Prentarinn - 01.10.1999, Page 22

Prentarinn - 01.10.1999, Page 22
Heimild: Dansk Crafia 20/1999 í síðasta tölublaði Prentarans birtist þýðing á grein úr Dansk Crafia um þetta endurbætta umbrotsforrit frá Adobe. Nú hefur umboösaðili forritsins í Danmörku komið með nokkrar athugasemdir við greinina. Þýtt og endursagt: ÓIEm. með annmörkum Uppfærsla frá QuarkXPress Tilgreind dæmi í umræddri grein hafa verið prófuð í síðustu útgáfu forritsins og niðurstaðan er næstum fullkomin uppfærsla, m.a. „Texti í reit“ sem uppfærðist alveg rétt. Sama gildir um 12 síðna harmonikkubrotið, sem líka uppfærðist rétt á 2x6 bls. Það er reyndar ekki heppilegt að hafa fleiri og stærri síður í þessu uppbroti. InDesign er með 10 síðna há- marksfjölda í uppbroti af stærð- inni 5,5 x 5,5 m. Þetta þýðir að hámarksstærðin er 5,5 x 55 m! Myndaupplausn í InDesign getur þú breytt á þann hátt, að þegar mynd er innfærð, t.d. Photoshop-mynd (þ.e. með raun- verulegu Photoshop-sniði, TIFF- eða EPS-snið þarf ekki), þá stillir þú skjáupplausnina. Jafnframt er mögulegt að skipta á milli fínnar og grófrar upplausnar á myndunum. Skráaflutningssniðið PDF Ég var leiður yfir því að ekki var meira skrifað um flutning PDF-skráa. Það er hægt í InDesign að geyma beint með PDF-sniði án þess að þurfa fyrst að búa til PostScript-skrá og síð- an að færa skrána í Distiller. Distiller er innbyggt í InDesign og við getum þess vegna snarlega gert bæði skjáútgáfu og prent- hæfa útgáfu I PDF-sniði. Það er ekkert leyndarmál að Adobe álít- ur PDF-sniðið vera og munu verða mest notaða rafræna skráa- snið í framtíðinni og viljum við þess vegna styðja þá þróun í for- ritum okkar. Með kveðju, Per Haslev, Adobe Systems Danmark Það er alltaf gaman að lesa Dansk Grafia, helst vegna hinna athygl- isverðu greina sem eru tileinkað- ar framleiðslu og forritum. Þó er ég leiður yfir því að greinin um prófun á AdobelnDesign skyldi ekki heppnast sem skyldi. Ég hef nokkrar skýringar við greinina. Sjálfvirkt textaflæði Það er ljóst, að InDesign er á margan hátt ólíkt QuarkXPress, ekki aðeins í verði, heldur einnig það hvernig forritið starfar, svo og notendaviðmót. En í tengslum við sjálfvirka textaumbrotið, þar sem textinn flæðir inn á síðurnar, þá þarf aðeins að halda niðri „shift“-takkanum þegar textainn- setningar-íkonið kemur á skjáinn. Flæðir þá textinn inn á síðurnar og þær fjölga sér eftir textamagn- inu. Maður þarf þess vegna ekki að huga að því í upphafi skjals hve margar blaðsíður það verður. Umbrot og setning InDesign vinnur sjálfvirkt um- brotinn texta kallaðan „Adobe InDesign Tagged Text“ á sama hátt og QuarkXPress. Skipanimar eru öðruvísi en í Quark, en þær eru yfirleitt ekkert erfiðari í notk- un. Það umbrot, sem skilgreint er í textanum, t.d. í Word, WordPer- fect eða öðrum forritum, uppfær- ist auðvitað sjálfvirkt í Adobe InDesign.

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.