Prentarinn - 01.09.2002, Blaðsíða 17

Prentarinn - 01.09.2002, Blaðsíða 17
Ársfundur Nordisk Grafisk Union var að þessu sinni haldinn á íslandi dagana 9.-12. júní 2002. Fulltrúar FBM á þinginu voru þeir Sæmundur Árnason og Ge- org Páll Skúlason. Auk þess sátu þingið sem áheyrnar- fulltrúar þau Bragi Guð- mundsson, Hrefna Stefáns- dóttir, Vigdís Ósk Sigurjóns- dóttir og Þorkell S. Hilmars- son. Magnús Einar Sigurðs- son var túlkur sem oft áður. Pá sat Stefán Ólafsson þing- ið sem starfsmaður og sá hann um að þinghaldið gengi samkvæmt áætlun. Erlendir þingfulltrúar voru 25. Að þessu sinni var full- trúum gefinn kostur á að taka maka með í íslandsferð og voru þeir 16. Að kvöldi 9. júní var kvöld- verður með öllum þingfulltrúum og þingstörf hófust síðan að morgni 10. júní. Þar sem makar voru með var sett upp dagskrá fyrir þá og var farið í tvær útsýn- isferðir, annarsvegar um Reykja- vík og á þriðjudag austur að Stokkseyri. Aðalfundur NGU var settur kl. 10.00 að morgni 10. júní með ávarpi formanns NGU, Malte Eriksson. Þinghald hófst síðan með kynningu á þingfulltrúum og farið var yfir dagskrá er var sam- þykkt. Malte gat þess að undir lið tvö, lagabreytingar, lægi ekkert fyrir en á næsta ári yrði væntan- lega um lagabreytingar að ræða. En fram hefur komið ábending frá endurskoðendum um að rétt væri að starfsárið fylgdi reikn- ingsárinu og því mun verða lögð fram lagabreyting á næsta ári í þá veru. Því næst var kosin kjörnefhd og þar var fulltrúi FBM Georg Páll. Skýrsla stjórnar fyrir síðasta starfsár var næst til umijöllunar en engar athugasemdir voru gerð- ar við hana utan smávægilegra orðalagsbreytinga. Skýrsla stjórn- ar var þá samþykkt. í skýrslu stjórnar kom einnig fram að veru- leg fækkun er á meðlimatjölda á milli ára og hefur fækkað í NGU um 5.610 meðlimi frá árinu 2000. í reikningum NGU kom fram að reikningar eru í mínus fyrir síð- asta ár og er rekstrarhalli 327.000 s.kr. En með ýtrasta aðhaldi í rekstri, fækkun stjórnarfunda og styttri fundum og ráðstefiium er reiknað með að jafnvægi náist á árinu 2004. A næsta starfsári voru samþykktar tvær ráðstefnur, þ.e. í umbúðaiðnaði á þessu ári, og að umbúðaiðnaðurinn hefði for- göngu á næstu árum, og á árinu 2003 yrði ráðstefna um kjara- samninga. Malte lagði mikla áherslu á að þessar tvær ráðstefnur væru nokk- uð samtvinnaðar því að í um- búðaiðnaði væri mikill vöxtur og þar væri mikið verk óunnið í kjarasamningsbundnum ákvæð- um. Malte lagði fram ffá stjórn vinnuáætlun NGU fyrir starfsárið 2002-2003 en þar mun megin- áhersla verða lögð á eftirfarandi punkta: • NGU skal vinna á móti öllum undirboðum á félagslegum grundvelli. • NGU skal vera í forsvari fyrir félögin í Evrópu- og alþjóða- samstarfi. • NGU skal starfa með það að markmiði að kynna starfsemina sem eina heild. • NGU skal starfa með það að meginmarkmiði að kynna nor- ræna módelið í verkalýðsmál- um á alþjóðavettvangi þannig að NGU sé sterkur málsvari norrænna félaga. • NGU skal vera sá aðili er starfar að faglegum málefnum innan Norðurlanda, það er best gert á eftirfarandi hátt: • Hvetja til menntunar trúnaðar- manna. • Stofna vinnuhóp um alþjóða- samstarf. • Vinna að möguleikum á sam- eiginlegum norrænum samn- ingum án tillits til landamæra. • Færa inn stöðugar upplýsingar um ráðstefnur, þing og þátttak- endur til að vinna að félagslegri starfsemi. • A næstu tveim árum skal vinna af fullum krafti að faglegum málefnum í umbúðaiðnaði. Arsfundurinn samþykkti fram- lagða vinnuáætlun. Aðildargjöld voru næst á dag- skrá og var samþykkt óbreytt ár- gjald sem er 16 s.kr. á hvern starfandi félagsmann. Næst á dagskrá voru skýrslur landanna. Danmörk lagði meginá- herslu á jafnrétti til launa, en ekki hefði náðst nægilegur árangur í jöfnum launum milli kynja og þá hefði reglum um trúnaðarmenn verið breytt í andstöðu við félag- ið. Finnland skýrði frá því að á næsta ári rynnu kjarasamningar út og því yrði starfið á næsta ári um nýja kjarasamninga og þar yrði megináherslan lögð á aukið orlof. Þá er atvinnuleysið mikið vanda- mál. Svíar skýrðu frá stöðu við- ræðna við SEKO og Rafiðnaðar- menn sem eru núna runnar út í sandinn, þar sem SEKO vildi ekki leggja niður sín sérsambönd. At- huga á í ágúst hvort framhald verði á viðræðum. Noregur skýrði frá nýgerðum samningum en þar varð 3% hækkun á lægstu launum. Fulltrúi Færeyja gerði grein fyrir stöðu síns félags, sem er í miklum vanda en nú eru 38 félagsmenn í PRENTARINN ■ 17 færeyska félaginu og steíiia þeir að sameiningu við önnur félög, því ekki er hægt að halda úti virkri starfsemi með svo fáa fé- lagsmenn. Hans Karlson frá LO í Svíþjóð var fyrirlesari með sérstakt inn- legg: Hver hefur valdið yfir vinnu- markaðinum? Hans kom víða við í fyrirlestri sínum, gat þess meðal annars að Norðurlöndin væru ein sterkasta heildin þar sem við værum með mesta félagafjöldann eða um 90%. Því værum við með sterkasta félagslega aflið. Til að efla okkar sterku stöðu yrðum við að leggja mikla áherslu á menntunarmálin, því menntun skapar sterka stöðu. Þá gat hann þess að ESB væri staðreynd sem við yrðum að vinna með, verkalýðshreyfingin yrði að taka tillit til ESB, því það væri ekki raunhæft að hægt væri að komast út úr ESB. Norrænn heildarsamningur er vandamál því allir munu vilja styrkja sína stöðu eða síns félags í launaþróun. Hans vildi meina að bein tengsl væru á milli launahækkana og verðbólgu og að aukin afskipti stjórnmála- manna af launamálum veiktu hreyfinguna, þeir stefndu að því að veikja verkalýðshreyfinguna og tilskipanir ffá ESB um vinnu- markaðinn væru af sömu rótum og veiktu félögin. Þá var gengið til stjórnarkosn- inga og verður stjóm NGU óbreytt, þ.e. Malte Eriksson for- maður, Pertti Raitoharju varafor- maður, aðrir í stjórn þeir Roger Anderson og Bjarne Nielsen. Fulltrúar NGU í aðalstjóm UNI- International þeir Bjarne og Pertti. Þá var formaður FBM kos- inn annar varafulltrúi í stjórn UNI. í stjórn UNI-Grafisk Pertti Raitoharju og í stjórn UNI- Europa Malte Eriksson. Þar sem Malte lætur af störfum sem formaður GF í Svíþjóð á næsta ári verður þetta síðasta árið hans í stjóm NGU. Aðalfundi lauk með því að Danmörk boðaði til næsta aðal- fundar í júní 2003. Sœmundur Árnason

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.