Prentarinn - 01.09.2002, Blaðsíða 4
Draumurinn er að
lclára þetta nám
Þorpið „Heimur" er sífellt
að minnka og vegalengdir
að styttast, segja menn og
nota tœkifœrið og ferðast
sem víðast, annað hvort í
skemmtanaleit eða til að
mennta sig. Út um allar
trissur eru íslendingar og
meira að segja bókagerðar-
menn líka. Einn afþeim er
Davíð Halldórsson en hann
er í námi í Ástralíu, nánar
tiltekið í Queensland, í
skóla sem heitir Queensland
University of Technology.
Davíð er þarna ásamt unn-
ustu sinni en hún er Marín
Magnúsdóttir og er í sama
skóla og hann en á annarri
braut. Hún er í BS-námi í
viðskiptafrœði með sérhœf-
ingu í almannatengslum og
starfsmannastjórnun. Ég
spjallaði við Davíð á Netinu
fyrir stuttu og eins og sönn-
um íslendingi sœmir byrjaði
ég á því að spyrja hann utn
veðrið.
- Hvernig er það, er ekki hávetur
þarna hjá ykkur núna?
„Jú það er víst vetur ef vetur
má kalla, hitinn er venjulega í
kringum 20 gráður á daginn en
hann getur farið niður í 8 gráður á
kvöldin sem er mjög kalt að mati
innfæddra. Annars held ég nú að
fyrir venjulegan íslending þætti
þetta nú ekki vera vetur heldur
bara gott sumar. Þetta er samt
töluverður munur fra desember en
þá er hásumar og var hitinn þá
oftast í kringum 40 gráður þannig
að jólafötin voru stuttbuxur og
hlýrabolur. Dagarnir undanfarið
hafa verið mjög góðir og hefur
t.d. ekki verið ský á himni sein-
ustu 2 vikur, og hitinn oftast í
kringum 20 gráður. En annars eru
nú veturnir oftast míldir og góð-
ir."
- Ertu ekki búinn að vera á
flakki um heiminn undanfarin ár?
„Ég hef alltaf haft gaman af því
að ferðast og hef reynt að gera
eins mikið af því og mögulegt er
og hafði nú hugsað mér að reyna
að nota tækifærið á meðan ég er í
námi hérna og reyna að feröast
eitthvað um Asíu, já og auðvitað
Ástralíu, ef efni og aðstæður
leyfa."
4 ¦ PRENTARINN
- Af hverju valdirðu Ástralíu?
„Eftir að ég kláraði nám mitt í
Margmiðlunarskólanum þá kvikn-
aði sú hugmynd að fara út í
frekara nám og fór ég þá að skoða
hvaða tækifæri ég hafði varðandi
háskólanám. Það er gaman að
segja frá því að það nám sem ég
stundaði í Margmiðlunarskólan-
um hjálpaði mér óumdeilanlega
mikið við að sækja um og fá inn-
göngu í þann skóla sem ég er í
núna og langar mig að þakka öll-
ffS^--
Texti:
Jakob V. Guomundsson
um í Margmiðlunarskólanum fyr-
ir ómetanlega aðstoð og fyrir frá-
bært nám. En varðandi skólann
sem ég valdi þá var ég með
nokkra skóla í huga sem voru
staðsettir víðsvegar um heiminn,
en þegar kom að því að velja stóð
Ástralía uppúr, helstu ástæðurnar
voru að skólinn bauð uppá það
nám sem mig langaði í og ekki
spillir fyrir allt það sem Ástralía
hefur uppá að bjóða, það er að
segja frábært veður, opið og
skemmtilegt fólk, landslag og
fjölbreytta menningu. Auk þess
hafði ég ferðast um Ástralíu í
nokkra mánuði árið 1998 og
skoðað meðal annars skólann sem
ég er í núna þannig að ég vissi
svona hvað ég var að fara út í.
Það spilaði líka stórt hlutverk að
mig langaði til að læra í ensku-
mælandi landi og af þeim löndum
sem ég skoðaði hafði Ástralía
vinninginn varðandi skólagjöld og
uppihald. Þessir hlutir eru frekar
hagstæðir samanborið við Eng-
land og Bandaríkin en samt sem
áður of dýrir."
- Hvenær útskrifaðist þú frá
Margmiðlunarskólanum?
„Eg útskrifaðist frá Margmiðl-
unarskólanum í lok árs 2001 eftir
eins árs nám í vefsíðugerð. Ég gat
valið um dag- eða kvöldskóla til
að stunda námið og valdi ég
kvöldskóla þannig að ég gat unn-
ið með náminu á daginn sem var
nú ein af ástæðunum fyrir því að
ég lét verða af því að fara í Marg-
miðlunarskólann.
Það var nú stundum erfitt að
tvinna saman skólann og vinnuna
en sem betur fer þá hafði ég mjög
skilningsríka atvinnuveitendur
sem komu til móts við mínar
þarfir, þannig að þetta lukkaðist
þó svo að þetta væri stundum
frekar erfitt. Námið sem ég
stundaði í Margmiðlunarskólan-
um var einstaklega skemmtilegt
og fjölbreytt, en það skiptist
þannig að fyrrihluta árs var farið
yfir og lært á helstu forrit er not-
uð eru við vefsíðugerð auk þess
sem við fengum kennslu varðandi
útlitshönnun og fleira sem tengist
vefsíðugerð og hönnun.
Seinni helmingur námsins fór
svo í að læra forritun fyrir vefinn
auk þess sem unnið var í loka-
verkefni jafnt og þétt í gegnum