Prentarinn - 01.09.2002, Blaðsíða 14

Prentarinn - 01.09.2002, Blaðsíða 14
Malte Eriksson, formaour Nordisk Crafisk Union og Grafiska Fackförbundet í Svíþjóo Ein hjáróma rödd af þúsund eöa ein sameinuö rödd prentiðnaðarfólks sem taka verður tillit til í þriðja stærsta sambandi Evrópu- samstarfsins? Sem félagi í FBM ertu hvort tveggja. ígegnum aðildina að Nordisk Grafisk Union er nefnilega mögulegt að breikka verkalýðsstarfið og hafa áhrif í stærra samhengi. - Þegar ég fer til Brussel hef ég á milli 70 og 80.000 félaga á bakvið mig. Stærð NGU gerir það að verkum að það er hlustað á okkur. Petta er skoðun Malte Eriksson formanns NGU sem hér lýsir skoðunum sínum á stöðu NGU, hlutverki verkalýðshreyfing- arinnar og forustu- hlutverkinu. Við verðum að verja „norrænu aðferðina" Nafnið Malte Eriksson tengist hiklaust verkalýðsbaráttunni og prentiðnaðarfólki. Hins vegar hefói það eins getað verið tréiðn- aðarmaðurinn Malte, sem sjóð- lieitan ágústdag tók á móti undir- rituðum á skrifstofunni í húsi Grafiska Fackförbundet (sænska bókagerðarmannasambandið) í Stokkhólmi, eða listamaðurinn Malte. Leið hans til formanns- stöðunnar í Grafiska Fackför- bundet er nefnilega mörkuð kröppum beygjum og mörgum hliðarsporum. - Ég er fæddur í Stokkhólmi, en pabbi sem var smiður var af útlensku bergi brotinn, kannski vallónsku. Áður en ég varð bóka- gerðarmaður hugsaði ég mér að verða listamaður og ég fékk inn- göngu í Konstfack (listaskóli), en hætti við. Prófaði i staðinn að mennta mig innan byggingariðn- aðarins, vildi verða tréiðnaðar- maður og var með í Byggnadsför- bundet eins og samtök bygginga- manna hétu þá. Áhuginn fyrir tréiðnaðinum varaði ekki svo lengi og Malte lenti að lokum í prentinu sem off- setlærlingur. Þrátt fyrir að hann tæki fljótlega að sér verkefni á vegum félagsins á vinnustað valdi hann að taka eitt hliðarspor áður en hann byrjaði á fullu í verka- lýðsbaráttunni. - Ég fékk „flugu" í höfuðið og byrjaði að lesa. Las lögfræði við háskólann í Stokkhólmi á kvöldin eftir vinnu. Það gerði ég í sjö ár og það endaði með því að ég var ráðinn starfsmaður (ombudsman) 1979 hjá Stokkhólmsdeildinni. Þar var ég svo til 1984 að ég byrj- aði sem samningamaður hjá Grafiska Fackförbundet, en 1995 tók ég svo við sem formaður sambandsins. í Nordisk Grafisk Union er ég nú á mínu öðru ári sem formaður. Breytingar á skipulagi Mikið hefur breyst í aðildar- löndunum á þeim 26 árum sem NGU hefur starfað. Breytingar hafa verið áberandi á síðustu árum og skipulagsuppbygging í sumum aðildarlöndunum hefur tekið á sig aðra mynd. Ffefur þessi þróun áhrif á stöðu NGU? - NGU verður til á meðan að- ildarlöndunum finnst það þess virði og NGU starfar útfrá þörf- um og kröfum aðildarlandanna. Malte svarar án þess að hika og slær því jafnframt föstu að NGU, eins og það starfar í dag, hafi mikilvægu hlutverki að gegna í þágu félaganna á Norðurlöndum. - I mínum huga er þetta afar einfalt. Það snýst um að verja sig. Ef maður ber saman vinnuréttar- stöðuna á Norðurlöndum, hvernig við skipuleggjum okkur og okkar heildarsamninga, er mikill munur á okkur og öðrum í Evrópu. Svo lengi sem við veljum það sem við höfum kallað „norrænu aðferð- ina" höfum við þörf fyrir að verja okkur sameiginlega, bæði í samn- ingum, deilum og umgengni við önnur samtök í Evrópu. 14 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.