmund- ur sjálfur ljósakrónu og ljósasöx. Árið 1907 var altaristaflan sú stærri keypt frá Kaupmannahöfn en orgelið kom í kirkjuna 1913, í öndverðu gert í Stokkhólmi. Þrí- arma koparstjaka gáfu hjónin Ing- unn Eyjólfsdóttir og Böðvar Magnússon 1929. Glerflösku und- ir vín gaf Þorbjörg Þorkelsdóttir 1926. Altarisdúk vann og gaf Arnheiður Böðvarsdóttir 1988. Sœmundur Arnason PRENTARINN ■ 21

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.