Prentarinn - 01.09.2002, Blaðsíða 27
ÞJÓÐLENDULÍNA
M.il IU ; I aui.anUUilKllui .n! ^l-m i-n.'ii i I auyaid.ilJuc|'('i
og framseldi ábúðarrétt með bréf-
inu til Gunnars.
Kröfugerð fyrir Miðdal byggir
að hluta til á þessari lýsingu í
byggingarbréfinu. Nánar tiltekið
er kröfugerðin þannig úr garði
gerð að tekin er upp lýsing úr
landamerkjabréfi Miðdalstorfu frá
9. maí 1887 og síðan er þess kraf-
ist að landamerki jarðarinnar séu,
annars vegar milli Ketilvalla og
Miðdals og hins vegar milli Mið-
dalskots og Miðdals, ákvörðuð
eins og þeim er lýst í 2. og 3. tl.
byggingarbréfsins. Með því að
byggja á mörkum Miðdalskots og
Miðdals, svo sem þeim er lýst í 3.
tl. byggingarbréfsins, er kröfu-
gerðin þannig úr garði gerð hvað
varðar mörk Miðdalstorfu við af-
réttinn, að kröfulínan er dregin úr
Rauðafellshorni i Skriðutinda,
þaðan um Mjóudalagil, þar til
Skillandsárupptök taka við. Er
þessi lýsing í verulegu ósamræmi
við landamerkjabréf Miðdalstorf-
unnar, en þar er dregin bein lína á
milli hás hnúks á austan- og norð-
anverðri Hrossadalsbrún í vest-
ustu nýpu Rauðafells. Lýsing
landamerkjabréfsins gengur því
mun skemur til norðurs en í lýs-
ingin í byggingarbréfinu. Við
endurupptöku máls nr. 3/2000
þann 26. nóvember 2001 var lög-
maður eiganda Miðdals inntur
eftir þessu ósamræmi. Kom þar
frarn að ekki lægi fyrir hvaða
heimildum lýsing í byggingar-
bréfinu byggðist á en gerðar væru
ýtrustu kröfur í málinu.
í byggingarbréfinu er landa-
merkjum jarðarinnar lýst einhliða
af þáverandi eiganda og ábúanda
Miðdals og er hvorki að sjá að
eigendur Ketilvalla og Mið-
dalskots hafi samþykkt hana né
heldur eigendur aðliggjandi jarða.
Samkvæmt 14. gr. bréfsins skyldi
það ekki taka gildi fyrr en sýslu-
maður hefði ritað á það samþykki
sitt. Bréfið ber ekki með sér slíkt
samþykki. Þá verður ekki heldur
séð að skjalinu hafi verið þing-
lýst. Með vísan til framangreinds
er tilvitnað byggingarbréf frá 26.
maí 1928 að mati óbyggðanefndar
haldið slíkum ágöllum að á því
verður ekki byggt í máli þessu.
Hér hefur að framan verið rakið
hvernig Miðdalstorfu er getið í
heimildum allt frá 14. öld. Af
þeim verður ráðið að um sjálf-
stæða jörð hafi verið að ræða, sbr.
umfjöllun í kafla 10.4.6. Jafn-
framt eru fremur líkur til þess að
landsvæði það sem hér er til um-
fjöllunar sé innan upphaflegs
landnáms í Laugardal.
í kjölfarþess að landamerkja-
lög taka gildi 1882 er gert landa-
merkjabréf fyrir jörðina Miðdal,
ásamt Ketilvöllum og Mið-
dalskoti. Eldri heimiidir um
landamerki jaröarinnar eru ekki
fyrir hendi og yngri heimildir
verða samkvæmt framansögðu
ekki taldar hafa neina þýðingu í
máli þessu. Komið hefur fram að
landamerkjabréfið er áritað um
samþykki vegna allra aðliggjandi
jarða. Þá hefur ekkert komið fram
sem mælir í mót þeirri lýsingu á
mörkum við Laugardalsafrétt sem
fram kemur í landamerkjabréfi
fyrir Miðdalstorfu.
Fyrirliggjandi gögn benda því
til að landamerkjum Miðdals
ásamt Miðdalskoti og Ketilvöllum
sé rétt lýst í landamerkjabréfi,
dags. 9. maí 1889. Bréfið er þing-
lesið, fært í landamerkjabók og á
því byggt síðan um merki jarðar-
torfunnar, án þess að séð verði að
fram hafi komið athugasemdir yf-
irvalda eða ágreiningur við ná-
granna. Landamerkjabréf Efsta-
dals, Laugardalshóla, Hjálms-
staða, Snorrastaða og Laugarvatns
eru einnig þinglesin. Þetta bendir
einnig til að lýsing merkja hafi
verið í samræmi við það sem al-
mennt var talið gilda. Jafnframt er
ljóst að eigendur Miðdals hafa
um langa hríð liaft réttmætar
ástæður til að vænta þess að
merkjum sé þar rétt lýst. Þeir
formlegu gallar sem á bréfinu eru
verða því ekki taldir hafa efnis-
lega þýðingu í þessu sambandi.
Ekki eru heimildir um annað en
að jörðin hafi verið byggð og nýtt
eftir búskaparháttum og aðstæð-
um á hverjum tíma. Innan þeirra
marka sem tilgreind eru 1889
hafa eigendur jarðarinnar farið
með umráð og hagnýtingu, gert
ráðstafanir með löggerningum á
sama hátt og gildir um eignarland
almennt. Ekki verður annað séð
en að það eignarhald hafi verið án
ágreinings eða athugasemda.
Engin gögn liggja fyrir um að
land innan marka jarðarinnar hafi
mismunandi eignarréttarlega
Guli liturinn sýnir landspilduna
sem um var deilt.
stöðu og verða staðhættir, gróður-
far eða nýtingarmöguleikar ekki
taldir hafa úrslitaáhrif í því sam-
bandi.
Af hálfu íslensku ríkisins hefur
ekki verið sýnt fram á að land
innan tilgreindra landamerkja
Miðdalstorfunnar sé þjóðlenda.
Rannsókn óbyggðanefndar leiðir
einnig til þeirrar niðurstöðu að
þar sé um eignarland að ræða,
sbr. einnig umfjöllun í kafla 10.6,
án þess þó að tekin sé afstaða til
þess hver fari með þau eignarrétt-
indi eða hver séu mörk milli eign-
arlanda, sbr. 7. gr. laga nr.
58/1998. Með vísan til rannsókn-
arskyldu óbyggðanefndar, sbr. 4.
mgr. 10. gr. laga nr. 58/1998, er
þó óhjákvæmilegt að taka afstöðu
til þess hvort fjármálaráðherra sé
unnt að leggja til þjóðlendu land
sem undirorpið er beinum eignar-
rétti íslenska ríkisins.
í ákvæði 1. gr. laga nr. 58/1998
kernur skýrt fram að eðlismunur
er á eignarlandi og þjóðlendu.
Þjóðlenda er landsvæði utan eign-
arlanda. Ljóst er því að eignar-
land verður ekki gert að þjóð-
lendu með því að eigandi þess af-
sali sér eignarráðum sínum. I því
sambandi skiptir ekki máli hvort
eigandinn er íslenska rikið eða
einhver annar. Þá hefur fjármála-
ráðherra ekki heimild til slíks af-
sals, sbr. 2. mgr. 40. gr. stjórnar-
skrárinnar, þar sem kveðið er á
um að ekki megi selja eða með
öðru móti láta af hendi neina af
fasteignum landsins né afnotarétt
þeirra nema samkvæmt lagaheim-
ild. Ekki verður talið að slík
heimild felist í 1. mgr. 11. gr. laga
nr. 58/1998 þar sem kveðið er á
um að fjármálaráðherra skuli fara
með fyrirsvar fyrir hönd ríkisins
og stofnana á vegum þess vegna
krafna um eignarréttindi innan
þjóðlendna og við úrlausn um
hvort land teljist til eignarlands
eða þjóðlendu.
Það er því niðurstaða óbyggða-
nefndar, sbr. einnig umljöllun í
kafla 11.6., að land Miðdalstorfu,
svo sem það er afmarkað í landa-
merkjabréfi frá 9. maí 1889, telj-
ist ekki til þjóðlendu í skilningi 1.
gr., sbr. einnig a-lið 7. gr. laga nr.
58/1998.
PRENTARINN ■ 27