Prentarinn - 01.09.2002, Blaðsíða 7

Prentarinn - 01.09.2002, Blaðsíða 7
Guöjón Friðríksson. keppni Alþýðublaðsins vegna byggingar Alþýðuhússins. Af handritum er mest af ljóðahand- ritum Þórbergs Þórðarsonar, m.a. kvæðin: Ástaróður, Koffortsvísur, Ég er aumingi, Nesin, Æskuást, Kveldseta o.fl. En stærsta ljóða- handritið eru Ljóðmæli Höllu Eyjólfsdóttur á Laugabóli og er þar komið frumhandritið (með fallegri rithönd) að ljóðabók hennar sem kom út árið 1919. I bréfasafni Kristínar kennir margra grasa, m.a. eru þar bréf frá Ingu Laxness og þar er fund- arboð um flatsængurfund í Mjólkurfélagi heilagra að Hverf- isgötu 21. Nokkrar myndir fylgja söfnunum og gömul póstkort eru nær 200 eða fleiri, því sum flokk- ast sem bréf. Þá fylgja hér með skjöl varðandi hárgreiðslustofuna „Hollywood" á Laugavegi 3, en Kristín var eigandi og forstöðu- maður hennar. Þar má m.a. finna „Lofsöng til Hollýwood" eftir Atla Má og þar er skrá yfir allar hárgreiðslustofur í Reykjavík, Hafnarfirði, Isafirði og Seyðis- firði frá 1944. Öll bréfin eru vandlega skráð skv. fyrirmælum Landsbóka- safnsins af Svani Jóhannessyni og sagði Sæmundur Árnason við þetta tækifæri að það hefði verið álitið betra að það fylgdi gjöfinni að sjá svo um að þessar gersemar væru sýnilegar og aðgengilegar fyrir almenning og fræðimenn þjóðarinnar og geymdar við kjöraðstæður heldur en að þeim væri pakkað óflokkuðum niður í kassa við lélegan aðbúnað. En það er nú semsagt orðið og er það vel. Höfundur: Hálfdán Gunnarsson. Höfundur: Ingólfur Guðmundsson. FORSIÐUKEPPIMI um Prentarann Ákveðið hefur verið að efna að nýju til forsíðukeppni fyrir Prentarann. Síðast bárust 35 tillögur frá 20 þátttakendum. Það er von ritnefndar að jafnvel takist þetta árið. Keppnin verður auglýst fljótlega en fyrsta síða af þremur sem vald- ar verða birtist (3. tbl. sem verður gefið út milli jóla og nýárs. Dómnefnd valdi 12 síður til birtingar í siðustu keppni og hafa 8 þegar verið birtar í síðustu tveimur tölublöðum. Forsíðurnar fjórar sem hér birtast eru með- al þeirra 12 sem valdar voru. Ritnefnd þakkar þennan mikla áhuga og þátttak- endum þeirra framlag. Höfundur: Jakob V. Guðmundsson Höfundur: Jósep Gíslason PRENTARINN ¦ 7

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.