Prentarinn - 01.10.2003, Blaðsíða 16

Prentarinn - 01.10.2003, Blaðsíða 16
Jón Sandholt Nlyndir á skjá Skjáprufur og skoðun stafrænna myndskráa á tölvuskjá Það er á tölvuslgánum sem myndskráin birtist i siðasta sinn áður en hún er keyrð út á pappír. Tölvuskjáir gegna því mikilvœgu hlutverki við mat á gœðum og lit- um stafrœnna myndskráa. Tölvu- skjáir sýna einnig breytingar þœr sem lagfœringar í mynd- vinnsluforritum valda á mynd- skrám og oft eru skjámyndir bornar saman við Jyrirmyndir og prentaðar myndir og þannig not- aðar að nokkru leyti í stað litpróf- arka á pappír. Það skiptir því miklu máli að þeir sem vinna við litvinnslu geti treyst því að tölvu- skjáir sýni nákvœma liti og hœgt sé að láta þá líkja eftir prentaðri útkomu. Margir vantreysta þó skjá- myndum og margir reka sig á að útkoman úr prentun er oft mjög frábrugðin því sem menn höfðu séð á skjánum og verða þvífyrir vonbrigðum með skjámyndirnar sínar. Astœðan er að alltof oft eru tölvuskjáir ekki rétt stilltir og alltof oft gleymist að reikna með umhverfi skjásins. Margir sam- verkandi þœttir koma við sögu þegar skjár er kvarðaður og þessa þœtti þarf alla að hafa í huga. Umhverfislýsing og aðrir þœttir í umhverfi tölvuskjáa, sem nota á til nákvœmrar litvinnslu, skipta mjög miklu máli og nauð- synlegt er að hafa góða stjórn á þessum þáttum. Með réttum still- ingum á skjá og nákvœmri stjórn á umhverft hans má sjá nokkuð nákvœma mynd á skjánum af því hvernig endanlegur prentgripur kemur til með að líta út. Þessi greinjjallar um það hvað þarftil að fá tölvuskjái til að sýna nákvœmar myndir sem likj- ast eins og kostur er því sem vœnta má að skili sér úr prentun. Skjáir I dag eru tvær gerðir skjáa al- gengastar. Annarsvegar mynd- lampaskjáir (CRT-Catode Ray Tube) og hinsvegar s.k. kristals- skjáir (LCD-Liquid Crystal Dis- play). LCD skjáir nota s.k. fljót- andi kristaila og ljósgjafa sem komið er fyrir aftan við þá til að birta myndina. Þeir nota mun minni orku en CRT skjáir og breytast sáralítið með tímanum nema hvað ljósgjafinn dofnar smátt og smátt á löngum tíma en hann breytir ekki liteiginleikum sínum að neinu ráði. Gallinn við slíka skjái er sá að notandinn verður að sitja ná- kvæmlega beint framan við þá til að sjá liti og áferð skjámyndarinn- ar rétt auk þess sem stundum vill brenna við að birta skjásins sé minni út til hliðanna en í miðju hans. Þeir eru hinsvegar auðveld- ari í kvörðun og endast betur en CRT skjáimir. Myndlantpaskjáir em hinsvegar enn algengastir í nákvæmri myndvinnslu þó margir haldi því fram að bestu kristals- skjáimir á markaðnum séu einnig gjaldgengir til slíkra nota. Hér verður því að mestu fjallað um CRT skjái en vegna þess hversu ólíkar þessar tegundir skjáa eru er fátt sameiginlegt í gerð þeirra og virkni. Hinsvegar gilda sömu lög- mál um umhverfisaðstæður við myndskoðun á báðum tegundum. A myndlampaskjá er innra byrði glersins framan á skjánum þakið miklum fjölda rauðra, grænna og blárra fosfórdepla. Aft- ast í myndlampanum eru þrjár rafeindabyssur, ein fyrir hvem grunnlitanna þriggja, sem senda frá sér straum rafeinda. Sérstakur búnaður skerpir þessa rafeinda- geisla og sendir þá í gegnum götótta málmplötu (shadow mask) sem tryggir að hver geisli hæfi að- eins depla í einum tilteknum lit á skjánum. Þegar rafeindageislarnir lenda á lituðu fosfórdeplunum byrja þeir að glóa og myndimar á skjánum verða til við það að ljós í samlægu grunnlitunum 3, rauðu, grænu og bláu (RGB), berst frá skjánum til augna okkar. Með mismunandi samsetningum þess- ara þriggja gmnnlita er hægt að búa til mikinn fjölda lita, þó það séu ekki nærri allir litir sem mannsaugað getur greint sem hægt er að mynda á þennan hátt. Til að mynda eina myndeind eða díl (pixel) á skjánum þarf þrjá fosfórdepla, einn í hverjum lit (RGB). Ljómi fosfórdeplanna er háð- ur styrk rafeindageislans sem lendir á þeim. Rafmerkin sem ráða styrk rafeindageislanna koma frá skjákorti tölvunnar. Skjákortið tekur við stafrænum (digital) merkjum frá sfyrikerfi tölvunnar eða notendahugbúnaði, ber þau saman við lituppfletti-töflu (Look Up Table - LUT) sem segir til um hversu háa spennu þarf til að gefa fosfórdepli á skjánum tiltekinn ljóma og breytir þeim að lokum í flaumræn (analog) rafmerki í s.n. flaumbreytu (Digital to Analog converter). Ef lituppfletti-tafla skjákortsins notar 8 bita til að túlka litgildin þýðir það að skjár- inn getur sýnt 256 liti samtímis . 16 bita skjákort getur sýnt 32,768 liti samtímis og 24 bita kort yfir Tölvuskjáir eru löngu orðnir mikilvæg hjálpartœki við litvinnslu. Það er þó ekki sama hverskonar skjáir eru notaðir við litvinnslu. Þó ekki þurfi endilega að fjárfesta í dýrum, sérhœfðum litvinnsluskjám þurfa ákveðin atriði að vera til staðar svo skjáir nýtist eins og til er œtlast við litaleiðréttingar og aðra litvinnslu. 16 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.