Prentarinn - 01.10.2003, Blaðsíða 22
Miðdalsmótið, golfmót Félags
bókagerðarmanna, fór fram á
golfvelli Dalbúa í Miðdal
9. ágúst. Þetta er í áttunda sinn
sem við höldum golfmót í Miðdal
og að þessu sinni voru 45 kepp-
endur.
Eftir kaffiveitingar var kepp-
endum raðað á teiga og hófst
mótið kl. 11.00 undir öruggri
stjóm Jóns Þ. Hilmarssonar.
Þennan dag vom veðurguðimir
nánast í spariskapinu, slepptu
rigningunni, en vom með smá
golu, þannig að keppendur gátu
sýnt sínar bestu hliðar við að koma
hvítu kúlunni á sinn stað.
En svona til að minna á að
stundum rignir í Miðdal setti niður
hressilega rigningu í mótslok er
boðið var upp á léttar veitingar
sem þátttakendur tóku hraustlega
við eftir skemmtilcgan
keppnisdag.
Keppt var um farandbikar FBM
í áttunda sinn ásamt eignarbikar
fyrir fyrsta sæti með forgjöf.
Postillon-bikarinn var veittur fyrir
fyrsta sæti án forgjafar, eignar-
bikar fyrir fæst pútt og eignar-
bikar í kvennaflokki. Einnig voru
veittar viðurkenningar fyrir að
vera næst holu á 5. og 8. braut og
lengsta teighögg á 3. braut.
Aðalstuðningsaðili mótsins var
Hvítlist er veitti fjölda verðlauna.
Einnig veitti Morgunblaðið
verðlaun. Færum við þeim bestu
þakkir fyrir stuðninginn.
Fyrstu verðlaun með forgjöf og
farandbikar FBM hlaut Kristján
Jónasson með 72 högg. í öðm sæti
varð Gunnar Amason með 72
högg og í þriðja sæti varð Albert
Elísson með 73 högg. Postillon-
bikarinn, 1. verðlaun án forgjafar,
vann Albert Elísson með 77 högg.
I öðru sæti varð Halldór Oddsson
með 84 högg og í þriðja sæti varð
Sveinbjöm Bjömsson með 86
högg. Kvennabikarinn vann
Guðrún Eiríksdóttir á 83 höggum,
með forgjöf í öðm sæti varð
Guðný Steinþórsdóttir með 83
högg og í þriðja sæti Bjamey
Sigurjónsdóttir með 85 högg.
Púttmeistari varð að þessu sinni
Sveinbjöm Bjömsson með 25
pútt. Halldór Oddsson var með
lengsta teighögg á 3. braut og
næst holu á 5. braut varð Ólafur
Bjömsson og á 8. braut Jón
Gunnarsson. Viðurkenningu fyrir
bestu vallamýtingu fengu þau
Þorbjörg Valgeirsdóttir og
Gunnar Jóhannsson. Auk þess var
dregið úr skorkortum. Þannig
fengu allir keppendur
viðurkenningu fyrir þátttökuna.
Sjáumst á níunda Miðdalsmótinu
um iniðjan ágúst 2004.
F.v. Bjarney Sigurjónsdóttir, Gunnar Árnason, Halldór Oddsson, Sveinbjörn Björnsson, Albert Elísson,
Kristján Jónasson, Þorbjörg Valgeirsdóttir, Guðrún Eiríksdóttir og Guðný Steinþórsdóttir.
MHIDALSMÓTIB - 2003
22 ■ PRENTARINN