Prentarinn - 01.09.2002, Blaðsíða 9

Prentarinn - 01.09.2002, Blaðsíða 9
Jón Hreggviðsson, sem var kannski eini raunverulegi karl- maðurinn í lífi hennar og hún hjálpaði til að flýja eftir nótt þeirra í Almannagjá. Á Eyrarbakka er Vinnuhælið Litla-Hraun og það er staður þar sem ekki er ráðlegt að taka upp puttalinga. Það er aldrei að vita hver er þar á ferð. Sjóróðrar voru erfiðir frá Eyrarbakka og aðallega stuðst við árabáta og notast við ís- lenskt vöðvaafl eða segl þegar byr gaf, en nútíma hraðbátar sem lemja hafflötinn með margra tuga sjómílna hraða á klukkustund voru ekki komnir. Vegalengdin til Selvogs var mæld þannig í gamla daga: Frá Eyrarbakka út í Vog er svo mœldur vegur: Atján þúsund áratog áttatíu ogfjegur. Stokkseyri var næsti áfanga- staður og ekki langt í burtu. Það- an var Ragnar í Smára bókaútgef- andi og unnandi allra lista. Þaðan var líka Sigurjón Ólafsson högg- myndari og Páll ísólfsson tón- skáld, sem samdi m.a. „Brennið þið vitar" við undirleik brimsins sem óvíða er stórkostlegra. Við sjávarsíðuna beið okkar humar- veisla í veitingahúsinu Fjöruborð- ið. Þetta var sannkölluð sælkera- veisla með spriklandi humri og nýjum íslenskum kartöflum. Við breyttumst í hálfgerða villi- menn, þegar við slitum humarinn með berum og löðrandi höndun- um og úðuðum í okkur með góm- sætu grænmeti og kartöflum. Á eftir var drukkið kaffi í fjöruborð- inu við undirleik sjávarniðsins. Nú var sjórinn kvaddur og haldið sem leið liggur upp Flóann fram hjá Baugsstaðabúinu. Undir Flóanum sem margir halda að sé botnlaus er stærsta hraun sem runnið hefur á jörðinni. Það kom upp í Veiðivötnum og rann alla leið til sjávar við Stokkseyri og Eyrarbakka fyrir um átta þúsund árum. Sjá má hæstu toppa hrauns- ins sem standa uppúr túnunum og högunum víða í Flóanum fyrir neðan Selfoss. Áfram var ekið upp Skeiðin að Iðubrú, sem er þriðja brúin af fimm á Hvítá. Sú efsta er uppi Enskar hefðarmeyjar aö biða eftir síðdegistei og sherríi eóa islenskar blómarósir úti í guðsgrœnni náttúrunni? við Hvítárvatn. Nú lá leiðin um Sólheimahringinn og komið til Sólheima um fjögurleytið. Þar beið okkur ævintýraheimur hins Þrír reynsluboltar i bókagerð: Grétat; Viðar og Hreiðar. allslausa manns, sem bindur ekki bagga sína sömu hnútum og aðrir. Sesselja Sigmundsdóttir fékk þá hugmynd á unglingsárum að stofna barnaheimili fyrir þá sem minna mega sín. Þarna er nú risið sólarþorp, sem starfar á jafnréttis- grundvelli við önnur mannanna verk og stafar geislum inn í líf þeirra sem engar kröfur kunna að gera og una glöð og brosandi við sitt. Ævintýraland sem smá hnökrar og öfundsýki mega ekki eyðileggja. Við skoðuðum Sess- eljuhús, kertasteypuna, verslun og sníða- og smíðaverkstæði og allt var þar í fínum gangi. Maður fyllist lotningu fyrir dugnaði þeirra, sem gert hafa þetta mögu- legt. Sannkölluð Paradís á jörðu sem lætur engan ósnortinn. Kvæði Einars Ben. á hérna vel við: Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, eins og dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atlot eitt, aðgát skal hófð í nœrveru sálar. Nú var kominn tími til að halda heim á leið. Sumir fengu vitring- ana þrjá til að leiðbeina sér á ör- lagastundu, en við í okkar bíl fengum ljúflingana þrjá til að stjórna okkur. Ragnar Hagberg var bílstjórinn, nákvæmur og nær- gætinn. Tómas Einarsson var leið- sögumaðurinn, hafsjór af fróðleik um landið og söguna og Sæmund- ur formaður var fararstjóri, sem hélt utan um allar áætlanir af lip- urð og lagni. Þökk sé þeim. I hinni rútunni var líka öndvegis bílstjóri og þar var leiðsögumaður Svanur Jóhannesson, sem leysti sitt starf af stakri snilld eins og honum einum er lagið. Svo mikil var þátttakan í þessari glæsilegu ferð að nota þurfti tvær júmbó- rútur, sem þrátt fyrir stærðina voru ákaflega liprar og öruggar. Á heimleiðinni ræddu menn stöðu eldri borgara og þá hörm- ung að reynsluboltum á sjötugs- og áttræðisaldri er fleygt út á guð og gaddinn, en reynslulausir ung- lingar, ennþá blautir á bak við eyrun, teknir í staðinn. Til Reykjavíkur var komið um kvöldmatarleytið og menn kvödd- ust brosandi og sælir í sinni eftir frábæran dag í fögru veðri og dá- samlegri náttúru þessa lands sem guð gaf okkur í árdaga og mun verða okkar og arfa okkar eins lengi og sólin skín. Texti og myndir: Olafur H. Hannesson Slappað afá ströndinni við Stokkseyri og hlustað á brimið spila „Brennið þið vitar" PRENTARINN 9

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.