Prentarinn - 01.10.2003, Blaðsíða 21
vinnslu minnkar og myndvinnslu-
tíminn styttist.
Þeir sem kvarða skjái sína
handvirkt stilla þá gjaman þannig
að þeir séu nær þeirri útkomu
sem fæst úr prentun eða prófarka-
gerð. ICC litstýringakerfi gera
hinsvegar ráð fyrir að skjáir séu
stilltir á hlutlausan hátt með hjálp
litrófsmæla og kvörðunarhugbún-
aðar. Mörg myndvinnsluforrit (þ.
á m. Photoshop 6 og 7) gefa not-
endum möguleika á að skoða
myndskrámar sínar í gegnum
þann prentprófíl sem er virkur í
forritinu þá stundina og er þá
jaínvel hægt að láta forritið taka
tillit til hvítpunkts pappírsins eins
og hann er skilgreindur í prófíln-
um eða láta það líkja eftir skilum
(kontrast) prentmyndarinnar á
pappímum sem vanalega eru
minni en skil skjámyndarinnar.
Eg ætla ekki að fara nánar út í
lýsingar á slíkum stillingum enda
eiga þær ffekar við í lýsingum á
virkni einstakra forrita, en þegar
þessum aðferðum er beitt getur
skjámynd á vel kvörðuðum skjá
sem er í góðu lagi og er staðsettur
í réttu umhverfi orðið fúrðu lík
prentaðri útkomu.
Mörgum fínnst þó að sam-
svörunin milli prentmyndar og
skjámyndar verði aldrei nógu ná-
kvæm og benda á, og það rétti-
lega, að vegna þess hversu ólik
litbirtingaraðferð tölvuskjáa er
prentun og vegna þess hversu
litasviðið er ólíkt sé erfitt að líkja
fúllkomlega efitir myndum á
pappír á tölvuskjá. Auk þess er
ómögulegt að líkja eftir yfirborðs-
áferð prentaðra mynda á tölvu-
skjám en hún hefur einnig tölu-
verð áhrif á það hvemig fólk met-
ur litáferð á pappír. Það þarf
vissulega að varast að treysta á
skjámyndir í algerri blindni og
rannsóknir hafa sýnt að mælt
heildar-litfrávik flestra kvarðaðra
tölvuskjáa sem notaðir em til ná-
kvæms litamats er nokkru hærra
en talið er ásættanlegt varðandi lit-
prófarkir á pappír. Á hinn bóginn
er hægt, með góðri kvörðun og ná-
kvæmri stjórn á umhverfislýsingu
og öðmm þáttum umhverfísins, að
ná fúrðugóðri sjónrænni samsvör-
un milli mynda á skjánum og
ljósmynda eða prentmynda á
pappír. Galdurinn felst í samræm-
ingu stillinga skjásins og um-
hverfísþátta. Frávikin era í sjálfu
sér ekki meiri en milli t.a.m.
skyggnu og prentaðrar myndar
svo dæmi sé tekið en slíkur sam-
anburður hefúr verið gerður um
árabil í grafíska iðnaðinum.
Erfiðlegast gengur að líkja
eftir lithita skoðunarljóssins á
skjánum. Muninn á milli kvarðaðs
skjás sem stilltur er á D50 lithita
og D50 ljósgjafa má að hluta
skýra með því að fjöldaframleidd-
ar pemr haldast ekki alltaf innan
þeirra tiltölulega þröngu viðmið-
unarmarka sem sett em varðandi
slíka ljósgjafa. Það er ákveðnum
erfíðleikum bundið að framleiða
flúrperar sem hafa jafn mjúka og
jafna litrófskúrfu og viðmiðunar-
ljósgjafmn D50, en Halógen
glópemr útbúnar með sérstökum
ljóssíum komast yfírleitt nær.
Flúrpemr eru þó algengastar í
skoðunarkössum á markaðnum i
dag og einnig til herbergislýsing-
ar. Að hluta má einnig skýra
þennan mun með því hversu erfítt
það er í raun að búa til hvítan lit
með fosfórdeplum skjásins. Þeir
sem hvað mest hafa fjallað um
þessi mál benda á að til að ná við-
unandi árangri þurfi að nota n.k.
sambland handvirkra stillinga og
mælinga. Þeir mæla með að fyrst
sé skjárinn kvarðaður með mæli-
tækjum og skjáprófíll gerður en
síðan sé hvítpunktur skjásins
stilltur á handvirkan hátt til að
hann líkist sem mest Iithita skoð-
unarljóssins. Það verður ekki fjall-
að nákvæmlega um þessar aðferðir
hér en það má vissulega velta þvi
fyrir sér hversu nákvæmar slíkar
aðferðir em og hvort rnenn séu
ekki komnir í hring í þessari um-
ræðu eins og svo mörgu öðm er
tengist litstýringu. Hvað sem um
þetta má segja er eitt víst, og um
það em allir sammála, að án þess
að huga vel að umhverfisaðstæð-
um, lýsingu o.þ.h. er tilgangslaust
að ætla að nota tölvuskjái sem
prófarkatæki, sama hversu vel
kvarðaðir þeir em.
Það má að sjálfsögðu ekki
gleyma því, að það sem að lokum
þarf til að skjápmfur virki eins og
til er ætlast em góðir aðlags- og
frálagsprófílar og gott mynd-
vinnsluforrit sem styður ICC
prófíla til að skoða stafrænu
myndskrámar.
Það er utan við efni þessarar
greinar að fjalla um prófíla fyrir
aðlags- og frálagstæki en þó þarf
að nefha að tilbúnir eða „niður-
soðnir“ (canned) prófílar sem
framleiðendur láta oft fylgja tækj-
um sínum eru engan veginn nógu
nákvæmir til að þeir séu brúklegir
til nákvæmrar litvinnslu. Jafnvel
s.k. „meðaltals" prentprófílar eins
og Euroscale eða SWOP em held-
ur ekki nógu nákvæmir til að skila
viðunandi árangri í nákvæmri lit-
vinnslu. Til að ná árangri er nauð-
synlegt að nota sérsniðna prófíla
sem gefa rétta mynd af þeim frá-
lagstækjum sem verið er að vinna
fyrir. Um slíka prófíla og gerð
þeirra verður ekki fjallað hér en
án þeirra er útilokað að skjárinn
geti líkt eftir prentaðri útkomu af
nákvæmni.
Heimildir:
Johan Leide/Peter Lundberg:
Implementing color management.
1999 IFRA/Tidningsutgaveme.
Don Hutcheson:
Successful soft proofing
(Making your monitor really match the proof).
2000 Hutcheson consulting.
Richard W. Harold/David Q. McDowell:
Standard viewing conditions for the graphic arts.
GATF World Jan/Feb 1999.
Gary G. Field:
Color and its reproduction.
GATF Press 1999.
Eric Harsh, Will Hoiland, Scott Baker:
Setting up your monitor to display colors consistently
(A crash course in monitor science for non-propellerheads).
Graphic intelligence agency 2001.
Walter Steiger, Markus Datwyler og Sascha Paus:
Calibration and colour management on colour display.
EMPA/UGRA St Gallen, Sviss 1999.
PRENTARINN ■ 21