Prentarinn - 01.09.2002, Blaðsíða 2
Látnir lélagar
Þór Ingólfsson, fæddur 16.
mars 1940. Varð félagi 11. mars
1963. Hóf nám í Prentsmiðju
Björns Jónssonar, tók sveinspróf í
prentun 1961 og í offsetprentun
1981.
Starfaði síðan í Hilmi og Guten-
berg frá 1973. Þór lést þann 1.
maí 2002.
Steinunn Þorvaröardóttir,
fædd 23. október 1917. Varð fé-
lagi 1. október 1970. Hún vann
aðstoðarstörf í Leiftri frá 1968 til
1984. Steinunn lést þann 26. júlí
2002.
Baldvin Helgi Einarsson,
fæddur 31. ágúst 1915. Varð
félagi 1. desember 1935.
Hóf nám í Gutenberg 1931 og tók
sveinspróf í setningu í desember
1935. Starfaði í Gutenberg til
1942 en fór þá til starfa í Kanada
og vann hjá Columbia Press í
Winnipeg til 1946. Síðan hjá
Morgunblaðinu til 1959 og í
Gutenberg til 1985 er hann lét af
störfúm sökum aldurs. Baldvin
lést þann 12. júní 2002.
Steingrímur Thorsteinsson,
fæddur 15. nóvember 1920. Varð
félagi 11. júlí 1949. Hóf nám í
Félagsprentsmiðjunni 1945 og tók
sveinspróf í prentun 2. júní 1949.
Steingrímur starfaði við iðn sína
m.a. hjá Félagsprentsmiðjunni,
Stórholtsprenti, Odda, Kassagerð-
inni og síðustu árin hjá Gutenberg
þar til hann lét af störfum 1987.
Steingrímur lést þann 11. ágúst
2002.
Matthildur Guömundsdóttir,
fædd 11. janúar 1925. Varð félagi
1. mars 1974. Matthildur vann að-
stoðarstörf í bókbandi í prent-
smiðju Jóns Helgasonar og síðan í
Gutenberg þar til hún lét af störf-
um sökum aldurs 1994. Matthild-
ur lést þann 12. ágúst 2002.
Þáll Arnar Guömundsson,
fæddur 30. ágúst 1950. Varð fé-
lagi 4. nóvember 1974. Hóf nám í
prentsmiðjunni Eddu 1970 og tók
sveinsprófí setningu 1973. Páll
starfaði alla tíð við iðn sína, m.a.
í Odda, Frjálsri ljölmiðlun og hjá
Morgunblaðinu, þar til hann lét af
störfum sökum veikinda 1. janúar
2002. Páll lést þann 18. júní
2002.
Jón Már Þorvaldsson, fæddur
9. desember 1933. Varð félagi 10.
október 1953.
Hóf nám í Prentsmiðju Jóns
Helgasonar í október 1950 og tók
sveinspróf í setningu 11. júní
1955. Jón starfaði m.a. hjá Þjóð-
viljanum, Odda, Skákprent og
Félagsprentsmiðjunni, þar til hann
lét af störfum sökum veikinda
1992. Jón var í trúnaðarráði HÍP
og gjaldkeri árin 1964-1966. Var
meðritstjóri Prentarans 1962 til
1964 og var unt árabil í félags-
heimilanefnd. Jón lést þann 27.
september 2002.
Jóhann Guömundsson,
fæddur 28. september 1944. Varð
félagi 1. janúar 1968. Hóf nám í
offsetprentun í Litbrá 1964 og tók
sveinspróf 1967. Jóhann starfaði
alla tíð við iðn sína, m.a. í Grafík,
Umbúðamiðstöðinni, Fjarðar-
prenti og prentsmiðjunni Eddu frá
1977 til 1988. Hjá prentdeild
Samvinnubanka/Landsbanka sem
forstöðumaður á árunum 1988 til
1994. Jóhann var starfsmaður í
Svansprenti síðustu árin. Frá 1968
til 1980 starfaði Jóhann einnig að
félags- og trúnaðarstörfum fyrir
Offsetprentarafélagið og sem
varaformaður í stjórn Grafíska
sveinafélagsins 1977 og 1978.
Jóhann var í prófnefnd í offset-
prentun í 9 ár og formaður próf-
nefndar í 6 ár. Þá var Jóhann í
sameiningarnefndinni er vann að
stofnun Félags bókagerðarmanna.
Jóhann lést þann 19. júní 2002.
Þentti Levo, formaður finnska
félagsins frá 1981 til 2001 og
stjórnarmaður í Nordisk Grafisk
Union frá 1976 til 2001 lést þann
13. júní 2002.
2 ■ PRENTARINN