Prentarinn - 01.10.2003, Blaðsíða 3
Leiðari
Sýnum samstöðu
Öll þurfum við einhvemtíma að
leita ráða, bera saman þekkingu
og reynslu, læra af öðrum og
miðla til annarra. Þessvegna segi
ég enn og aftur: Það er brýn nauð-
syn á því að við í FBM eigum
samleið með öðmm félögum inn-
an ASI. Fylgjum eftir samþykkt
síðasta aðalfundar sem samþykkti
svohljóðandi áskoran til félags-
manna:
Aðalfundur FBIVI hvetur fé-
lagsmenn eindregið til að sam-
þvkkja aðild að Alþýðusam-
bandi Islands í allshcrjarat-
ks æðagreiðslu nieðal félags-
ntanna.
Nú í vetrarbyrjun munum viö
því ganga til atkvæðagreiðslu um
það hvort við verðum eitt af aðild-
arfélögum ASI. Við sem störfúm í
stjóm og trúnaðarráði félagsins og
höfúm verið kjörin af ykkur til
þessara trúnaðarstarfa hvetjum
þig, félagsmaður góður, til að
samþykkja aðild að ASÍ. Látum
ekki kreddur og einangranar-
stefúu ráða för. Sameinuð eram
við sterkari félagsheild, utan sam-
starfs við önnur félög eram við
einangrað í baráttunni fyrir betri
kjöram og áhrifalaus á vettvangi
þeima mála sem sameiginleg era
öllum verkalýðsfélögum.
KJARASAMNINGAR
Kjarasamningar FBM og FGT
við viðsemjendur gilda til febrúar-
loka 2004. Því er nú tímabært að
fara að huga að næstu samninga-
gerð. Flvað viljum við bæta og
hverju breyta okkur til hagsbóta?
Síðast sömdum við til fjögurra ára
og því er nú að ljúka lengsta
samningstímabili sem við höfúm
samið um. Þessi langi samnings-
tími hefur gefið okkur stöðugleika
og aukinn kaupmátt en aftur á
móti hafa ýmsir aðilar í þjóðfé-
laginu notað tækifærið og skarað
eld að sinni köku ineð hækkun á
ýmsum þjónustugjöldum og
sveitarfélög hafa hækkað út-
svarsprósentu og fasteignagjöld.
I síðustu kjarasamningum var
gert átak í því að færa taxta að
greiddu kaupi. Sú krafa er enn í
fúllu gildi og þá er nú brýnt að
huga að endurskoðun á vakta-
vinnukaflanum þar sem dagblöð-
in hafa tekið upp 7 daga þrískipta
vaktavinnu og sækja stíft að sín-
um starfsmönnum um ýmsar út-
færslur á vaktavinnu sem margar
hverjar eru mjög vafasamar með
tilliti til ákvæða í kjarasamningi.
Einnig er orðið mjög brýnt að
fjölga launaþrepum þar eð fjöl-
margir sem ekki flokkast í hefð-
bundin launaþrep hafa á undan-
fömum árum gengið til liðs við fé-
lagið. Þama vantar launaþrep og
kauptaxta.
Því vil ég beina þessari spum-
ingu til félagsmanna: Hvað viljið
þið Ieggja áherslu á í næstu
kröfúgerð félagsins? Sendið til-
lögur ykkar á netfangið
saemi@fbm.is
Október 2003. SÁ.
Jakob
Já, ég er alltaf
til í að greiða
atkvœði!
Stjórn og varastjórn FBM 2003 - 2004
F.v. Stefán Olafsson, Harpa Grimsdóttir, Hrefna Stefánsdóttir, Björk
Harðardóttir, Maria H. Kristinsdóttir, Sœmundur Arnason, Þorkell S.
Hilmarsson, Anna S. Helgadóttir, Georg Páll Skúlason,
Sigurður Valgeirsson, Pétur Agústsson, Bragi Guðmundsson og Páll
R. Pálsson.
prentnrinn
■ MÁLGAGN FÉLAGS BOKAGERÐARMANNA
Ritnefnd Prentarans:
Georg Páll Skúlason,
ritstjóri og ábyrgðarmaður.
Bragi Guðmundsson
Jakob Viðar Guðmundsson
Ester Þorsteinsdóttir
Sævar Hólm Pétursson
Ábendingar og óskir lesenda
um efni í blaðið eru vel
þegnar.
Leturgeröir í
Prentaranum eru:
Helvitica Ultra Compress,
Stone, Times, Garamond o.fl
Blaðið er prentað á 135 g
Ikonofix silk.
Prentvinnsla:
Filmuútkeyrsla:
Heidelberg, Hercules Elite
Prentvél:
Man Roland 4ra lita.
HjáGuðjónÓ ehf.
w-
prentarinn
V
Ingólfur Guðmundsson
prentsmiður á Morgun-
blaðinu er höfundur að
forsíðunni.
Hann er jafnframt áhuga-
Ijósmyndari og hefur Hjá
GuðjónÓ fest kaup á
þessari mynd hans.
PRENTARINN ■ 3